Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 21
alls. konar baunum, kartöflum, vín- viði og fleira. Olífuolía er mjög þýð- ingarmikil framleiðslugrein í Mar- okkó. Meðalársframleiðsla er talin vera 10.000 smál. af olífuolíu. Þá er og mjög mikið ræktað af ávöxtum, sérstaklega þó súrum ávöxtum, svo s^n sítrónum og appelsínum. Landbúnaðarframleiðsla í Marokkó hefur mætt tveimur aðalvandamálum. Þau eru í fyrsta lagi fastheldni fólksins við forna búskaparhætti og í öðru lagi oft ófullnægjandi og alltaf óregluleg rigningartímabil. Þrátt fyrir áhrif Frakka í landinu, þá lifa enn margir Marokkómenn hinu forna hirðingjalífi víða í land- inu. Reika ]Deir um með hjarðir sínar og lifa af þeim frá degi til dags án þess að hirða hið allra minnsta um að breyta til og taka upp búskaparhætti vestrænnar menningar, ásamt með efnahags- og framleiðsluskipulagi þeirra. Þó eru þeir nú orðnir langt- um fleiri, sem hafa tekið við fræðslu Frakka og breytt búskaparháttum sín- um. Allt síðan 1921 hefur verið unnið að því að koma á áveitum hér og þar til þess að vinna á móti hinum óreglu- legu rigningartímabilum í landinu. Hefur þetta gengið misjafnlega, en aðallega hefur verið unnið að því að grafa áveituskurði úr ýmsum ám, sem renna úr Atlasfjöllum. Iðnaður og fiskveiðar. Enn er það almennt svo í sveitun- um í Marokkó, að fólk býr mest að sínu og fullnægir velfestum þörfum sínum. í bæjununr er svipmótið orðið allt annað. Þar er sérgreiningin, pen- ingahagskipunin og vélamenningin búin að festa rætur. Fez er t. d. mikil vefnaðarborg, og leðuriðnaðurinn frá Mekés er frægur um alla Evrópu. Þá er og mikill teppaiðnaður í Marokkó, og jrykja teppin þaðan mestu gersemi. Marokkómenn stunda sardínu- og túnfiskaveiðar allmikið, og jrað er mikil fiskniðursuða í landinu. Þá er og mikið soðið niður at alls konar grænmeti og ávöxtum. Brugg og olífu- lramleiðsla er og mjög mikil. Þar er og töluverður tóbaksiðnaður. í gildi eru alþjóðasamningar um jafnréttisaðstöðu til viðskipta í Mar- okkó, en stjórnin tekur 12.5 af hundr- aði í toll af hverri vörutegund, sem flutt er inn í landið. Fólkið. Það eru aðallega tveir jijóðflokkar í Marokkó. Þeir eru hinir svokölluðu Berberar og Arabar. Auk Jress er þar töluvert af Gyðingum og Evrópubú- um. Arið 1947 var íbúafjöldi Franska Marokkó 8.617.387. Þar af voru Gyð- ingar 325.000 og Evrópubúar 266.000. Af Evrópubúunum var mest af Frökk- um og Spánverjum. íbúafjöldi Spænsku Marokkó hefur verið áætlaður 795.000 (1936) og Tan- gier 100.000 (1941). Mikil jrjóðflokkablöndun hefur átt sér stað meðal íbúa Marokkó. Sérstak- lega hafa Arabar og Berberar bland- azt. Berberar eru fjölmennastir í land- inu, enda hafa jreir búið þar lengst. Arabíska er hins vegar töluð meira en önnur mál, og er Jretta alveg sérstak- lega áberandi síðan Frakkar fengu verndargæzlu landsins árið 1912. — Frönsk áhrif hafa ekki orðið verulega á málið í landinu fyrr en á síðustu ár- um, og þá fyrst og fremst í borgun- um. Bæði Berberar og Arabar eru Mú- hameðstrúarmenn. Þeir búa mest í sveitunum og smærri þorpunum. Gyð- ingarnir búa hins vegar nær því ein- göngu í borgunum, og sama er að segja um Evrópubúana í landinu. Fni Marokkó: Túnfiskaveiði er talsverð. Veiðimennirnir stökkva niður i netin, er þeim hefur verið lokað utn fiskana, og drepa þá með hnif.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.