Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Síða 13

Samvinnan - 01.06.1950, Síða 13
kvæmt lögunum. Kommúnistar trúa á lög, sem lögreglan setur og fram- kvæmir.“ Púlland: Rómantík. í löndunum austan járntjaldsins var ekki um að ræða deilur á opinber- um vettvangi eins og í Berlín. Síðasti sjálfstæði stjórnmálaflokkur Póllands, vinstri jafnaðarmenn, hafði þá nýlega verið sameinaður kommúnistaflokkn- um. Pólland var grímulaust eins- flokks land. Boleslaw Bierut, forseti, liélt fram málstað hins nýja lýðræðis: „Alþýðu-lýðræðið er afsprengi sigra rauða hersins yfir herjum fasista. Al- þýðulýðveldin eru fulltrúar byltinga- krafta fólksins, með verkamenn í broddi fylkingar. Alþýðulýðræðið af- nemur og hrekur á brott síðustu leifar kapítalismans. Svo er Sovétríkjunum fyrir að þakka, að við getum nú gegnt hlutverki öreigastjórnar innan ramma alþýðulýðveldisins.“ í Póllandsferðinni heimsóttum við hina gömlu fögru borg, Krakow, sem minnir um margt á Oxford, þorpið Auschwitz, sem var ein mesta dráps- verksmiðja nazista, kola- og stáliðnað- inn í Katowice, — Wraclav, í miðju því landi, sem Pólverjar fengu frá Þjóðverjum, og höfnina Gdynia- Gdansk. Hvar vetna heyrðum við sagt frá fólki, sem var handtekið og fang- elsað án dóms og laga fyrir að hlusta á erlent útvarp eða kvarta um kjör sín, svo að njósnarar stjórnarinnar heyrðu til. Menn voru samt fúsir til að tala um þessa hluti og skýringin var: „Við erum rómantískir.“ í stjórnmálum eru Pólverjar skiptir í tvo hópa: Kommúnista og andkomm- únista. Hvorugur aðilinn sér nokkurt lýðræði í starfsaðferðum og skoðun- um hins. Tékkóslúvakía: Rauðir fdnar. í Prag var enn ömurlegra umhorfs en í Póllandi. Enda þótt Prag væri fán- um skrýdd og heljar stórar myndir af Gottwald, Stalín og Lenín væru hengdar upp á torgum í tilefni af af- mæli Leníns, virtist ríkja deyfð og drungi í borginni. Minningarnar um atburði fyrri mánaðar rifjuðust upp í þessu andrúmslofti. Fjöldi manna hafði andúð á hinu nýja „lýðræði“, og þeir voru úr öllum stéttum. Þar var húsfreyjan úr sveit, sem hafði orðið að sjá á eftir ungum syni sínum í fang- elsi af því að andkommúnistískur bæklingur fannst í fórum hans, strætis- vagnstjórinn, sem ekki gat keypt eitt par af skóm fyrir mánaðarlaun sín, kaupmaðurinn í smábúðinni, sem var hrakinn úr atvinnu sinni. I hópi ungra og aðsópsmikilla kommúnista bar Frank Pes einna hæst. Hann er 27 ára gamall og leiðtogi „flokksins" í Roosevelt-menntastofnunina í Prag. Við hittum hann á heimavistarher- bergi lians. Hann æddi fram og aftur um gólfið meðan hann var að svara spurningunni: „Lýðræði ykkar er svo ákaflega einfalt. Þið getið sagt Tru- man að fara norður og niður og það finnst ykkur lýðræði! í vestrænu ríki, getur einstaklingurinn gert það, sem honum sýnist, jafnvel hungrað. Hér getur hann það ekki.