Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 22
Stjórnarfar. Soldáninn í Marokkó er æðsti mað- ur landsins. Titill hans er Emir el Múmenin, en það þýðir lávarður hinna rétttrúuðu. Hann liefur æðsta vald í trúar- og stjórnmálalegum mál- efnum og setur lög með svokölluðum Dahirs, en það eru tilskipanir, sem gilda sem lög fyrir Marokkómenn. Skrifi franski landsstjórinn undir Da- hirs, þá gilda tilskipanirnar líka sem lög fyrir hina frönsku íbúa landsins. Soldáninn stjórnar með aðstoð ráð- gjafa sinna. Æðsti ráðgjafi hans er eins konar forsætisráðherra, en auk þess eru margir ráðgjafar í sérstökum greinum. Landsstjóri Frakka í Mar- okkó er eins konar utanríkisráðherra fyrir landið, og hann hefur yfirstjórn hermála og lögreglumála. Auk þess er hann yfirmaður allra franskra emb- ættismanna í landinu, svo framarlega sem störf þeirra falla ekki beint undir yfirráð soldánsins eða ráðgjafa hans. í Spánsku Marokkó stjórnar kalífi í umboði soldánsins. Velur soldáninn kalífann úr hópi manna, sem spánska stjórnin stingur upp á. Alþjóðasvæðinu Tangier er stjórnað af 27 manna ráði, og er fulltrúi sol- dánsins forseti þess og æðsti maður innanríkismála. Söguágrip. Marokkó á sér langa og merkilega sögu, eins og flest löndin við Miðjarð- arhafið. Berberar eru taldir að vera hinir upphaflegu byggjendur lands- ins. Rómaveldi náði Marokkó undir sig á veldisárum sínum, en árið 429 féll landið í hendur Vandala. Vand- alir héldu yfirráðum í landinu þar til rómverski hershöfðinginn Belisarus sigraði þá í orustu árið 533. A sjöundu öldinni flykktust Arabar inn í landið og þegar Gyðingum var vikið frá Spáni með tilskipun Toledo-ráðstefn- unnar árið 694, fluttust mjög margir Gyðingar til Marokkó. Það gekk á ýmsu um stjórn lands- i'ns allt frá áttundu öldinni og fram á 19. öld. Einn höfðinginn af öðrum náði völdum, og einn höfðinginn af öðrum missti aftur yfirráð sín yfir landinu. Talið er, að á árunum 1492—1500 hafi 800.000 Gyðingar og Márar flutzt frá Spáni til Marokkó. Hafði þetta 22 mikil áhrif á styrkleika ríkisins síðar- meir. Árið 1814 var þrælahald afnumið, og víkingaferðir voru bannaðar árið 1817. Þegar nær dró 20. öldinni, fór að bera á yfirgangi Evrópulandanna í í Marokkó, og rákust metnaðarmál Frakka og Þjóðverja sérstaklega á í þessu sambandi. Gekk á ýmsu, þar til árið 1911, að ráðstefna var haldin, og á henni sömdu Frakkar og Þjóðverjar um metnaðarmál sín í Marokkó. Frakkland lofaði Þjóðverjum full- kominni jafnréttisaðstöðu til viðskipta í Marokkó og létu þeim í té 250.000 ferkílómetra svæði af norðurhluta Franska Kongó, en Þjóðverjar viður- kenndu í staðinn verndaryfirráð Frakka í Marokkó. Franska verndar- svæðið var svo endanlega stofnað með samningum, sem birtir voru 30. marz 1912, og stóð soldáninn í Marokkó og franska stjórnin að þeim, en Stóra- Bretland, Þýzkaland og önnur stór- veldi heims á þeim tíma, lögðu bless- un sína á samningana. Spænska yfirráðasvæðið var stofnað 27. nóvember 1912, með fransk-spánsk- um samningum. Tangier-svæðið var svo stofnað 18. desember 1923, og end- anlega var frá því samkomulagi geng- ið 25. júlí 1928. Marokkó var haldið utan við fyrri heimsstyrjöldina, en eftir fall Frakk- lands í júní 1940 komu mjög margir þýzkir ,,túristar“ til Marokkó. í