Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 13
Frá aðalfundi Samvinnufrygginga og Andvöku Fasteignalánafélag Samvinnumanna; afnám einkaaðstöðu til brunatrygginga húsa utan Reykjavíkur; happsælt ár AÐALFUNDUR hinna gagnkv. tryggingafélaga samvinnumanna, Andvöku og Samvinnutrygginga, var haldinn í kennslusal Samvinnuskól- ans í Reykjavík fimmtudaginn 22. júní. Bæði tryggingafélögin samþykktu .ályktanir þess efnis, að stofna með 5. í. S. fasteignalánafélag samvinnu- manna, sem láni fé til íbúða- eða hús- bygginga gegn tryggingu í líftrygg- ingu lántakanda og fasteigninni. Þess- ari tillögu er lýst á öðrum stað í blað- inu. Auk þessarar samþykktar var svo- hljóðandi tillaga samþykkt samhljóða á aðalfundi Samvinnutrygginga: „Aðalfundur Samvinnutrygginga lýsir yfir þeirri skoðun, að rétt sé að fella úr gildi einkaaðstöðu þá, sem Bru?iabótafélag Islands hefur til brunatrygginga húsa utan Reykjavíkur.“ AÐALFUNDUR SAMVINNUTRYGGINGA. Aðalfundur Samvinnutrygginga hófst að loknum aðalfundi S. í. S. Vilhjálmur Þór, formaður stjórnar Samvinnutrygginga, setti fundinn og skýjði frá starfi stjórnarinnar. Gat hann þess, að stjórnin hefði haft mörg mál til athugunar og afgreiðslu á árinu, en Jrað merkasta að athuga möguleikana fyrir stofnun fasteigna- lánafélags samvinnumanna. Þá hafði stjórnin og tekið ákvörðun uin arðs- úthlutun til tryggjenda ásamt fleiru. Erlendur Einarsson, framkvæmda- stjóri, flutti skýrslu um rekstur trygg- inganna og skýrði rekstur þeirra. SAMVINNUTRYGGINGAR STARFA NÚ í FJÓRUM DEILDUM. Þær reka brunadeild, sjódeild, bif- reiðadeild og endurtryggingadeild. Sjódeildin er stærsta deildin, þar næst bifreiðadeildin, þá brunadeild- Framkvœmdastjórar trygginganna: Erlendur Einarsson t. v., Jón Olafsson t. h. Erindreliar S.I.S. fyrr og siðar: in og loks endurtryggingadeildin. Árið 1949 var liappasælt ár fyrir Samvinnutryggingar eins og sjá má af eftirfarandi upplýsingum úr reikn- ingum trygginganna: Iðgjöld á árinu voru kr. 6.102.621,— og jukust um 1.6 milljón krónur, eða 36.5%, rniðað við árið 1948; heildar- tjón, greitt og áætlað útistandandi, nam 42% af heildariðgjöldum, en það er 1% liærra en árið 1948; rekst- urskostnaður, þar með talin umboðs- laun, var 17.9% af iðgjöldum, en það er 0.2% lægra en árið 1948; iðgjalda- sjóðir jukust um tæpa milljón krón- ur; sjóðir til að mæta óuppgerðum tjónum hækkuðu um 842 þúsund krónur; 192 Jrúsund krónur voru yf- irfærðar á arðreikning til að mæta arðsúthlutun á þessu ári og netto- tekjuafgangur Samvinnutrygginga ár- ið 1949 var 78 þúsund krónur. Brunadeild samvinnutrygginga gaf út samtals 1148 nú brunatrygginga- skírteini á árinu, en það er að meðal- tali um 9 ný skírteini á dag. Meginhluti trygginga sjódeildar- innar er trygging á vörum í flutningi. Nema þessar vörutryggingar 67.6% af heildarðigjöldum deildarinnar. S. í. S. er stærsti viðskiptavinur sjódeild- arinnar. Bifreiðadeildin er nest stærsta deild Samvinnutrygginga. Greiðir hún í fyrsta skipti í ár 25% afslátt af iðgjaldi til þeirra bifreiðaeigenda, sem ekki hafa valdið bótaskyldu tjóni síðustu þrjú árin. Auk þess greiðir deildin nú 5% arð af öllum endur- nýjunariðgjöldum í ár. Tryggingar bifreiðadeildar og bruna deildar eru endurtryggðar í Stokkhólmi, en tryggingar sjódeildar eru endurtryggðar hjá Lloyd’s í Lon- don. Endurtryggingadeild Samvinnu- trygginga hóf starfsemi sína á árinu 1949. Annast hún endurtryggingar fyrir erlend og innlend tryggingarfé- lög. Mest af endurtryggingum ársins voru sænskar brunatryggingar, sem tryggðar voru í september 1946. AÐALFUNDUR ANDVÖKU. I lok aðalfundar Samvinnutrygg- inga hófst aðalfundur Andvöku g/t. Formaður stjórnarinnar, Vilhjálmur Þór, setti fundinn og flutti erindi um störf stjórnarinnar, en Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri, skýrði reikninga ársins 1949. Andvaka var áður deild úr sam- nefndu norsku líftryggingafélagi. í nóvember 1949 keypti hið nýja líf- tryggingafélag, Andvaka g/t, trygg- ingastofn og réttindi félagsins. Norska félagið hafði haft endur- tryggingar lijá norskum félögum. Um áramótin varð hins vegar sú breyting á, að endurtryggingarnar voru fluttar til enska samvinnutryggingafélagsins C. I. S. í Manchester, en þetta er 82 ára gamalt og mjög öflugt trygginga- félag. Sendi það tryggingafræðing (Framhald á bls. 14) 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.