Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 3
 Stjórn S.Í.S., talið frá vinstri: Eysteinn Jónsson, Jakob Frimannsson, Framkvcemdaráð S.Í.S. (talið frá vinstri): Helgi Pétursson, Vilhjálmur Skúli Guðmundsson, Sigurður Kristinsson, Þorsteinn Jónsson, Þórður Þór, Helgi Þorsteinsson. Framkvcemdaráðið var stofnað á aðalfundi Pálmason og Björn Kristjánsson, S.I.S. árið 1949. Aðalundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1950 ÐALFUNDUR Sambands ísl. samvinnufélaga var haldinn í kennslusal Samvinnuskólans dagana 20.—22. júní. Fundinn sóttu 95 full- trúar frá 50 félögum, en 4 félög höfðu ekki sent fulltrúa, þegar fundurinn hófst. Auk fulltrúanna á aðalfundi S.I.S. voru nokkrir erlendir gestir viðstadd- ir fundarsetninguna. Voru þeir komn- ir hingað til landsins til þess að sitja aðalfund Nordisk Andelsforbund, sem er í fyrsta skipti í ár haldinn hér á ís- landi. Stjórnarformaður S.Í.S., Sigurður Kristinsson, setti aðalfund S.Í.S. og bauð fulltrúa velkomna. Vilhjálmur Þór, forstjóri, ávarpaði erlendu gestina og bauð þá velkomna. Albin Johans- son, forstjóri K.F. í Svíþjóð og formað- ur stjórnar N.A.F., þakkaði. Að þessu loknu var stutt fundarhlé. Rannsakaði kjörbréfanefnd þá kjör- bréf manna, en í nefndinni voru þeir Þórhallur Sigtryggsson frá Húsavík, Sveinn Guðmundsson, Akranesi, og Páll Diðriksson. Þórhallur Sigtryggsson gerði grein fyrir áliti kjörbréfanefndar og lagði til að kjörbréf þeirra 95 fulltrúa, sem mættir voru, yrðu samþykkt. Var það gert í einu hljóði. Að þessu loknu var gengið til dag- skrár. Jörundur Brynjólfsson, alþingis- Sigurður Kristinsson, formaður Sambands- stjórnar, setur aðalfund S.Í.S. 1950. maður, var kjörinn fundarstjóri með lófataki. Þórarinn Eldjárn var kjörinn varafundarstjóri, en ritarar voru kjörnir þeir Gunnar Grímsson og Hjörtur Hjartar. í ferðakostnaðar- nefnd voru kjörnir þeir Eiríkur Þor- steinsson, Guðröður Jónsson og Jóna- tan Benediktsson. Sigurður Kristinsson flutti, fyrir liönd stjórnarinnar, yfirlitsskýrslu um störf stjórnarinnar síðan síðasti aðal- fundur var haldinn. Gat hann þess, að fjórir stjórnarfundir hefðu verið haldnir á tímabilinu og um 100 mál verið tekin til meðferðar. í lok ræðu sinnar benti hann á, að undanfarin ár hafi verið mikil framkvæmdaár bæði hjá S.Í.S. og kaupfélögunum. Hins vegar væri nú ljóst, að þeir efnahags- örðugleikar, sem í hönd færu, mundu óhjákvæmilega draga úr framkvæmd- unum. Skýrsla forstjóra. Vilhjálmur Þór, forstjóri, flutti ýtar- legt erindi um starfsemi S.Í.S. á liðnu starfsári. Vék liann fyrst að hinu al- menna ástandi í viðskiptamálum. Benti hann á, að gjaldeyristekjur þjóð- arinnar hefðu minnkað verulega á ár- inu og útflutningurinn orðið allt að fjórðungi minni en árið 1948. Þess vegna hefðu miklir erfiðleikar mætt á innflutningsverzluninni. Hefði Sam- bandið reynt að bæta nokkuð úr þessu með því að taka vörukaupalán er- lendis. Forstjóri gat þess, að rekstur Sam- bandsins hefði verið með sama hætti og áður. Ætlunin væri, að greina starf- semina meira í sundur, stofna fleiri, smærri, sjálfstæðari undirdeildir, svo 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.