Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Page 19

Samvinnan - 01.06.1950, Page 19
GREIN BERTRANDS RUSSEL (Framhald af bls. 15) bætist svo, að kommúnistar virðast al- mennt þeirrar skoðunar, að lýðræðis- öflin í heiminum telji stríð óumflýj- anlegt, og þess vegna sé ekkert mark takandi á friðarvilja þeirn, sem kemur fram í daglegu tali okkar. — Á meðan slík trú er almennt útbreidd, virðist mér kjánalegt að gera sér miklar vonir um frið. En er þá engin von til þess, að stríði við Rússa verði afstýrt? Vonin felst fyrst og fremst í sem öflugastri her- væðingu Vesturveldanna, þannig, að þau verði greinilega langtum hersterk- ari en Sovétríkin þangað til nýtt and- rúmsloft skapast í alþjóðamálum. Og það eru ýmis atvik, sem geta orðið til þess að skapa nýtt andrúms- loft í alþjóðamálum á næstu 10 árum. Það er hugsanlegt, að deila komi upp um það, hver eigi að taka við af Stalín. Títóisminn getur breiðzt út; ég er t. d. sannfærður um það, að Kína mun ekki til lengdar sætta sig við að taka við fyrirskipunum frá Moskvu, svo framarlega sem Vesturveldin koma sæmilega fram við kínversku komm- únistana. Óánægja getur grafið um sig í Rússlandi; það er augljóst, að slík óánægja er þegar farin að gera vart við sig í Úkraínu. Með tímanum verða rússnesku embættismenn kommún- ismans líka e. t. v. latir, á sama hátt og embættismenn keisarans urðu latir á sínum tíma. Þá má og ganga út frá því sem gefnum hlut, að hið takmarkaða frelsi, sem vísindamenn Rússlands búa við, verði til þess að Sovétríkin drag- ist aftur úr Ameríku í verkfræðilegu tilliti á næstu 10 árum. Af þessum á- stæðum má telja líklegt, að ef hægt verður að fyrirbyggja stríð í svo sem 10 ár, þá þurfi ekki til styrjaldar að draga við Rússa. Eg sagði áðan, að hernaðarstyrkur Vesturveldanna verði afgerandi urn það, hvort stríð brýzt út eða ekki. Eg er enginn hersérfræðingur, og þess vegna er það ekki mitt hlutverk að segja fyrir um hernaðarlega mögu- leika. En sigur eða ósigur í stríði við Rússland kemur til með að velta á ýmsu öðru en herstyrk. Vestur-Evrópa er langtum andvígari kommúnisma nú en hún var fyrir fáum árum. Kem- ur þetta fyrst og fremst til af Marshall- aðstoðinni. Kína er tapað til Rússa, a. m. k. fyrst um sinn, vegna þess að Vesturveldin studdu Chiang Kai-shek of lengi. Stefna Suður-Afríkustjórnar- innar hefur fært Rússum í hendur mjög sterkt áróðursvopn. Palestína felur í sér óleysanlegt vandamál: Ef Bretland og Ameríka taka afstöðu með Gyðingum, taka Arabar að öllum lík- indum afstöðu með Rússum, ef þeir taka afstöðu með Aröbum, þá fá þeir Gyðinga um heirn allan og í heima- löndum sínum á móti sér; ef ekkert er gert, þá telja báðir aðilar að liinn njóti fríðinda, og alls konar illindi hljótast af. Meiri fræðsla. Eg tel, að langtum meira megi á- orka með fræðslu um þessi mál en liingað til hefur unnizt. Það ætti að leggja áherzlu á að skýra fyrir fólki hin stöðugt vaxandi yfirráð Rússa yfir þjóðunum innan járntjaldsins. Þá ætti og að leggja áherzlu á að upplýsa fólk um hina slæmu efnahagsafkomu al- mennings í Sovétríkjunum. Tító ætti að njóta fyllsta stuðnings Vesturveld- anna, og Vesturveldin ættu að hafa vakandi auga á vísi að Títóisma í Pól- landi, Búlgaríu og Ungverjalandi, og veita jreim mönnum, sem að slíku standa, fyllsta stuðning. Fjórða stefnu- mið Trumans (efna- og verkfræðileg