Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 11
liafa reynslu í að stjórna, þýðir það stjórn fyrir þjóðina, en ekki að stjórn- að sé af þjóðinni. En það þýðir alls ■ekki það sama og hin ólýðræðislega stofnun: brezka þingræðisskipulagið. Góð stjórn er möguleg því aðeins að stjórnendurnir séu mikilhæfir menn með sérstaka hæfileika til þess að stjórna. Slík stjórn getur aðeins verið lýðræðisleg, ef þjóðin getur, með stuttu millibili, kosið í milli slíkra frambjóðenda. Vandinn er sá, að ekki er til áreiðanleg, vísindaleg aðferð til þess að aðgreina sauðina frá höfrun- um.“ Ítalía: Brauð og vinna. Á Ítalíu, þar sem sumir minnast stjórnarára Mussolinis enn með trega, var viðkvæðið æði oft: Þá voru betri tímar fyrir okkur. Fjöldamargir höfðu aðeins óljóst hugboð um lýðræði. Yms- ir prófessorar og business-menn sögðu sem svo: „ítalið þekkja lítið til aga. Við þörfnumst lýðræðis, en þó ennþá fremur sterkrar handar til þess að leiða okkur.“ Einn maður var samt ekki fíkinn í liina sterku hönd. Það var hvíthærður próf. í Flórenz, sem setið hafði í tugt- húsinu í 20 ár fyrir að berjast á móti því, sem Mussolini kallaði „æðra lýð- ræði“ á velmaktardögum hans. Þessi prófessor var að horfa á kommúnista- fylkingar fara í hergöngu um göturn- ar, hrópandi: Togliat-ti, Togliat-ti fnafn ítalska leiðtogans) og veifandi rauðum fánum. „Hér er aðeins stigs- rnunur, ekki eðlismunur,“ sagði pró- fessorinn. „Áður hrópuðu þeir: Duce, Duce.“ „Leiðin til viðreisnar fyrir Ítalíu er starf að framför, ekki óljóst kommúnistískt öryggi,“ sagði hann. OKKRUM MÍLUM fyrir vestan LN Róm búa 2000 leiguliðar á 10.000 ekru herragarði. Frú Maria Dacoli hafði orð fyrir fjölskyldu sinni. Þau eru fimm talsins. Eins og flest bænda- fólk á Jressum slóðum, gerði hún krossmark fyrir sér, er kirkjuklukkur hringdu. í hennar augum fylgdi !ýð- ræðinu eitt, sem sjaldan er minnst á: trúfrelsi. „Það er ekkert lýðræði án þess,“ sagði hún. Leiguliðinn Salvatore Rossi, komm- únisti að stjórnmálaskoðun, í launa- flokknum 150 krónur á mánuði, sagð- ist ekki vita hvað lýðræði væri, og Eleanore Roosevelt. heldur ekki vita neitt um Marshall- áætlunina. „Stjórnin ætti að segja okkur það, við erum hvort eð er ekkert nema fé í rétt,“ sagði hann. Antonio Scarabello, flokksbróðir hans, á sama bæ, var ofurlítið fróðari: „Lýðræði er stjórnarfyrirkomulag, sem gerir verka- fólki mögulegt að sækja fram, eins og í Rússlandi. Það þýðir brauð og vinnu.“ Grikkland: Að eiga sinn hest. Fyrir handan Eyjahafið, í Grikk- landi, er lýðræðið nátengt fæði og skæði í hugum fólksins, alveg eins og á Italíu, og þeim atburðum, sem rændu þessum lífsnauðsynjum frá því. Marg- ir bændur og verkamenn í báðum löndunum höfðu einfalda skýringu á reiðum liöndum: „Að vinna og lifa.“ Borgarastríð geysaði í landinu, í aug- um margra var „góð ríkisstjórn“ sú, sem útvegaði atvinnu og brauð. Mann- réttindi og frelsi bar sjaldan á góma. Undantekningar frá þessu var ]ró að finna í æðstu embættum landsins. George Papandreou, fyrrv. forsætis- ráðherra og leiðtogi stjórnarandstöð- G. Bernnrd Sliaw. unnar, sat á svölum liúss síns í Aþenu og horfði á kvöldsólargeislana á Hy- mettus-fjalli. „Þetta er Grikkland," sagði hann og benti í átt til sólarlags- ins. „Margar aldir styrjalda og blóðs- úthellinga og eymdar, en síðan nokkur dásamleg augnablik friðar og velmeg- unar. Lýðræðið mun rísa á legg á ný.“ Svar hans við spurningunni var þetta: „Lýðræði er réttur meirihlut- ans að stjórna og minnihlutans að gagnrýna. Hið síðarnefnda er mikils- verðara. Eins og nú standa sakir, er eg ekkert hrifinn af stjórn meirihlutans, en eg sætti mig við hana.“ Þemistókles Sófoulis, jráv. forsætis- ráðherra, var af auðskiljanlegum ástæðum miklu hrifnari af stjórn meirihlutans þá stunclina. Hann brosti, þegar við lögðunr spurninguna fyrir hann á skrifstofu hans í stjórnar- ráðinu: „Rétturinn til þess að skamma náungann er ein meginstoð lýðræðis- ins. Líklegast þekkið þið það ekki í Bandaríkjunum, að blaðamenn skammi ríkisstjórnina eins og þeir gera hér. Raunar er ekki hægt að skamma að gagni á öðru tungumáli en 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.