Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 19
RÚGBRAUÐIN Smásaga eftir ANATOLE FRANCE •f ÞANN TÍMA, er saga þessi gerð- ist, bjó í hinni göfugu Flórenz- borg víxlari nokkur, sem hét Nikulás Nerli. Þegar klukkurnar hringdu dagmál yfir borgina, brást það aldrei, að hann væri setztur við púlt sitt, og þegar þær hringdu nón, þá sat liann þar enn. Allan daginn reit hann tölur á vaxspjöld sín. Keisara og páfa léði hann jöfnum höndum af hinurn rauða málmi. Og léði hann ekki Kölska sjálf- um, þá var orsökin aðeins sú, að hann óttaðist, að óvinurinn, sem er iillum slægviturri, væri kannske kaupmaður, sem fáir græddu á. Nikulás Nerli var hvoru tveggja í senn, djarfur og tor- trygginn. Þess vegna hafði hann náð undir sig miklum auðæfum og rúið fjölda manna inn að skyrtunni. Og þess vegna naut hann svo mikillar virðingar í borginni Flórenz. í höll- inni, þar sem hann bjó, smaug bless- aða ljósið, er Drottinn skóp, inn um kytruþröngar gluggagættir. Það lýsir hyggindum hans. Því að búsetur hins auðuga skal vera sem kastali. Þeim, sem eiga mikið jarðneskra fjármuna, er hyggilegast að verja það með valdi, sem er með vélum fengið. Höll Nikulásar Nerlis var búin traustum grindum og góðum keðjum. Að innan voru múrar hennar skreyttir málverkum hinna ágætustu kunnáttu- manna. Þau sýndu Dyggðirnar í kvennalíki, kirkjufeðurna, spámenn- ina og konunga ísraels. Stofurnar voru búnar myndofnum tjöldum, þar sem sögurnar af Alexander og Tristran blöstu við augum, eins og þær birtast okkur í hinum fornu ljóðsögum. Engum, sem þekkti til góðgerða- stofnana borgarinnar gat dulizt auð- sæld Nikulásar Nerlis. Utan hallar- múranna hafði hann reist spítala. Gaflhillur þeirrar byggingar höfðu verið skreyttar með meitli og málara- pensli og birtu í myndum sínum nokkur heiðvirðustu atvik heiðviðrar ævi þessa víxlara. í viðurkenningar- skyni fyrir fjárhæðir þær, sem liann hafði látið af hendi rakna til hinnar nýju kirkju Heilagrar Maríu, hafði mynd hans verið hengd upp í kór þessa musteris. Myndin sýndi liann með spenntar greipar, krjúpandi á kné að fótum hinnar sannheilögustu meyjar. Hann var auðþekkjanlegur á rauðu ullarhúfunni, fóðraðri síðkáp- unni, andlitinu, sokknu í gulleitri fitu, og augunum, smáum og snörum. Eiginkona hans, Mona Bismantova, ærleg í bragði og döpur á svip, kraup á aðra hlið hinnar heilögu meyjar í auðmjúkri bæn. Já, þessi maður var einn af fremstu og beztu borgara lýð- veldisins. Hann hafði ætíð kært sig kollóttan um öreigalýð og ógæfusálir þær, sem valdhöfum dagsins þóknaðist að dærna til sektar eða útlegðar. Þess vegna liafði aldrei neitt rýrt álit það, er hann hafði með auðsæld sinni unn- ið sér í augum valdstjórnarinnar. VETRARKVÖLD eitt, er hann síðar venju var á leið heim til hallar sinnar, var hann fyrir eigin dyrum umkringdur af hópi hungr- aðra betlara, sem réttu fram lúkurn- ar. Víxlarinn hrakti þá frá sér með liörðum orðum. En hungrið hafði gert þá sem úlfa, ólma og djarfa. Þeir skipuðu sér í hring umhverfis hann 'og sárbáðu hásum og raunamæddum röddum um brauð. Um leið og hann laut niður eftir steinum til þess að kasta í þennan skríl, þá kom hann auga á einn þjóna sinna, er bar á höfði sér körfu fulla af rúgbrauðum, sem ætluð voru starfs- liði hesthússins, eldhússins og garð- yrkjunnar. Víxlarinn gaf brauðberanum merki um að koma. í einu vetfangi greip hann öll brauðin úr körfunni og henti þeim í vesalingana. Svo gekk hann í höll sína. Stundu síðar gekk hann til hvílu og sofnaði. í svefninum var hann lostinn heilablóðfalli og dó svo skyndilega, að hann hélt sig enn í rúmi sínu, er hann leit í einum ranni, sem Dante hefði sagt „ókvæða af öllu skini“, heilagan Mikjál fagurlýstan þeim ljóma, sem stafaði af lians eigin persónu. Erkiengillinn hélt á metaskálum sínum í hendinni og hlóð þær. Víxlar- inn þekkti þegar í þeirri skálinni, er höfugri reyndist, kjörgripi þá, sem fátækar ekkjur höfðu hlotið að láta honum að veði, er þær leituðu á náðir hans. Einnig kannaðist hann fljótt við hrúgur skildinga, sem hann hafði dregið sér ósæmilega, og harla fögur guilstykki, sem enginn átti utan liann einn, enda liafði hann eignast þau ýmist með okri eða svikum. Nikulási Nerli var strax ljóst, að það var líf hans, sem nú var fullkomnað, er heilagur Mikjáll á þessari stundu og í viðurvist lians sjálfs. Hann varð athug- ulli og áhyggjufyllri. — Yðar Herradómur, Heilagur Mikjáll, sagði víxlarinn, ef þér í aðra skálina setjið allan þann gróða, sem eg hef hlotið um ævina, þá þætti nrér vænt um, ef þér vilduð gera svo vel að setja hinum rnegin gjafir þær og góð- gerðastofnanir, er sanna svo ypparlega guðsótta minn og frómlyndi. Gleymið ekki hvolfþaki hinnar nýju kirkju heilagrar Maríu, en í því hef eg borg- að fullan þriðjung. Og gleymið ekki að heldur spítalanum, sem eg reisti rétt utan við hallarmúrana, algerlega fyrir mínar eigin spesíur. — Óttist ekki, Nikulás Nerli, svaraði Erkiengillinn. Eg mun engu gleyma. Og með sínum dýrðlegu höndum setti hann hvolfþak heilagrar Haríu og spítalann með gaflhyrnunum, er skreyttar höfðu verið með meitli og málarapensli, í þá skálina, sem léttari var. En skálin seig ekki um þumlung. Víxlarinn tók að kenna nokkurs uggs fyrir brjósti. — Yðar Herradómur, Heilagur Mikjáll, sagði hann, leitið nú ennþá betur. Þér hafið hvorki sett á þessa hlið skálanna skírnarfontinn minn fagra, er eg skenkti kirkju heilags Jóhannes- ar, né predikunarstólinn, sein kirkja heilags Andrésar hlaut, en á lionum er skírn okkar blessara lierra, Jesús Krists, sýnd í fullri stærð. Það er smíði, sem kostaði mig meira en lítið. RKIENGILLINN setti skírnar- fontinn og prediktunarstólinn of- an á spítalann í skálinni, sem seig ekki hársbreidd. Nikulás Nerli tók allt í einu eftir því, að enni hans var baðað köldum svita. (Framhald á hls. 28) 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.