Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Page 23

Samvinnan - 01.06.1950, Page 23
KONURNAR OG SAMVINNAN Jafnrétti kvenna og karla Frœgar konur r \ á kvenrétt- indaráðstefn- unni i Lake Success. Talið frá vinstri: Dorothy Ken- yon, dómari, U.S.A.; frú Lakshimi Me- non, Indlandi, og frú Ruth Tomlinson frá Englandi. Kvenréttindahreyfing- IN á sér orðið langa sögu, bæði hér á landi og erlendis. Á síðari öldum liafa víða um heim verið uppi kvenskörungar, sem hafa and- mælt því óréttlæti, að karlar njóti ýmissa þjóðfélagsréttinda fram yfir konur. Til að vinna máli sínu fylgi og koma því á framfæri, stofnuðu konur félög, hin svonefndu kven- réttindafélög, sem háð hafa langa og stranga baráttu. Félög þessi hafa víða unnið merkileg störf; þau hafa stöðugt unnið á og eru enn að vinna á. Sem dæmi um árangur kvenrétt- indabaráttunnar má nefna það, að fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu konur kosningarrétt í aðeins fjór- um löndum heims, þ. e. Ástralíu, Nýja Sjálandi, Finnlandi og Nor- egi. í lok styrjaldarinnar 1918, höfðu konur kosningarétt í eftir- töldum löndum: Kanada, Dan- mörku, Bandaríkjunum, Hvíta Rússlandi, írlandi, íslandi, Sovét- Rússlandi, Stóra Bretlandi og Ukra- inu, og í dag hafa konur kosningar- rétt í 51 landi. En það er fleira en stjórnmála- legt jafnrétti, sem kvenréttinda- hreyfingin hefur látið sig varða. Efnahagslegt jafnrétti karla og kvenna er eitt af stærstu baráttu- málum kvenréttindahreyfingarinn- ar um heim allan í dag. Nýlega var á það minnst á ráð- stefnu Verkamálastofnunarinnar (I. L. O.jí Geneva, að æskilegt væri, að stofnunin beitti sér fyrir því, að samin yrði alþjóðalöggjöf, sem þjóð- ir S. Þ. myndu taka upp. Með þeirri löggjöf átti að tryggja konum fyllsta efnahags-jafnrétti á við karla. „Sömu laun fyrir sömu vinnu,“ átti að verða að veruleika samkvæmt þessum tillögum. FULLTRÚAR 11 landa: Belg- íu, Chile, Cuba, Tékkó- slóvakíu, Frakklands, Israel, Mexi- co, Filippseyja, Póllands og Austur- ríkis, lögðu til, að Verkamálastofn- unin kynnti sér rækilega stöðu kvenna hjá ýmsum þjóðum heims og undirbyggi alþjóðalög um jafn- rétti karla og kvenna, ef ástæða þætti til. Önnur lönd töldu æski- legt, að slík rannsókn færi fram, en töldu hins vegar ótímabært, að alþjóðalög yrðu sett um þetta efni. Af því, sem að framan segir má að nokkru ráða, hver áhrif kven- réttindahreyfingin hefur haft í heiminum. Nú þykir það víðast sjálfsagt, að konur hafi stjórnmála- legt jafnrétti við karlmenn, og svo mikill skriður er kominn á barátt- una fyrir efnahagslegu jafnrétti, að líklegt er, að ekki líði langt þar til sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu. Það er verið að stíga stórt skref í kvenréttindamálum um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað saman sérstaka kvenréttinda- ráðstefnu, og hóf ráðstefnan störf í Lake Success þ. 8. maí s. 1. Hlut- verk þessarar ráðstefnu, sem konur frá flestum menningarlöndum heims sækja, verður að rannsaka eftirfarandi: (1) Breytingu refsilöggjafar við konur, (2) eignarrétt giftra kvenna, (3) stjórnmálalegan rétt kvenna, (4) þjóðernisrétt giftra kvenna, (5) starfsemi kvenna innan S. Þ., (6) sömu laun fyrir sömu vinnu, (7) stöðu kvenna innan verndarsvæða og meðal ósjálfstæðra þjóða, (8) hvern þátt konur geti tekið í iðn- menntun frumstæðra þjóða. Það er ekki að efa, að ýmislegt gott muni af þessari ráðstefnu leiða, og konur um allan heim fagna því, að málefni þeirra eru nú tekin fyrir á jafn virðulegum stað og hjá Sameinuðu þjóðunum. Fyrsta skref- ið í áttina til fyllsta jafnréttis, er að kynna sér það misrétti, sem á sér stað. Að svo búnu þarf að kynna það öðrum, og úr því fer að verða tímabært, að gera raunhæfar og rök- studdar tillögur til úrbóta. Það er einmitt þetta, sem kvenréttinda- ráðstefnan mun gera. NORSKU KVENNAGILDIN Innan norsku kaupfélaganna starfa 184 kvennagildi, sem síðan mynda samvinnusamband kvenna. (Norges Kooperative Kvinnefor- bund). Tilgangur gildanna er: ,,Að auka félagsmannatölu kaupfélag- anna, vinna að útbreiðslu sam- vinnuhugsjónarinnar og kynningu á starfsaðferðum hennar og stefnu- miðum, með fyrirlestrum, út- breiðslufundum og samvinnu við önnur kvenfélög, til þess að hafa á þann hátt áhrif á viðhorf þeirra,“ ■eins og segir í nýlegri frásögn af þessari starfsemi í norska samvinnu- blaðinu. 23

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.