Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 10
I LEIT AÐ SKÝRINGU A LÝÐRÆÐI Almennir borgarar í mörgum löndum skýra frá hvað þeir eiga við með orðinu „lýðræði" í FIMMTÁN mánaða ferðalagi um J\_ Evrópu lögðum við eftirfarandi spurningu fyrir fjölda fólks: Hvað er lýðræði? Herveldi þykjast færa öðrum þjóðum lýðræði á stundum. Stjórn- málamenn lofa fólkinu lýðræði. Kommúnistar fordæma hið „gamla, borgaralega" iýðræði Vesturlanda, en hefja til skýjanna hið nýja „alþýðulýð- ræði" Austur-Evrópulanda. í leit okk- ar að skýringu á hugtakinu, lögðum við spurninguna fyrir óbreytta borg- ara og hefðarmenn, báðutn megin járntjaldsins. Svör : óbreyttu borgaranna voru mjög mismunandi. En eitt brást aldrei: Varðmaður í Grikklandi, franskur kolanámumaður, ítalskur verksmiðju- verkamaður, stáliðnaðarmaður í Pól- landi, veitingaþjónn í Prag, — allir vildu þeir lýðræði. Skýringar á hugtakinu virtust aðal- lega mismunandi í áherzlum á ein- stök atriði. Því lengra suður, sem hald- ið var, því meira virtist lýðræðið tengt brauði og vinnu í hugum fólksins. Austan járntjaldsins, þar sem borgara- legt frelsi er takmarkað, virtist meiri skilningur einmitt á þessu frelsi. En bæði í austri og vestri voru menn á einu máli um, að lýðræði feli í sér réttinn til þess að tala eins og manni býr í brjósti og hafa yfir sér ríkisstjórn, sem maður hefur sjálfur kosið sér. Bretland: Mannréttindi. Þegar við byrjuðum að spyrja, á öndverðu ári 1948, töluðu Bretar ekki um annað meira en valdatöku komm- únista í Tékkóslóvakíu. Líklega hefur Winston Churchill haft þetta í huga, er hann sagði í þinginu: „Hugmynd mín um það, er hinn al- gengi, óbrotni borgari, sem heldur heimili og á börn, sem fer að heiman til að berjast fyrir land sitt, þegar það á í erfiðleikum, fer á kjörstað á rétt- um tíma og setur krossinn á kjörseð- iilnn — hann er undirstaða lýðræðis- ins. Ef þetta er lýðræði, lýt ég því í lotn- ingu. Ég hylli það og vil starfa fyrir það. Menn verða að bera virðing fyrir lýðræðinu og ekki leggja það við hé- góma .... Látum oss ekki meta lýðræðið af lítils; metum það ekki eins og það væri aðeins að hrifsa völdin og skjóta þá, sem ekki eru á sama máli. Það er einmitt andstæða lýðræðisins. Lýðræðið er ekki eins og kvensnift, sem maður með vélbyssu grípur upp af götunni . . . ." Ýmsir aðrir Bretar bættu við þessa skýringu Churchills. Þeir voru ekki eins háfleygir í orðum, en alveg eins sannfærðir og hann um, að lýðræðið verði ekki aðskilið frá því borgaralega frelsi, sem ríkir í landinu. Frá London til Skotlands, frá Wales til Lancashire, voru skoðanir svipaðar. í Dundee í Skotlandi sagði láglaunuð skrifstofu- stúlka þetta: „Það er ríkisstjórn, sem er þannig fyrir komið, að þjóðin hef- ur völdin. Ef þjóðinni líkar ekki fram- kvæmdin, skiptir hún um stjórn . . . . " Ungur bóndi í Taunton: ,,Ég héld það sé bara frelsi." Bílstjóri í Manchester gaf þessa skýringu: „Það er stjórnarfyrirkomu- lag, sem á að tryggja að maður geti gert það, sem mann langar til, þegar mann langar til þ'ess. Eg sé ekki að Rússland geti kallað sig lýðræðisríki, vegna þess að maður er ekki sjálfs sín herra þar." Fyrrverandi varakanslari Oxfordhá- skóla og frægur heimspekingur, Sir Richard Livingston, leit aftur í tím- ann, er hann svaraði spurningunni: „Lýðræði er að bera virðingu fyrir sál náungans," sagði hann hugsandi. „Heimur Platons var ekki svo ólíkur okkar heimi. Hann sá lýðræðið deyj- andi og einræðisöflin vinna á. En sag- an kennir okkur að einræðisstjórn ber dauðann í sér." \TÍÐA í BRETLANDI virtust menn sammála þeim hugmynd- um, sem komu fram í hinni frægu Gettysburg-ræðu Abrahams Lincoln.. Thomas Jones, 25 ára gamall nemandi í Wales, tók undir orð Lincolns um „stjórn þjóðarinnar, af þjóðinni og- fyrir þjóðina." Sonur námumanns, sem hafði byrjað að vinna í námunum þegar hann var 14 ára, til þess að halda uppi fátæku heimili, er heilsa föðurins bilaði, nefndi þó að eitt hefði skort í ræðu Lincolns, nefnilega efnahagslegt öryggi, sem Roosevelt ræddi um löngu síðar. Slíkt öryggi sagði hann vera nauðsynlegt til þess að gera lýðræðið raunverulegt. í London hittum við William Gallacher, lengi eina þing- mann kommúnista í Westminster. Hann hló að ræðu Lincolns. „Eg get skilið, hvernig ykkur líður," sagðj hann, „eftir að vera búnir að sjá það margbreytilega áralag, sem viðhaft er á lýðræðisskútunni um þessar mundir. En það verklag er nú senn á enda." Svo sneri hann sér beint að spurning- unni: „Fullkomnasta form lýðræðis- ins er að finna í verklýðsfélögum og samvinnufélögum, það lýðræði, sem nú er að starfi í Ráðstjórnarríkjunum og í öðrum sósíalískum ríkjum, sem reka sósíalískan búskap. Lýðræði er meirihlutaákvörðun karla og kvenna, sem standa jafnfætis efnahagslega og félagslega." Annar frægur maður lét til sín heyra í sambandi við spurninguna. Svarið kom í bréfi. Pósstimpillinn var Ayot St. Lawrence. Undirskriftin: Ge- orge Bernard Shaw: „Lýðræði má skýra sem orð, sem allir stjórnmálamenn nota, en enginn þeirra skilur. I munni frambjóðanda þýðir það flokk hans og skoðánir hans, ef hann þá hefur nokkrar skoðanir. í Bandaríkjunum þýðir það stjórn þjóð- arinnar fyrir þjóðina og af þjóðinni. Þegar það er notað af mönnum, sem Fyrir nokkru lögðu tveir amer- ískir blaðamenn, Gabriel Press- man og Joseph Durso, þessa spurningu fyrir fólk í mörgum Evrópulöndum: Hvað er lýð- ræði? í þessari grein er skýrt frá svörunum, sem þeir fengu. Laus- lega endursagt úr amerísku tímariti. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.