Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 21
Jeikvellir, tennisvellir og margt fleira. Þennan vinalega skemmtigarð litar nú kvöldsólin gullnum bjarma. Eg geng hægt eftir gangstígunum og virði fyrir mér lífið í Kelvingrow. Eg sé strax að hér er fyrst og fremst samkomustaður ungra elskenda; hér eru auðsjáanlega mörg stefnumótin. Mig minnir, að Adam sálugi og Eva Jiafi lifað sínar sælustu stundir í aldin- garðinum Eden; sagan endurtekur sig hér. Hérna skammt frá mér situr her- maður í skozku pilsi undurfögru, búnu tíl úr sjö metrum af þykkum köflóttum skozkum ullardúk, svo að Iionum ætti ekki að verða kalt, þarna í hitamollunni í Kelvingrow, ekki sízt \ egna þess, að ung blómarós situr við hlið hans og brosir glaðlega til hans, og ég sé þegar í stað, að þessi ungi hermaður hefur unnið sitt stríð, og jrau, þessi skozku skötuhjú, liafa ekkert að gera lengur í Kelvingrotv, heldur leiðast eins og vera ber inn í hringiðu stórborgarinnar og hverfa í fjöldann. Eg geng áfram og sé að hér eru nú fuglar á ferð. Sex strákar eða rétt- ara sagt pottormar eru að renna sér á rassinum niður bratta brekku. Það er ýmislegt sem bendir til þess, að Jreir hafi gert það einhvern tíma fyrr, enda eru buxurnar allar í ræflum og ekkert til sem heitir buxnarass. Þessir pattar þykjast hafa einkarétt á að eyðileggja buxnarassa í Kelvingrow, þvi aðrir strákar kom nú hér, og eru einnig reiðubúnir til að iðka Jressa uppáhaldsíþrótt allra stráka allra landa, en þeir fá bara ekki að koma nálægt Jressum dýrlega stað, og verða að hypja sig á brott. A sama bekk og ég setjast tveir svartir menn, og skeggræða mikið á annarlegri tungu, ef til vill er þá að dreyma sama drauminn og okkur ís- lendinga, um suðræn aldini og fíkju- tré? Hér eru fjórir strákar, og taka að leika fótbolta í grasflöt eins og sann- ir Skotar. En Jrá ætlar allt um koll að keyra í Kelvingrow. Verðir laga og reglu þeyta lúðrana, og strákun- um er skipað að hætta að leika á grasflötinni. En þá stendur á fætur stór kerling, með stóra prjóna í hönd- um, prjónandi peysu á Golíat. Hún hefur eitthvað með Jressa óróaseggi að gera, og segir að strákarnir lrafi leikið bolta hér í gær og þeir hafi leikið hér í morgun, og þeir megi líka leika hér í kvöld. En verðir laganna þykjast ævinlega hafa rétt fyrir sér, og stóra kerlingin með prjónana að vopni, verður ævareið og beitir öllum sínum orðaforða til að réttlæta strákana, en verðir laga og reglu hafa venjulega síðasta orðið, og svo fór hér. Lúðrarnir þagna ekki, fólkið streymir að til að vita hvað um er að vera, fuglarnir hætta að syngja og lirökklast frá, og á endanum hætta strákarnir leik sínum, snauta í burtu á eftir stóru konunni með prjónana, sem þrammar burt prjónandi til annarra og friðsamlegri staða. HER má sjá aumustu betlara á hnjánum biðja um aura, hér er þeirra Arnarhólstún. Hér spígspora prúðar meyjar, spikaðir ístrubelgir, þvengmjóar eiginkonur, og hér eru fornlegustu piparmeyjar, stríðandi við að draga hund í bandi; stund- um tvo. Eitt kvöld í Kelvingrow og Jrú getur séð allra merkilegustu sýnis- horn af hinni skozku þjóð. KVÖLDIÐ er liðið, sólin er tekin að síga bak við vesturfjöllin, hin mikla klukka háskólans slær tíu þung högg.Það er fagurt hér í kvöldkyrrð- inni, trén eru að byrja að festa nætur- svefninn. Á þessum stað getur maður ekki sagt annað en Glasgow á einnig sína fegurð. Eitt sumarkvöld í Kelvin- grow, og þú getur ekki sagt að Glas- gow sé svört eða Ijót borg. Sólin er horfin, fuglarnir þagnaðir, blómin sofnuð. Eg held frá Kelvin- grow inn til hringiðu stórborgarinnar. o o o Frá Finnum. Finnsku samvinnufélögin í Frám'sóknar- sambandinú, K.K., eru enn í örum vexti. Árið 1949 gengu 37.947 nýir félagsmenn í fé- lögin en 28.472 fóru úr þeim vegna dauðs- falla, brottflutnings og úrsagna. Viðskipta- veltan óx um 12.8% á árinu, miðað við árið 1948. K.K. félögin opnuðu 188 nýjar búðir á starfsárinu, 29 matstofur og 19 framleiðslu- félög. ,4 hinn bóginn lokuðu Jiau 42 búðum. 69 matstofum og 12 íramleiðslufélögum. Sparnaður. Féliigin lögðu áherzlu á að hvetja meðlimina til sparnaðar. Árangurinn af fræðslustarfi í Jtessa átt varð sá, að 17.5% aukning varð á sparifjárinneign félagsmanna á árinu 1949 ntiðað við árið 1948. Afrnrclið 1950. Iv. K. samvinnusamtökin eiga 50 ára afmæli í haust. Ætlunin er að efna til mikilla hátíðahalda í Jiessu tilefni. Verður í því sambandi lögð áherzla á að sýna Jtjóðinni, hvað áunnizt hefur með sám- vinnustarfinu í Finnlandi þau árin, sém fé- lögin hafa starfað. í sambandi við hátíðahöldin mun K.K. látíi afhjúpa mikið samvinnuminnismerki, er hinn frægi finnski steinhöggvari, prófessor W. Aaltanen, lielur gert. Þá mun samvinnu- heildsalan O.T.K. gefa út merkilegt sam- vinnurit í tilelni af afmælinu. Er Jretta saga finnsku samvinnuhreyfingarinnar allt frá upphafi, og verður bókin gefin út um það leyti, sem hátíðahöldin hefjast. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.