Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Síða 30

Samvinnan - 01.06.1950, Síða 30
„Gjert,“ svaraði hann fremur stuttlega, „varð eftir lieima í þetta sinn.---Og þú hefur þá verið kvíðin út a£ mér — beðið eftir mér,“ bætti hann við í þeim tón, að ekki væri örgrannt að hann hefði sitthvað við það að athuga, en slægi þó nánara umtali á frest til hentugra tækifæris. „Ójá. Ekki get ég látið mér það í léttu rúmi liggja, hvernig þér reiðir af á sjónum, góði minn — það hlýtur þá að skilja.“ „Hvernig líður frænku þinni,“ sagði Sölvi, og lá við sjálft, að hann tæki fram í fyrir henni. — „Er hún mikið veik?“ „Þú mátt líta inn til hennar. Komdu með mér, en gakk þú hægt um.“ Sölva fannst hann ekki geta neitað þessu boði og fylgdist þá með konu sinni inn til sjúklingsins. Hann hafði þó að undanförnu ekki verið tíður gestur hjá Kristínu frænku, en forðast fundi hennar að megni. Honum var ekkert gefið um hið rannsakandi augna- ráð gömlu konunnar og minntist jafnan í návist hennar þeirra ummæla hennar og aðvörunar frá því forðum daga, að hann skildi ekki dirfast að bindast Elísabeti fyrr en hann hefði losað sig við allar efasemdir og tortryggni í hennar garð. Þegar hann var kominn inn í sjúkrastofuna, gekk hann hljóðlega og með lotningu að rúmi gömlu kon- unnar. „Og þarna ertu kominn, Sölvi! “ sagði hún með veikri röddu. — „Ekki hefur þú verið tíður gestur í mínum húsum að undanförnu. — Elísabet hefur verið mér svo góð, eins og ævinlega. — Og Hinrik litli hefur verið svo þægur og stilltur. — En hvar er Gjert? Léztu hann ekki koma með þér“ „Hann er heima í kotinu. — En hvernig líður þér annars, frænka?“ „O, þakka þér fyrir — eins og þú sérð. — Ég hugsa svo oft um það, hvað verða muni um þann pilt. Hann er svo skapmikill og óstýrilátur, en þó svo góður í sér og blíðlyndur í rauninni, vesalingurinn!" „O, þú munt sanna, að hann spjarar sig,“ sagði Elísabet, sem staðið hafði að baki Sölva, en gekk nú að rúminu. — „En þú mátt ekki tala svona mikið, frænka.“ Sölva var ekki rótt, því að viðræðurnar höfðu beinzt í þá átt, sem hann sízt vildi. Það var einmitt þessi drengur, sem óviljandi hafði orðið tilefni þess, að óveðrið skall á heima, þegar þau skildu síðast með svo miklum fáleikum. Og nú lét Elísabet sem ekkert væri. „Þú ert svo glaðleg á svipinn í dag, Elísabet," sagði gamla konan, — „hver var það, sem var að tala við þig hérna frammi í stofunni svo lengi dags í gær?“ „Það var frú Beck.“ „Yngri frúin?“ „Já. Það var hún. — En þú talar of mikið, frænka." „Það er ég líka hrædd um.“ hugsaði Sölvi með sjálfum sér, harla þungur á brúnina. En þegar Elísabet benti honum hin rólegasta að koma fram fyrir, stillti hann skap sitt og sagði ekki óvinsamlega: 30 „Ég vona, að þú verðir farin að hressast, frænka, þegar eg sé þig næst — ef eg skyldi líta hér inn eftir nokkra daga. Vertu sæl á meðan!“ Hann gekk allsnögglega til dyra, og svipur hans var eins og þrumuský. En hann stillti sig um að segja það, sem komið var fram á varirnar á honum — að Elísabet gæti auðvitað sín vegna verið svo lengi sem hún vildi í Arnardal — ekki skyldi hann stía henni frá vinnu hennar — og rjúka að svo mæltu strax af stað heim á leið. Elísabet sá gjörla, hvað honum var í huga, og þegar fram í eldhúsið kom, varð hún fyrri til: „Heyrðu, Sölvi,“ sagði hún rólega — „ég verð auð- vitað að verða hér eftir hjá frænku á meðan hún er veik.“ „Auðvitað!“ — Og svo átt þú líka vini hér í bænum!" sagði hann háðslega. „Þú átt við frú Beck? — Hún hefur verið mér góð, og mér þykir vænt um hana. — Hún er ógæfusöm í hj ónaband inu, vesalingurinn! ‘ ‘ Það lá við, að Sölva ræki í vörðurnar. Elísabet virt- ist alveg hafa gleymt því, að nokkur sker voru á þeirri siglingaleið, sem hún hafði nú sveigt inn á. Kannske var það vegna þess, að hún var stödd í húsi frænku sinnar, en ekki heima hjá sér úti í eyjunni. Hann leit kuldalega til hennar, eins og hann áttaði sig ekki alveg á því, hvað fyrir henni kynni að vaka. „Þú verður hér auðvitað eins lengi og þig lystir,“ sagði hann og bjóst til brottferðar, en gat ekki stillt sig um að bæta við biturlega: — „Það er líka svo ein- manalegt og leiðinlegt þarna heima!“ „Víst ferð þú ekki með neina fjarstæðu, þegar þú segir þetta, Sölvi. — Sannarlega hefur mér alltaf fundist fremur einmanalegt þarna úti í eyjunni síðustu árin. — Þú ert svo oft að heiman, og þá sit ég nú orðið alltaf ein eftir. Og nú eru tvö ár liðin, síðan ég sá frænku mína síðast.“ „Elísabet!“ hrópaði hann, en reyndi þó enn að stilla sig — „ert þú gengin af vitinu?" „Það er einmitt það, sem ég vil forðast, Sölvi,“ sagði hún með ískaldri ró — „ég vil ekki ganga alveg af vitinu!" Hann starði sem steini lostinn á hana. En hér var ekki um neitt að villast: Hún leit ekki einu sinni undan, þegar hún slöngvaði þessari stríðsyfirlýsingu beint framan í hann! — „Þá hefur maður fengið að vita það!“ sagði hann hátíðlega. — „Mig hefur alltaf grunað þetta. Hér eftir getur þú komið og farið að eigin vild, Elísabet,“ bætti hann kuldalega við, eins og honum stæði þetta alveg á sama. „Þú hefðir alltaf átt að vita það. — Þú hefðir ávallt átt að vita, að ég ann þér, Sölvi — og það líklega helzt til heitt!“ „Ég skal senda þér peninga — það skal ekki standa á því. Og mín vegna getur þú umgengizt frú Beck og allt þetta fína fólk eins mikið og lengi sem þig lystir!“ fFramhald).

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.