Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 24
FORELDRAR OG BORN Vandamál vandræðabarnsins SJÖ ára snáði kemur kjökrandi heim, með skrámu á enninu. Nýja hvellhettubyssan hans er horf- in. Hann segist hafa týnt henni. En mamma veit betur: „Það er auð- vitað strákskömmin í nágrannahús- inu," segir hún. ,,Þú mátt alls ekki leika þér við hann. Það er marg- búið að banna þér það." En við hvern á hann þá að leika sér? hugs- ar hún með sjálfri sér. Þessi vandi, að búa með börnum nágrannans, — ekki aðeins þeim, sem eru ágeng, heldur og hinum, sem láta eins og kjánar, hrína og væla af engu, — er eilífur í uppeld- inu. Um þessi mál er fjallað á for- eldrafundum og í barnaverndarfé- lögum og þó oftast heima fyrir, þar sem málið er á dagskrá vikulega. „Hvað á maður að gera við svona börn?" spurði sárreið móðir á ein- um slíkum foreldrafundi fyrir nokkru. „Hjá okkur hagar ekki svo til, að drengurinn minn geti valið sér leikbræður. Stundum finnst mér ég eigi bara að hafa hann heima og sleppa honura ekki út, en ég veit þó, að'það væri ekki hollt fyrir hann heldur." Þessi spurning gengur aftur og aftur, einkum þar sem fjölskyld- urnar eru fámennar. Sjaldan heyr- ist fullnægjandi svar. Oftast hljóm-. ar það á þessa leið: ,,Það er ekkert hægt að gera við annarra manna börn." Og vitaskuld er það rétt að nokkru leyti, en ekki þó að öllu leyti. Nýlega kom út í Bandaríkjunum leiðbeiningarpési um þetta vanda- mál, saminn af prófessor nokkrum við kennaraháskóla þar í landi. Hann er sniðinn fyrir kennara, en samt er þar að finna ýmsar ábend- ingar, sem hafa almennt gildi. Hér á eftir verður vikið að nokkrum atriðum. MÆÐUR og feður, a. m. k. þau, sem kæra sig nokkuð um, hvað nágrannarnir tala um þau — geta alls ekki skipt sér af þvf, hvernig nágrannarnir ala upp börn sín. En þar með er ekki sagt, að óviðkomandi fólk geti ekki hjálpað börnunum á erfiðleikatímabilum þeirra. Fyrsta skrefið til þess er að læra „tungumál hegðunarinnar", segir prófessorinn. Drengurinn, er vill kúga önnur börn, barnið, sem hangir í pilsum móður sinnar, barnið, sem er alltaf að leika og sýnast, barnið, sem nagar neglurnar eða togar í hár annarra barna, er að segja okkur ævisögu sína á sinn hátt. Segja frá sjálfu sér. Á eins, tveggja, þriggja, fjögra og fimm ára aldrinum getur lífið virzt óblítt, harðhent og vondauft í augum bamsins. Sum börn nota árás á önnur sem vörn, en önnur leggja jafnan á flótta. Öll þarfnast þau lijálpar þeirra, sem fullorðnir eru. EN hvað á að gera? Óhamingju- söm börn verða það ekki á einni nóttu. Og þau læknast held- ur ekki á skammri stund. Undir- staða viðhorfs hinna fullorðnu á að vera sú vitneskja, að öll börn þarfn- ast svipaðra hluta. Þau þurfa ást og umönnun, þau þurfa sjálfstæði. Þau þurfa samúð og aðstoð leiksyst- kinanna. Þau þurfa að eiga þá til- finningu, að þau geti gert meira, lært meira og orðið meira. Þetta eru undirstöðukröfur barnsins til lífsins, og þessar kröfur hrekja börn út á þá braut að vera „slæm" á stundum, ekki síður en „góð". Tökum barnið, sem vill kúga leiksystkinin til dæmis. Enda þótt ýmsum foreldrum þyki erfitt að kingja því, er það samt staðreynd, að slíkt barn er óhamingjusamt, mjög oft hrætt og áhyggjufullt. Eitthvað leggst með þunga á sálar- lif barnsins. Það getur ekki ráðizt á þetta, en það getur ráðizt á önnur 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.