Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Síða 26

Samvinnan - 01.06.1950, Síða 26
Á förnum vegi MIKLAR krölur á hendur hverjum ein- staklingi eru gerðar í þjóðfélagi voru í dag. Kröfur unt þegnlegt samstarf, aukin vinnuafköst og stórar persónulegar fórnir í baráttunni gegn kreppu og efnahagslegu hruni, sem ógnar þjóðinni. Og mikill meiri- hluti landsmanna leggur á sig erfiðið og sýnir velviljann I verki. Enda er það einasta leiðin — ella tekur hrunið við. I'eir, sem ekki vilja vera með í þessu starfi, verðskulda fyrirlitningu. Og þeir, sem not- færa sér hið alvarlega ástand til spákaup- mennsku til þess að auðga sjálfa sig, verð- skulda meira en fyrirlitninguna. Þeir eiga skilið að meðhöndlast sem skemmdarvargar, er setja ber út fyrir hlið mikilvægra athafna í jrjóðfélaginu. Dagblaðið .... birti nú ný- lega ritstjórnargrein og skýrði frá eftirfarandi atviki: „Kaupsýslumaður kémur til útlanda til þess að kaupa vörur. Hann fær tilboð um stórt „parti“ fyrir hálfvirði, ef hann vill að- eins gera kaupin strax. Kaupsýslumaðurinn svarar: „Eg hef engan áhuga fyrir hálfvirði. Agóðahlutur rninn er af verðlagsyfirvöldun- um ákveðinn hundraðshluti af verði vörunn- ar. Hálfvirði jtýðir því það sama og hálfur ágóði fyrir mig. Eg skal greiða fullt verð, ef þéi hafið ekkert á móti Jtví. Það er skiljanlegt, að kaupsýslumaðurinn hagi sér þannig. Það er líka skiljanlegt, að seljandinn reki upp stór augu og spyrji, hvers konar skipulag Jtað sé, sem hafi Jrannig í för með sér aukin dollaraútgjöld fyrir dollarafá- tækt land, því að Jtað var í Bandaríkjunum, sem Jtetta gerðist, og sagan er sönn, og ekki samansett á neinni ritstjórnarskrifstofu." AÐ er liægt að fullyrða, að þessi saga hefur vakið mikla athygli, en fólk hefur tekið henni öðruvísi en dagblaðið spáði. Það hefur orðið að endurskoða aðalatriðið í frá- sögninni. Og Jtað er: Viðkomandi fulltrúi hins frjálsa framtaks hefur keypt viirur í út- landinu og boðizt til þess að greiða tvölalt verð fyrir þær. A þennan hátt tryggði hann sjálíum sér tvöfaldan ágó>ða. I augum sumra er Jtetta talið „smartness", og viðkomandi telur sjálfsagt sjálfur, að hann sé mjög æfður kaupsýslumaður. En hver er það, sem borgar brúsann? Það eru neytendurnir, sem verða að greiða tvöfalt verð fyrir vörurnar. Vér vitum, í hvaða kaupsýslugrein viðkomandi maður er, en J>að skiptir raunar ekki máli. Ef til vill eru það heimilin, sem hafa fengið skellinn i sig, eða einstakir starfshópar, sem þarfnast hrávöru og rekstrarvöru. Kannske eru það bændurnir eða sjómennirnir, sem verða að greiða gífurlegt verð fyrir vélar og tæki — sannkallað svindilverð. Þegar öll kurl koma til grafar, hittir þetta bragð alla lands- menn. Það er soiglegt að horfa á blað, sem prédikar sanngirni og réttlæti í viðskiptum, telja þessar aðlarir „skiljanlegar", og Jtannig taka að verja sjóræningjana í efnahagslífinu. 