aðstoð til handa þurfandi þjóðum) ætti að framkvæmast til fullnustu. Þá ætti líka að tryggja, að duglegir, djarf- ir og hugsjónaríkir ungir menn fengi skólun í lýðræðisríkjunum á sama hátt og ungir kommúnistar um lieim allan fara til Moskvu til náms. Og við þurf- um að leggja langtum ríkari áherzlu á að láta það koma skýrt og greinilega fram, hvað það er, sem Vesturveldin vilja verja, en Rússar traðka á, og hverju fólkið mundi glata, ef Moskvu- menn brytu undir sig heiminn. Pen- ingum til slíkra starfa mundi langtum betur varið en peningum til raunveru- legs stríðs síðar meir. En raunveruleg hervæðing mun, þegar til lengdar lætur gera út urn það, hvort til stríðs kemur eða ekki. Eg get ekki verið sammála þeim mönnum, sem eru á móti framleiðslu vetnis- sprengjunnar. Hvers konar röksemdir fyrir hindrun á vopnaframleiðslu missa algjörlega þunga sinn, nema því aðeins að þeim sé beitt gegn al- gjörum friði, algjörri afvopnun, af því að það er ómögulegt að hugsa sér, að stríð geti verið þess virði að heyja það, nema því aðeins að það sé þess virði að vinna það með þeim vopnum, sem völ er á. Eg er líka þeirrar skoð- unar, eins og ég hef þegar tekið fram, að aukinn herstyrkur Vesturveldanna verði til þess að draga úr stríðshætt- unni. Eg held, miðað við núverandi ástand í heiminum, að samkomulag um hindranir á framleiðslu atóm- vopna verði til ills eins, af því að hvor aðilinn fyrir sig mundi álíta að hinn sviki samninginn. Næsta styrjöld, ef til liennar kemur, verður stórkostlegasta eyðingin, sem mannkynið liefur orðið fyrir fram að þeim tíma. Mér sýnist, að aðeins ein ægilegri ógn stefni að mannkyninu, nefnilega sú, að valdhafarnir í Kreml nái heiminum undir sig. Til allrar hamingju eru aðferðirnar til þess að fyrirbyggja fyrri ógnina þær sömu og þær, sem nægja til að fyrirbyggja þá síðari: aðferðirnar felast í því að styrkja sem mest varnir þeirra þjóða, sem verja frelsið. Innkaup í Evrópu. Reksturskostnaður Sameinuðu þjóðanna er töluvert mikill, eins og geta má nærri. Til reksturs síns Jrarf stofnunin þúsundir stóla, urmul af borðum, mikið af gluggatjöldum, gólfteppum, skrifstofuvélum o. m. fl. Mikið af innkaupum sínum hafa Samein- uðu þjóðirnar hingað til gert í Bandaríkjun- um. Nú verður hins vegar að öllum líkind- um breyting á þessu. Nýlega fól stofnunin innkaupastjóra sínum, Fred A. Mapes, að fara i tveggja mánaða kynnisferð til Evrópu, og átti hann að afla sér upplýsinga um verð og gæði ýmissa vara fyrir S. Þ. Er meiningin að stofnunin kaupi síðan vörurnar þar sem hagkvæmast þykir. Á meðal landa þeirra, sem Fred A. Mapes heimsækir í þessu skyni, eru Danmörk, Nor- egur, Svíþjóð, England, Frakkland, Belgía, Sovét-Rússland, Holland og Tékkóslóvakía. Júgóslavía vill meiri utanríkisverzlun. Bandaríska blaðið Commercial America skýrði nýlega frá því, að mikill áhugi sé nú fyrir því í Júgóslavíu að auka iðnframleiðslu landsins og utanríkisverzlun. Segir blaðið í þessu sambandi, að Tito hafi látið fara fram endurskipulagningu á stjórnarráði sinu og í því sambandi lagt áherzlu á að dreifa valdi og yfirráðum stjórnardeilda yfir ýmsum fjár- mála- og viðskiptastörfum. Vonar hann, að með því aukna athafnafrelsi, er ætti að koma í kjölfar þessara ráðstafana, fari aukin fram- leiðsla og hagkvæmara rekstursfyrirkomulag. 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.