Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 10
Sjötugur: Sigurður Kristinsson formaður stjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga ANNAN dag júlímánaðar kom hóp- ur vina og samstarfsmanna saman á Hótel Borg í Reykjavík með Sigurði Kristinssyni, forstjóra, frú lians og sonum þeirra, til að votta honum virð- ingu og þakklæti á sjötugsafmæli hans. Sigurður Kristinsson hefur þrem sinnurn á ævinni verið af samvinnu- mönnum valinn til að gegna hinum ábyrgðarmestu stöðum í landinu. Hann var forstjóri Kaupfélags Eyfirð- inga, þegar það varð langstærsta og fjölbreyttasta smásöluverzlun á land- inu. Hann varð forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, þegar var að verða rnesta verzlunarfyrirtæki, sem starfað hefur á íslandi. Og eftir að hann hafði, sökum venju um aldurs- takmark trúnaðarmanna þjóðarinnar, lagt niður umboð sitt, sem forstjóri Sambandsins, báðu samvinnumenn landsins hann að taka enn hærra en ekki jafn vinnufrekt trúnaðarstarf, með því að vera formaður í stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Margir menn eyða miklum tíma og orku til að öðlast mannvirðingar. Sig- urður Kristinsson er ekki einn í þeirra tölu. Hann hefur aldrei óskað eftir eða beðið um nokkra vegtyllu eða hlunnindi. Hann hefur liaft djúptæka löngun til að starfa og til að gera vel öll verk, sem hann vann að. Það er ekki nógu mikið af mönnum með það liug- arfar. Þess vegna sækist mannfélagið eftir einmitt þeim mönnum, sem taka á bak sér þungar en nauðsynlegar byrð- ar og spyrja aldrei um lengd vinnu- dagsins eða launin. Sigurði Kristinssyni finnst sjálfum, að hann hafi ekki haft nógu mikið af þessum hæfileikum, sem heppilegir voru fyrir mann, sem gegndi sams konar trúnaði og honum var fenginn. Öðrum finnst annað. Mannfélagið uppgötvaði skjótlega yfirburði hans, Sigurður Kristinsson, formaður S. 1. S. og bað hann að taka að sér forystu við erfið verk og lausn mikilla vandamála. í félagsmálum frjálsra þjóða, skipt- ast á hættu- og vaxtartímabil. Flestir menn eru svo gerðir, að Jneim jiykir skemmtilegra að vinna að fyrirtækj- um, sem eru í örum vexti, lieldur en að verjast áföllum á erfiðum tímum. Hvort tveggja er jafn vandasamt og jafn erfitt, ef vel skal vinna. Sigurður Kristinsson var í J^essu efni líkur Jreim liðsforingjum, sem eru sparir á blóð liðsmanna sinna, sækja fram, en meta öryggið mest. Kaupfélag Eyfirðinga cx hröðum skrefum frá 1914, Jaegar Hall- grímur Kristinsson tók að sinna heild- sölumálum Sambandsins og þar til Sig- urður Kristinsson l'lutti til Reykjavík- ur vorið 1923 til að verða forstjóri Sambandsins. En það reyndi enn þá meira á Sigurð Kristinsson í krepp- unni, sem hófst 1930, lieldur en á undangengnum góðæratíma. Undir stjórn hans varð KEA fyrsta stórfyrir- tæki á landinu, sem fullgræddi sár hall- ærisáranna eftir fyrra stríðið. í Sam- bandinu biðu Sigurðar Kristinssonar kreppuerfiðleikar á miklu hæri'a stigi heldur en meðan hann var kaupfélags- stjóri Eyfirðinga. Mörg af hinum ný- mynduðu kaupfélögum höfðu lítt æft forystulið og lentu í miklum skuldum 1920—22. Það tók Sigurð Kristinsson nálega aldarfjórðung að rétta við að- stöðu samvinnumanna eftir lyrra stríð og kreppuna, sem hófst 1930. Þegar hann lét af forstjórastörfum 1940 var fjárhagsaðstaða kaupfélaganna og Sam- bandsins hin glæsilegasta. Sigurður Kristinsson hafði unnið ánægjulegan sigur að nokkru á fjármálasviðinu, og eru til um þá hlið málsins glöggar tölur. En öllu Jjýðingarmeiri voru upp- eldisáhrifin. Leiðtogar og liðsmenn í sam\innufélögunum fundu, að Sig- urður Kristinsson var hin örugga og föðurlega forsjón jreirra allra. Þegar þurfti að spara, var hann fyrstur til að leggja á sig byrðarnar. Þegar kaupfélag í Rvík, Jiar sem hann var ekki félags- maður, lenti í skuldavandræðum, borgaði liann nokkuð af tapinu af eigin fé, með liinum raunverulegu aðilum, sem báru lagalega og sið- ferðilega ábyrgð á tapinu. Þar var endurtekin úti á íslandi sagan um hershöfðingjann í Austurlöndum, sem hellti niður í sandinn svaladrykk, sem honurn var boðinn, af því að ekkert var til handa liðsmönnunum. Sigurð- ur Kristinsson efldi jöfnum höndum manndóm og fjárhagslegt sjálfstæði samherja sinna, þó að hann J^ekkti þá ekki persónulega. Skömmu eftir að stríðinu lauk 1945 kom ný fjárkreppa á íslandi. Sennilega 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.