Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 11
■er það mesti öldudalurinn í tíð núlif- .andi manna. Þá var enn leitað til Sig- urðar Kristinssonar og hann beðinn að skipa um stund virðulegasta trún- aðarsæti samvinnufélaganna. Honum hafði ekki komið í hug að óska eftir þeim vanda. En liann neitaði ekki. Hann hafði aldrei neitað samvinnufé- lögunum um að bera þær byrðar, sem þau vildu, til almenningsheilla, leggja á herðar honum. Sigurður Kristinsson er aldamóta- QTARFSMENN Sambands ís- v ' lenzkra samvinnufélaga héldu Sigurði Kristinssyni, formanni S. I. S. og fyrrverandi forstjóra, samsæti að Hótel Borg, 2. júlí s. 1. Hófst það með sameiginlegu borðhaldi kl. 1 e. h. Vilhjálmur Þór, forstjóri, var hóf- stjóri. Ávarpaði hann heiðursgestinn og bauð alla velkomna. Skýrði hann frá því, að það væru nú liðin 38 ár og einn mánuður síðan hann og Sigurð- ur Kristinsson hefði farið að vinna saman. Þá liefði Sigurður verið full- tíða maður, en hann aðeins strák- hnokki. ,,Á þeim tíma, sem síðan er liðinn," sagði Villijálmur, „hefur Sigurður vaxið frá því að vera fulltrúi í K.E.A. til þess að verða kaupfélagsstjóri fé- lagsins, forstjóri S. í. S. og nú síðast stjórnarformaður Sambandsins.“ Vilhjálmur gat þess, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefði látið gera tvær eirsteypur af mynd þeirri af Sigurði, sem Einar Jónsson, mynd- höggvari hafði gert fyrir röskum 5 ár- um. Yrði önnur myndin geymd í Sambandshúsinu en hinni væri nú verið að koma fyrir heima hjá Sig- urði. Bað hann Sigurð að líta á þetta sem lítinn þakklætisvott fyrir hans mikla starf í þágu Sambandsins. Forstjóri afhenti Sigurði einnig á- varp það, sem fulltrúar aðalfundar S. í. S. höfðu samþykkt að senda hon- um. Var það skrautritað, bundið í barn. Aldrei hefur æska landsins borið sér í brjósti heitari, stærri og drengi- legri hugsjónir heldur en þá. Og í þeim margmenna og glæsilega hóp er liann einn af hinum þýðingarmiklu mönnum. íslenzka samvinnuhreyfing- in segir sögu hans. Og þeir, sem skilja Sigurð Kristinsson, skilja um leið, In ers vegna hann varð svo áhrifamik- ill og giftudrjúgur maður á merkileg- asta tímabili í þjóðarsögu íslendinga. J. ]■ skinn og undirritað af öllum fulltrú- unum. Vilhjálmur lét að lokum þá ósk í ljósi, að samvinnuhreyfingin maetti enn njóta krafta Sigurðar Kristins- sonar um mörg ár. RÆÐA SIGURÐAR KRISTINSSONAR. í hófinu voru margar ræður flutt- ar. Mesta athygli vakti ræða Sig- urðar Kristinssonar. Hann hafði við annað tækifæri lýst því yfir, að sig hefði alltaf langað mest til að verða bóndi. Atvikin hefðu hins vegar hag- að því svo, að hann hefði farið að vinna með Hallgrími bróður sínum í K. E. A. og síðar farið í þjónustu Sambandsins. ,,Eg hef aldrei litið á mig sem neinn sérstakan forustumann," sagði Sigurður með sinni alkunnu hógværð. ,,Það sem áunnizt hefur þann tíma, sem ég hef verið í þjónustu Sam- bandsins, er ekki síður öðrum mönn- um að þakka en mér.“ Ræðumaður gat þess, að það væri margs að minnast á 70 ára afmæli. Hann væri þó alveg hissa á því, hve mikilli vinsemd hann hefði alltaf mætt í starfi sínu fyrir samvinnufé- lögin. Hann hefði þó ekki alltaf gét- að verið mildur í starfi sínu. Það hefði skipzt á skin og skúrir í sam- vinnustarfinu, og nauðsynlegt hefði verið að taka tillit til aðstæðnanna á hverjum tíma. Þetta hefðu kaup félagsstjórarnir og starfsfólk S. í. S. yfirleitt alltaf skilið, og fyrir það væri hann þakklátur. „Atvikin eða örlögin höguðu því þannig,'1 sagði Sigurður enn frernur, „að ég stóð fyrir K. E. A. um liríð og síðan sambandinu. Hugmynd okkar Hallgríms náði liins vegar ekki lengra en svo, að við vildum vinna að því að gera K. E. A. að öflugu sámvinnu- félagi. Sú verkaskipting varð með okkur, að Hallgrímur starfaði sem mest út á við, en ég starfaði sem mest inn á við.“ Sigurður sagði síðan frá því, livern- ig Hallgrímur var ráðinn erindreki Sambandsins, en þá var erindreka- starfið í því í því fólgið að selja kjöt á erlendum markaði. Síðan heiði Hallgrímur ráðizt til Sambandsins. „Þá tók ég við K. E. A.,“ sagði Sig- urður, „og þegar Hallgrímur, bróðir rninn, féll frá, varð það úr, að ég tók við starfi hans hjá Sambandinu." „Eg var auðvitað enginn maður til þess að taka við forstjórn Sam- bandsins," sagði Sigurður, með sinni alkunnu hógværð. „En það voru fjór- ar ástæður fyrir því, að ég lét til leið- ast. Fyrst var það, að ég var giftur góðri konu, sem ég vissi að mundi styðja mig með ráð og dáð í gegnum allt. Næst kom svo það, að um þessar mundir var búið að skipuleggja Sam- bandið mjög vel og skipta því niður í meira eða minna sjálfstæðar deildir, sem liöfðu afbragðs forustumenn. í þriðja lagi kom svo það, að bezti penni landsins, Jónas Jónsson, skóla- stjóri, hafði þá um nokkur ár staðið framarlega í samvinnustarfinu og skrifað margar snjallar greinar um samvinnumál. Ég vissi, að hann var boðinn og búinn til að verja Sam- bandið opinberlega fyrir hverri árás, sem á það yrði gerð af andstæðingun- um. Fjórða ástæðan fyrir því, að ég tók þetta vandasama starf að mér, var sú, að í K.E.A. hafði Vilhjálmur Þór, sem þá var ungur maður, unnið með mér um nokkurra ára skeið, og ég vissi, að forstjórn kaupfélagsins mundi vel borgið í höndum hans, enda kom það á daginn, að hann gerði K. E. A. að því fyrirtæki, sem við Hallgrímur höfðum óskað að gera það.“ Við annað tækifæri hafði Sigurður sagt, að sér liefði alltaf verið það sér- VILDl VERÐA BÓNDl * en varð forstjóri SIS um tvo áratugi n

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.