júní 1940 gerðu innlendar herdeildir undir yfirstjórn Spánverja innrás í Tangier, og lýsti yfirmaður herdeildanna yfir endalokum alþjóðaverndarsvæðisins, eftir að hann hafði tekið landið. í nóv- embermánuði 1942 komu bandarískar herdeildir til Marokkó. Frakkar þeir, sem fóru með stjórn landsins í umboði hins hernumda Frakklands, og raun- verulega í umboði Þýzkalands, voru settir frá völdum. Síðar tóku herdeild- ir frá Marokkó þátt í innrásinni í Frakkland. Eftir að stríðinu lauk, hefur borið langtum meira á áhrifum vestrænnar menningar í Marokkó en áður. Nú er unnið að því að meiri krafti en nokkru sinni fyrr að iðnmennta þjóðina, auka framleiðsluafköst hennar og hagnýta landið til fullnustu. Enn verður samt varla annað sagt, en að rétt aðeins hafi verið byrjað á að kanna auðlindir landsins, og enn er það langt frá því að vera hagnýtt til fullnustu. Iðnbyltingin er raun- verulega á byrjunarstigi, en líklegt má teljast, að ekki líði margir áratugir, þar til Marokkó verður eitt af hinum iðnmenntuðu og fullnýttu löndum, sem einkennast fyrst og fremst af hugs- unarhætti og framleiðsluháttum hins vestræna heims. RANGHVERFA (Framhald af bls. 6) og hinn helminginn við móttöku hand- rits? — Omögulegt, góði. Og aftur lét ég hann heyra, að þolinmæði minni væru takmörk sett. Ég hef bókstaflega ekki leyfi til að víkja frá þeim samningsgrundvelli, sem við höfum samþykkt í félagi 1. flokks rithöfunda. Það væru svik við stéttina. Ég ráðlegg þér að snúa þér til þeirra í félagi 2. eða 3. flokks rithöfunda. Þar eru margir efnilegir ungir menn. Kannske tekst þér að ná sæmilega öruggum samningi hjá einhverjum þeirra. — En fólk vill bara ekki kaupa bækur eftir aðra en beztu höfundana, sagði hann í örvæntingu. — Já, smekkur fólksins er sem betur fer alltaf að þroskast. En annars eru margir að verða ágætir þarna í félagi 2. flokks rit- höfunda. Svo stóð ég upp og klappaði honum hug- hreystandi á öxlina. — En umfram allt megið þið, sem hafið ákveðið að helga ykkur útgefendastarfinu, ekki gefast upp. Bara að halda áfram að gefa út og gefa út. Einhvern tíma kemur að því, að þið hljótið viðurkenningu. Síðan rétti ég honum höndina í kveðju- skyni.... EN ÞAÐ var enginn í stólnum — enda var þetta ekki stóll, sem ég horfði á, heldur gamall, tómur sykurkassi og á honum stóð þvottaskálin mín með skólpinu frá því í gærkvöldi. Undir súðinni í þakherberginu mínu var ég vaknaður til lífs staðreyndanna — meðal annars þeirrar, að senn var runn- inn dagur og ég átti engin föt til að fara í nema þessi, sem gerðu mig að aumingja, og fornsalinn hafði ekki viljað. Drottinn minn! Hversu sæll væri ekki sá, er gæti litið til framtíðarinnar sem fornbók- sali. Markaðsleitir og sölumennska. Hollendingar leggja nú mikla áherzlu á að auka iðnframleiðslu sína og utanríkis- verzlun. I maímánuði gekkst hollenzka stjórnin fyrir því, að fultrúar frá ýmsum framleiðslufélögum Hollands færu í sölu- ferðir um hart nær allan heiminn. Fulltrú- arnir áttu að taka með sér sýnishorn af iðn- framleiðsluvörum firma sinna og heimsækja m a. Egyptaland, Indland, Singapore, Hong Kong, Japan, Hawaii, Bandaríkin, Peru, Chile, Uruguay, Brazilíu, Belgisku Kongó, Suður-Afríku, Israel og Nairobi.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.