“ Á leið okkar til baka, um Vestur- Evrópu, var hið daglega fréttflóð enn þannig vaxið, að það gerði óljósa merkingu lýðræðisins. Það voru réttar- höldin yfir Mindszenty kardínála í Búdapest, straumur flóttamanna frá Austur-Evrópu til Austurríkis og ótti og kvíði í hugum manna í Vínarborg. Fyrir nokkru fengum við upplýsing- ar um kunningja, sem var embættis- maður í leppríki austan járntjaldsins. Kringumstæðurnar höfðu neytt hann til þess að takast á hendur starf fyrir ríkisstjórnina, en liann hafði sagt við okkur fyrir nokkrum mánuðum: „Það hlýtur að vera gaman að búa í landi, þar sem maður getur sagt það, sem manni sýnist um æðstu embættismenn landsins. Eg hef trú í hugsjónum sósí- alismans, en eg óttast hið kommúnis- tíska ríki. Lýðræðið er mikils virði fyrir mig — rétturinn til þess að tala og hugsa án þess að hafa áhyggjur af því að manni verði varpað í fangelsi fyrir það. Lýðræðið er rétturinn til þess að lifa og finna hamingjuna." Upplýsingarnar, sem komu að hand- an um þennan mann, voru á þá lund, að hann hefði verið handtekinn og fangelsaður, án þess að dómstólar fjölluðu um mál lians. EF MAÐUR reynir að draga saman það, sem fólk í ýmsum löndum Evrópu hefur sagt um lýðræðið að undanförnu, virðist augljóst, að árekst- urinn verður í milli pólitísks frelsis og efnahagslegs öryggis. Allir leita efna- legrar velmegunar. Og fátæktin og eymdin, sem herjað hefur á Evrópu nú eftir stríðið, gerir þessa leit að aðaltak- marki lýðræðisins í augum margra. Kommúnistar halda því fram, að þeir séu fulltrúar „hins sanna efnalega ör- yggis“, og eins og Karolyi greifi, sendi- herra Ungverjalands í París, játaði berlega fy-rir nokkru: „Það er ekki hægt að fá hvort tveggja“ fþ. e. frelsið og hið efnalega öryggi). Samt sem áður er það uppörvun að fyrirhitta margt fólk, sem gerir sér ljóst, að það er grundvallarmisskilningur að tala um tvenns konar lýðræði. Þetta fólk er sammála Tryggva Lie, en hann sagði: „Enda þótt finna megi afsakanir fyrir því, að þessi þjóðin eða hin nýtur ekki lýðræðis, er óskynsamlegt að loka aug- unum fyrir staðreyndunum með því að búa til nýjar skýringar á hugtaki, sem ætti að vera fullkomlega auðskilið og Ijóst fyrir alla.“ Margir skilja, að lýðræði er mis- munandi fullkomið, stendur á mis- munandi stigum í hinum ýmsu lönd- um, en það er ekki um að ræða fleiri en eina tegund lýðræðis. Og enda þótt fólk sé oft hungrað og búi við hið mesta öryggisleysi, finnur það samt, að enda þótt pólitískt lýðræði án efna- hagslegs öryggis sé ófullkomið, er efnahagslegt öryggi án pólitísks lýð- ræðis óbærilegt og ómögulegt. fLausl. þýtt). Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga liefst í Rvík hinn 20. júní næstkomandi. Verður væntan- lega greint frá fundinum í næsta hefti. Aðalfundur Nordisk Andelsforbund — lieildsölusam- bands norrænu samvinnusambandanna — verður haldinn í fyrsta sinn á íslandi í þess- um mánuði. Munu forustumenn allra sam- vinnusambanda Norðurlanda koma liingað til fundarins, sem verður haldinn að Þing- völlum, og síðan ferðast til merkra staða norðan lands og sunnan. Samvinnan mun væntanlega greina frá þessu merka þinghaldi í næsta hefti. Kanada dregur úr innflutningshöftum. í apríl sl. ákvað Kanadastjórn að draga úr innflutningshöftum landsins að verulegu leyti. Verður innflutningskvóti flestra vöru- flokka aukinn töluvert. Vefnaðarvörukvót- inn verður aukinn um 10 af liundraði, og heimilisvéla- og verkfærakvótinn verða stór- auknir. 13

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.