Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 20
KUt uf stœrstu vandamálum landbúnaðarins í Marokkó er óreffluleR or oft ófullnæKÍ- andl reKntímabil. Það hefur því verið lögð áherxla á að bygfja áveltur sem víðast í landinu. Mynd þessi er af IM FOUT stíflunni, sem búin var til í þvi augnamiði að skapa stöðuvatn, sem hægt væri að nota tll vatnsáveitu i þurrkatímum, og til rafmagns. MAROKKÓ- Gamalt land í nýjum fötum HIN svokallaða vestræna menning haíði ekki náð að setja svip- mót sitt á Marokkó í byrjun þessarar aldar. Hins vegar er nú svo komið, að vélamenningin, gróðahyggjan, sérgreining atvinnu- hátta og mörg önnur séreinkenni hinnar vestrænu menningar liafa rutt sér til rúms í þessu vestur- afríska landi, sérstaklega þó í borg- unum. Marokkó skiptist í þrjú stjórnarsvæði. Hið stærsta þeirra er Franska Marokkó. Þar næst er Spænska Marokkó, og loks er al- þjóðasvæðið Tangier. Allt landsvæði Marokkó er 218.525 fermílur að stærð. Franska Marokkó er 200.000 fermílur; Spænska Marokkó 18.300 fermílur, og Tangier er 225 fermílur að stærð. Landið takmarkast af Atlants- bali að norðvestan, af Miðjarðarhafi að norðan, af Algier og Suður- Algier að austan og sunnan, en af Rio de Oro að suðvestan. Frakkar náðu yfirráðum yfir sínu verndarsvæði í Marokkó árið 1912. Þar með hófst framfaratímabil í vestrænum skilningi. Var þá byrjað að veita fjármagni inn í landið, iðnmennta íbúana ,og fá þá til þess að breyta um lífsvenjur og búskaparhætti. Einunr manni fremur öðrum er þakkað, að Marokkómenn vönd- ust smátt og smátt vestrænum hugsunarhætti og vestrænum atvinnu- liáttum. Þessi maður er Lyaute marskálkur, sá, sem varð fyrsti franski landshöfðinginn í Marokkó. Sidi Mohamed, soldán í Marokkó, lýsti áhrifum Lyaute marskálks með eftirfarandi orðum í ræðu árið 1931: „Lyaute er hinn mikli Fransmaður, sem leysti þá þraut að vernda rótfastar erfðavenjur okkar Marokkómanna um leið og hann vandi okkur á nútímahugsunarhátt og nútímaskipulagningu, sem hver einasta Jrjóð verður að kynnast, ef hún á ekki að tortímast." Hagnýting auðæfa á byrjunarstigi. Þau tæp 40 ár, sem Frakkar hafa verið í Marokkó, hafa verið mikil framfaraár í landinu. Sérstaklega hefur Jró borið á þessu hin síðari ár. Samt verður varla annað sagt, en að það hafi rétt aðeins verið byrjað á að hagnýta auðæfi landsins; Enn er ekki vitað með vissu, hversu mikið af málmum og öðrum hráefnum er í Marokkó. Það er þó vitað, að Jrar er mikið af fosfór, og er landið eitt mesta fosfórvinnsluland í heimi. Arið 1936 voru 2.300.000 smálestir af fosfór unnar í landinu, og á síðustu árum hefur framleiðslan enn aukizt. Marokkó er þriðja mesta cobaltvinnsluland heimsins, en Belgiska Kongó og Rhodesía eru, eins og kunnugt er, mestu cobaltvinnslu- lönd veraldarinnar. Þá er og unnið mikið af kolum (220.000 smál. árið 1946), járni, mangan (55.180 smál. árið 1946), blýi, zínki, nikkel og olíu. Mikill landbúnaður. Marokkó er mikið landbúnaðarland. Um J)að bil 24 milljón ekrur lands eru undir rækt. Mest er ræktað af hveiti (660.000 srnál. árið 1946), byggi (600.000 smál. árið 1946), höfrum (30.000 smál. árið 1946), maís (190.000 smál. árið 1946). Auk Jæss er mikið ræktað af

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.