Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 18
Aðalfundur "Nordisk Andelsforbund" haldinn í Reykjavík Mynd þessi var tekin af þeiirt hjónum, frú Linnéa og Albin Jo- hansson, þegar þau fyrir nokkru voru stödd i Sambandshús- inu i Reykjavík, en eins og kunnugt er, komu hjónin flug- leiðis hér til landsins með sccnska óþeru- flokknum 10. þ. m. X_JnDANFARNA daga hafa margir menn af norrænu bergi brotnir komið hingað til lands. Á meðal þeirra eru Albin Johansson, forstjóri samvinnu- sambands Svíþjóðar fK.F.) og-Freder- ik Nielsen, framkvæmdastjóri sam- vinnusambandsins í Danmörku (F.D. B.), en þessir menn eru helztu forvígis- merin Norræna Samvinnusambands- ins ('Nordisk Andelsforbund, eða N. A.F.), Albin Johansson formaður þess en Frederik Nielsen framkvæmda- stjóri þess. Alls eru hinir norrænu gestir 29 Frederik Nielsen, framkvtemdastj. N.A.F. og forstjóri F.D.tí. talsins, og er koma þeirra bundin þeim merkisatburði, að aðalfundur Norræna samvinnusambandsins verð- ur haldinn hér í Reykjavík, dagana 24. og 25. júní. Aðalfundur þessara stærstu fjárhags- samtaka á Norðurlöndum er haldinn hér á íslandi í ár, af því að Samband íslenzkra samvinnufélaga er meðlirri- ur N.A.F., en aðalfundir þess eru lialdnir til skiptis í heimalöndum meðlimanna. Norræna samvinnusambandið var formlega stofnað í Frognesætern í Osló, 26. júlí árið 1918. Það verður því réttra 32 ára 26. næsta mánaðar. Nokkru áður en N.A.F. var form- lega stofnað liöfðu komið fram radd- ir um það, að hagkvæmt rnundi fyrir norrænu samvinnusamböndin að efna til samtaka sín á meðal. Lítið gerðist þó í málinu fyrr en 6. marz árið 1918 að Svíar boðuðu til undirbúnings- fundar í Malmö. í framhaldi af þeim undirbúningsfundi var Norræna sam- vinnusambandið síðan stofnað í júlí sama ár. Stofnendur Nordisk Andelsforbund voru samvinnusambönd Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Finnsku sam- vinnusamböndin, O.T.K. og S.O.K., gengu í sambandið árið 1928, en sam- band íslenzkra samvinnufélaga varð fullgildur meðlimur árið 1949. Norræna samvinnusambandið hefur allt frá upphafi liaft aðalbækistöðvar sínar í Kaupmannahöfn. Strax á fyrsta ári nam vöruvelta þess 9,6 milljónum danskra króna. Innkaupin kornust upp í um 75 milljónir danskra króna árið 1939, en á stríðsárunum lagðist starfsemin af skiljanlegum ástæðum að mestu niður. Nú er N.A.F. hins vegar enn á ný í öruggum vexti, og verður nánar skýrt frá reikningum þess fyrir árið 1949 í næsta Irefti Sam- vinnunnar. FLESTIR Iiinna norrænu gesta munu dvelja á Hótel Borg á með- an þeir eru í Reykjavík, en nokkrir þeirra munu búa á Garði. Mun Sam- bandið og samvinnumenn yfirleitt leitast við að gera fulltrúum N.A.F. íslandsförina sem ánægjulegasta. STUTT FRÁSÖGN AF STARF- SEMI FATAVERKSMIÐJUNNAR HEKLU Á AKUREYRI (Framhald af bls. 17). góð, svo sem sjá má af myndum þeim, er fylgja þessari frásögn. Nú vinna í verksmiðjunni um 40 manns. Á sl. ári framleiddi hún vörur fyrir li/^ milljón króna. Vörur hennar eru mjög eftir- spurðar og seljast jafnharðan til flestra verzlunarstaða á landinu. MEÐ STOFNUN og starfrækslu Fataverksmiðjunnar Heklu, sem eflaust á fyrir sér að vaxa og eflast á næstu árum, hefur Samband ísl. sam- vinnufélaga ráðist í þýðingarmikla framkvæmd fyrir ullarvinnsluna í landinu og nýtingu íslenzkra hráefna. Slík stofnun er eðlileg og sjálfsögð við hlið Gefjunar og samfara þeim miklu breytingum, sem þar eru nú í uppsigl- ingu. Sú reynsla, sem fengist helur af starfrækslu hinnar nýju verksmiðju til Jressa, bendir eindrégið til þess að hún verði til hagsbóta fyrir ullariðnaðinn og ullarframleiðsluna og fvrir fólkið í landinu. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.