26 SAGA J>essi hefur fleiri hliðar. Hún sýnir mjög glögglega, hversu tímabært er orð- ið að verða við kröfum kaupfélaganna um aukna kvótahlutdeild. Neytendurnir í land- inu hafa rétt til þess að krefjast [>ess, að hin- um litlu gjaldeyrissjóðum sé forðað frá svo samvizkulausri spákaupmennsku, og að ráð- stöfun J>eirra sé þannig, að jafnan sé iiruggt eftirlit með notkun Jieirra. Vér ]>ekkjum enn aðeins eitt dæmi um svindilbrask af þessu tagi. En líkindin benda til, að kaupsýslumaðurinn, sem gerður var að umtalsefni í dagblaðinu, eigi sína kollega — menn, sem auðga sig á hinu erliða ástandi, sem ríkir í landinu.... Viðskiptamálaráðu- neytið hefur lýst [jennan verknað „brot á fyrirmælum ráðuneytisins, sem sett eru öllum landsmönnum með skírskotun til [>egnskapar og skilnings á erfiðleikum þjóðarinnar á hættutímum". Þarna er varla of l'ast að orði kveðið, og mætti auðveldlega réttlæta mun harðskeyttari ummæli. Hér heíur herfilegt trúnaðarbrot átt sér stað. Og þeim seku ber að refsa samkvæmt ]>eim málavöxtum. HEFUR lesandinn skilið það, sem á und- an er ritað, sem [>að væri ritstjórnar- grein og lýsing á einhverju, sem hefur gerzt héi á landi? Svo er þó ekki. Greinin hér að ofan er ]>ýðing á ritstjórnargrein í norska samvinnublaðinu „Kooperatören". Dagblað- ið, sem nefnt er, er Osloblaðið „Verdens Gang“. — Gæti þessi grein verið skrifuð af íslendingi, um atburði sem hér hafa gerzt? EINN HEIMUR: ósamhljóða skoðanir Hugmyndin um alheimsstjórn og einn heim er sífellt mikið rædd um lönd, en virðist samt eiga óralangt í tand. Hér fara á eftir umsagnir manna í ýmsum löndum um horfurnar: Svíþjóð Sendisveinn: „Bandaríki veraldar? Ágæt Jiug- mynd. Og þó, Bandaríkin, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, England og Frakkland verða eitt ríki, en ekki Þýzkaland og Kína og Rússland. Þann- ig fer það sjálfsagt.“ Forstjóri: í alheimsríki verður að vera frelsi til þess að flytja búferlum landa í milli. í því tilfelli mundu Bandaríki Norður-Ameríku offyllast af innflytj- endum, hins vegar mundi smárkjum, eins og t. d. Svisslandi naumast leyfa „Síðasti dauðadómurinn“. Teikning eftir Vicky í London News Chronicle. mikinn innflutning af ótta við vand- ræði og lækkaðan lífsstandard.“ Ritstjóri i Stokkhólmi: „Hugmyndin um einn heirn, eina stjórn og allsherjar bandaríki er góð og gagnlegt að eiga fallegar hugsjónir. En tírni framkvæmdanna er ekki kom- inn. Veröldin þarf að minnsta kosti 10 ár enn til að jafna sig.“ Þýzkaland Iðnnemi í Hamborg: „Það væri ágætt ef hvert land hætti að eyða stórfé til landvarna. Alheims- stjórn mundi tryggja alheimsfrið. En ég sé ekki hvernig hægt er að hugsa sér slíkt í alvöru meðan Rússland er á landabréfinu. Og þó búum við á þessum hnetti með þeim, og með okk- ur hatur okkar og ósamkomulag.“ Holland Lj ósmy n dasm iður: „Ég skal lýsa alheimsborgara fram- tíðarinnar fyrir þér. Hann er margar þjóðir í sömu persónunni. Þegnskylda hans er dreifð um allar jarðir. Hann er trésmiður í Sviss, talar svissnesk- þýzka mállýzku, og er undir áhrifum þýzkrar menningar. Hann er trúr þegn kantónu sinnar í Sviss, alþjóðasam- bandi trésmiða og páfanum í Róm. En Jregar trúarskoðanir hans og þegn- (Framhald á bls. 28)

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.