Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 16
Efri mynd: Hafnarstræti 93 á Akureyri. Þar er Fataverksmiðjan Hekla til húsa, á 2. i hæð. Húsið jer nýtt, eign Kaupfélags Eyfirðinga. Salarkyiuu eru björt óg rúmgóð, verk- j smiðjureksturinn með nýtízku brag. Neðri mynd: Ásgrímur Stefánssoh framkvæmda- Stjóri á skrifstofu sinni. Hann hefur veitt fyrirtækinu forstöðu- frá stofnun þess. — ÞJÓÐLEGUR IÐNAÐUR Stutt frásögn af starfsemi Fataverks: PRJÓNASKAPUR OG VEFNAÐUR eru elztu og þjóðlegustu iðngreinar hér í landi. Allt fram á síð- ustu áratugi var það eitt meginstarf húsmæðra og starfs- liðs þeirra, að prjóna og vefa fatnað á landsmenn. Allt þetta verk var unnið í höndunum, hráefnið var íslenzka . ullin, fatnaðurinn var sterkur og sérlega hentugur í ís- J lenzkri veðráttu. Listfengi margra karla og kvenna naut i sín og ágætlega í ýmsum heimilisiðnaði af þessu tagi. En ) með nýju mtímum koma ný viðhorf. Eftir komu hinnar tæknilegu byltingu, sem orðið hefur hér á landi síðustu áratugina, varð ógerlegt að sjá landsmönnum fyrir fatn- aði með þessum hætti. Erlendu efnin gerðust þá algeng- ari hér, en jafnframt því var tekin upp ný tækni i nýtingu íslenzku ullarinnar. Undirstaða þess var bygging ullar- verksmiðja norðanlands og sunnan, en þýðingarmesta átakið var endurskipulagning Gefjunar fyrir framtak samvinnumanna, og stórframleiðsla á dúkum og bandi úr íslenzkri ull. Á síðari árum hafa orðið stórfelldar fram- farir í nýtingu íslenzku ullarinnar, og þjóðin stendur nú á þröskuldi nýs tímabils í þessum málum. Ný Gefjun, stærri og fullkomnanri en hin eldri, er að rísa upp. Með henni mun kom enn betri tækni og fullkomnari vara úr íslenzku ullinni. í RIÐ 1942 HÓF UNGUR maður á Akureyri að starf- J\ rækja prjónastofu og vélprjóna peysur og sokka úr íslenzku bandi. Hann hafði þegar mikinn áhuga fyrir því að nota sem mest af íslenzku hráefni og tókst þc-gar góð samvinna milli hans og Gefjunar. Það kom fljótt í ljós, að það var mjög hagkvæmt og eðlilegt fyrir slíkt fyrirtæki að vera í nánu sambandi við fullkomnustu uliarverksmiðju landsins. Forráðamenn vcrksmiðjunnar og Sambands ísl. samvinnufélaga höfðu einnig áhuga fyrir því, að efnt yrði til meiri framleiðslu fullunnra vara úr íslenzku bandi en hægt var í hinni litlu prjónastofu. Varð þá að samningum, að Samband ísl. sámvinnu- félaga keypti prjónastofuna og réði fyrir forstöðumann hinn unga mann, sem byrjað hafði á þessari framleiðslu. Hlaut fyrirtækið nafnið Fataverksmiðjan Hekla. Framkvæmdastjóri hefur verið frá upphafi Ásgrímur Stefánsson. Þessi kaup voru gerð snemma á árinu 1948 og á sama ári fékk verksmiðjan til umráða stóraukin húsakynni í hinu nýja verzlun- arhúsi KEA við Hafnarstræti 93 á Akur- eyri. Með kaupunum gekk Sambandið inn í vélapantanir, sem eldra fyrirtækið hafði gert fljótlega upp úr stríðslokum, með það fyrir augum að auka framleiðsl- una og gera hana fjölbreyttari. Jafnframt var undinn bráður bugur að meiri véla- kaupum. Nú fyrir skömmu eru flestar þessar vélar uppsettar og teknir til starfa.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.