Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 27
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: CRIPPS skoSar stjórnmál sem þjónustu STÓRHÝSI brezka fjármálaráðuneytisins við Whitehall í London, er byggt úr gráum og drungalegum steini. En þegar sól- in skín á suðurhliðina, lifnar hið aldna hús og verður í senn virðulegt og hlýlegt. Við glugga þessarar suðurhliðar er stórt skrifborð í snoturri og smekklega búinni skrifstofu. Borðið er þakið skjölum, en samt ber það ekki merki óreiðu. Frá skrifborðinu er góð útsýn til þinghallarinnar og Westminster Ab bey. Fer vel á því, að þessar tvær stofnanir séu eins og mynd í ramma, út um gluggann að sjá, því að við þetta skrifborð situr Sir Richard Stafford Cripps, fjármála- og efna- hagsmálaráðherra Stóra-Bretlands. Hugmynd- ir hans um líf mannsins hafa jafnan verið tengdar þeim hugsjónum, sem bundnar eru þessum tveim stofnunum: Þjónusta við land sitt og drottin sinn. SIR STAFFORD er í senn umdeildasti og valdamesti persónuleikinn á stjórnmála- sviði Bretlands eftir styrjöldina. Skoðanir manna um hann og störf hans — sem snerta líf og hag hvers borgara í landinu — eru afar skiptar. Margir telja hann hálfgerðan mein- lætamann, sem finni fróun í því að gera líf annarra eins súrt og sitt eigið. Blöð íhalds- flokksins kalla hann hættulega róttækan og telja að hann muni eiga eftir að leggja efna- hag landsins í rúst. Margir af hinum róttæku skoðanabræðrum hans eru og tortryggnir í hans garð. Þeir telja hann aðeins róttækan hugsjónamann, sem í hjarta sínu fylgi enn hinum gömlu, rótgrónu hefðarfjölskyldum landsins — en hann er vaxinn upp úr einni þeirra — og milljónafyrirtækjunum, sem greiddu honum konungleg laun á fyrirstríðs- árunum, er hann var lögfræðilegur ráðunaut- ur þeirra. En afstaða almennings, að svo miklu leyti, sem um slíka heildarafstöðu er að ræða, virðist vera hálfundrandi aðdáun. Jafnvel stjórnarandstöðublöðin, sem hella úr skálum reiði sinnar yfir hann flesta daga vikunnar, geta þó ekki látið vera að dást að honum annað slagið. Þegar Sir Stafford hvarf heim frá sendiherrastarfinu í Moskvu árið 1942, taldi Gallup-stofnunin, að vinsældir hans væru jafnvel meiri en Churchills. Brezk- ur almenningur virtist þeirrar skoðunar, að hann hefði, meira en nokkur annar, unnið að því að fá Rússland í styrjöldina með Bandamönnum. En hverjar skoðanir, sem menn hafa á Sir Stafford og störfum hans, og hvort sem menn eru honum sammála eða ekki, játa flestir, að líf hans og starf sé ljós vitnisburður um mann, sem trúir örugglega á réttlæti og vísdóm sinna eigin verka, hvern- ig svo sem aðstaða hefur verið, er hann ákvað að framkvæma þau. Ef til vill má bezt lýsa fjármálaráðherranum þannig, að hann sé mjög óvenjulegur maður, sem er að reyna að gera þessa öld að tímabili hins venjulega manns. Hann telur það augljóslega skyldu ríkisstjórna, að bera ábyrgð á heilsu og ham- ingju allra þegnanna, og hann telur þegn- ana eiga heimtingu á því að ríkið taki þessa ábyrgð á sínar herðar. ÞESSI ídealismi Cripps og hin föðurlega umhyggja hans fyrir þegnum þjóðfélags- ins komu skýrt í Ijós fyrir mörgum árum. Lítil saga úr heimabyggð hans sýnir það. I nágrenni óðalsseturs hans að Cotswold er sveitaþorpið Filkins. Sir Stafford gaf þessu þorpi af örlæti sínu — og miklum auði — fé- lagsheimili, elliheimili, leikvöll og sundlaug. Lof þorpsbúa á örlæti hans var mikið. „Þessa hluti á sérhvert byggðarlag að eiga," sagði Sir Stafford, er hann svaraði hólræðunum. ,,Þið ættuð ekki