Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 14
Fulltrúarnir á aðalfundi Olíufélagsins h.f. Aðalfundur Olíufélagsins h.f. AÐALFUNDUR Olíufélagsins h.f. var haldinn í stjórnarherbergi S. í. S. í Sambandshúsinu mánudaginn 19. júní 1950. Hófst hann kl. 9.30 f. h. Félagið er, sem kunnugt er, eitt af dótturfyrirtækjum samvinnufélag- anna í landinu, stofnað 1946 aðal- lega fyrir ötula forgöngu Vilhjálms Þór, forstjóra. Sambandið og Sam- bandskaupfélögin eiga meira en helming hlutafjár félagsins, en með- eigendur eru nokkur olíusamlög út- gerðarmanna, nokkrir togaraeigend- ur, félög og einstaklingar. Formaður stjórnarinnar, Vilhjálm- ur Þór, forstjóri, setti aðalfund Olíu- félagsins og skýrði frá störfum stjórn- arinnar á árinu. Sigurður Jónasson, framkvæmdastjóri, flutti erindi um rekstur félagsins og lýsti reikningum þess. Olíufélagið er nú langstærsti oliu- innflytjandinn á íslandi. Alls llutti það 6 farma af olíu og benzmi til landsins á árinu 1949, samtals 83.775 tonn, sem er 52.03% af heildarinn- flutningi landsins af þessum vöruteg- undum. Hlutur Olíufélagsins í innflutningi 14 einstakra olíutegunda var svo sem hér segir: Mótorbenzín 41.35%, flug- vélabenzín 87.90%, gasolía 41.60%, ljósaolía 36.58%, fuel oil 100%, smurningsolía 32.39%. Hreinn hagnaður Olíufélagsins h.f. var kr. 392.881,20. Þar af voru kr. 78.550,00 lagðar í varasjóð, en af- gangurinn kr. 314.331,20 yfirfærður til næsta árs. Afskriftir af eignum félagsins námu kr. 827.793,74. Talsvert var gert af því á árinu að setja upp benzíndælur og minni geyma fyrir olíur og benzín. Voru þessi tæki aðallega sett upp lijá kaup- félögunum. Gjaldeyriserfiðleikar ollu því, að félagið gat ekki fullnægt öll- um þörfum í þessu efni. Af sömu á- stæðu reyndist ómögulegt að byrja á byggingu olíugeyma víða um landið, en slíkar geymabyggingar eru mjög aðkallandi fyrir félagið. í stjórn Olíufélagsins eru nú: Vilhjálmur Þór, formaður, Skúli Tlioraensen, forstjóri, vara- formaður, Jakob Frímannsson, framkvæmda- stjóri, Akureyri, Ástþór Matthíasson, útgerðarmað- ur, Vestmannaeyjum, og Karvel Ögmundsson, framkvæmda- stjóri, Keflavík. AÐALFUNDUR SAMVINNUTRYGGINGA (Framhald af hls. 13) hingað til lands áður en endurtrygg- ingasamn'ingar voru gerðir. Kynnti hann sér alla málavexti og áður en hann fór var gengið frá samningum um endurtryggingarnar. Á tímabilinu frá 1. nóvember til áramóta 1949/1950 var unnið að und- irbúningi frekara starfs Andvöku g/t. Fjórir almennir kynningarfundir voru haldnir, einn í hverjum lands- fjórðungi, á vegum félagsins. Árangurinn af starfi félagsins var mjög góður þann stutta tíma, sem það hefur starfað. Þegar kaupin á Andvöku fóru fram, var tryggingar- upphæð félagsins um 10 milljón krón- ur. Nú er hún hins vegar 17 milljón- ir. Formaður félagsins gat þess, að tveir menn, þeir Jónas Jóhannesson frá Vík og Óskar Jónsson, bóndi í Garðsauka, hefði skarað fram úr við tryggingasöluna. STJÓRNARSKIPULAGIÐ. Samvinnutryggingar og Andvaka g/t hafa sömu stjórn og sama full- trúaráð. í stjórninni sitja fimm menn, þeir Vilhjálmur Þór, forstjóri, for- maður; ísleifur Högnason, fram- kvæmdastjóri; Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri; Karvel Ögmunds- son, framkvæmdastj.; Kjartan Ólafs- son, bæjarfulltrúi. í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og Andvöku eru 15 menn. Þeir eru kosnir af aðalfundi S. í. S. Stjórn tryggingafélaganna er hins vegar kos- in af stjórn S. í. S. Ljósmyndir í þessu hefti: Myndirnar af fulltrúum á aðalfundi S. 1. S., aðalfundi Olíufélagsins, aðal- fundi Samvinnutrygginga, svo og heimsókn norrænu samvinnuleiðtog- anna til íslands, eru allar gerðar af Filmphoto í Reykjavík.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.