að þurfa að þakka neinum fyrir þá." Ekki er ljóst, hversu skjótt eða með hverjum ráðum Sir Stafford hyggst fram- kvæma hugsjón sína um góða daga fyrir alla. Hann vill augsýnilega umráð ríkisvaldsins á stóriðnaðinum og hann vill skipulagðan rík- isbúskap. Enginn sanntrúaður sósíalisti mun liggja honum á hálsi fyrir það. En hin mikla þekking hans á lögmálum verzlunar og fram- leiðslu hefur leitt til þess, að honum er ekki eins brátt og sumum samstarfsmönnum hans, enda þótt flestum íhaldsmönnum þyki hrað- inn allt of mikill. Á tímum þeirra Baldwins og Chamberlains hvatti hann mjög til „sam- fylkingar" allra vinstri afla, kommúnista þai með. En þrátt fyrir þetta hafa óvinir hans aldrei getað brigslað honum um að reyna að koma málum sínum fram öðruvísi en með því að vinna þeim fylgi opinberlega og í frjálsum kosningum. Hann er þróunarmaður en ekki byltingarmaður, sem er þó raunar ekki annað né meira en ætlast má til af sér- hverjum Englending, því að enda þótt hann sé einlægur talsmaður aukins alþjóðasam- starfs, er hann samt fullviss um, að brezka þjóðin og brezku eyjarnar hafi miklu og sér- stöku hlutverki að gegna í veröldinni. IRÆÐU og riti nú hin síðari ár hefir Sir Stafford lagt megináherzlu á eitt atriði: Efnahagslegir örðugleikar Bretlands eftir stríðið þurfa að læknast, en það má ekki verða á kostnað þeirra félagslegu framfara, sem orðið hafa á síðustu 4—5 árum. Eða eins og einn íhaldsþingmaður orðaði það: „Ef Eiigland sekkur í þessu efnahagsscriði, þá er Cripps a. m. k. ákveðinn í því, að það skuli hverfa í sæ með glitrandi falskar tennur og tíguleg fölsk skegg við hún," og átti þar við brezku almannatryggingalögin, sem verið hafa skotmark stjórnarandstæðinga. Næstu mánuðir munu skera úr um það, hvers konar endurreisn það er, sem Sir Stafford sér fyrir þjóð sína. Og það form endurreisnar efna- hagsmálanna verður að verulegu leyti lagað eftir hans eigin hugsjónum. Og vissulega mun hann ekki skorast undan því að standa eða falla með sínum eigin verkum. Hér er ekki maður, sem er í vafa um sína eigin vizku. VINSÆLDIR fjármálaráðherrans heima fyrir eru óstöðugar og hækka og lækka eins og vísir á barómeter, eftir því, hver áhrif stjórnarathafnir hans hafa á líf og afkomu borgaranna. En Sir Stafford lætur þann veð- urvísj ekki á sig fá. Hann sinnir starfi sínu af nákvæmni og alúð, eins og öllum störfum, sem hann hefur haft með höndum, allt frá því að hann var í föðurgarði heima á óðals- setrinu Parmoor. Tilhneiging hans til þess að gefa systkinum sínum góð ráð — og sú ætlun hans,' að alltaf sé farið eftir þeim — hafa orðið til þess að allir fjölskyldumeðlim- irnir kalla hann „pabba". En þessu góðlát- lega gamni er ekki ætlað að dylja þann sann- leika, að Sir Stafford er framúrskarandi dug- legur maður við störf sín og hann situr leng- ur við skrifborð sitt en flestir eða allir sam- starfsmenn hans. Hann er hinn mesti reglu- maður í öllum lifaðarháttum, lifir einföldu og óbrotnu lífi, þrátt fyrir mikil auðæfi. — Hann hefur þjáðst af magasjúkdómi síðan 1918, og viðurværi hans helur síðan verið einfalt og óbrotið, nær því eingöngu græn- meti og ávextir. Hann er áhangandi kenn- inga Matthíasar Alexander um líkamsmenn- ingu, en aðalinntak þeirra kenninga er, að menn eigi að ganga með beinan hrygg og sitja uppréttir, í stað þess að hengslast áfram eða liggja letilega á mjúkum hægindastólum. Hið beina bak — þrátt fyrir 60 ár — og hið (Framhald á bls. 28) 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.