Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 30
„Og því skykli ég ekki mega tala við frú Beck? Áttu ekki við það,“ bætti hún við hnakkakerrt og titraði af gremju, ,,að ég hafi brotið af mér gagnvart henni, að sómatilfinning mín ætti að hanna mér að stíga blygðunar- laust yfir þröskuld hennar! — En eitt vil eg segja þér, Sölvi, og eg segi þér það vegna ástar okkar beggja: — Þetta getur ekki blessazt lengur, og nú blýtur að draga til úrslita! Því að svo kynni að fara, ef þetta héldist áfram í sama horfinu á milli okkar, sem að undanförnu, að sú ást, sem eg nefndi ,og knýtt hefur örlög okkar og ævi saman, verði ekki lengur til. Slíkt er engum í sjálfsvald sett!“ Hann stóð jrögull um stund og horfði á hana. Dökku, livössu augun báru })ess órækan vott, að eittltvað ógurlegt og liáskasamlegt brauzt um í geði hans, — eitthvað, sem hann sjálfur óttaðist að sleppa taumhaldi á. „Eg ætla að ímynda mér, að þú hafir sagt Jretta í hug- aræsingu," sagði hann svo af Jrungri alvöru. — „Eg skal reyna að vera Jrér ekki reiður og gleyma þessu sem fyrst, Jdví lofa eg Jrér. — Eg skal reyna að halda, að þú hafir ekki verið með sjálfri þér í dag, lieldur veik — „Dragðu ekki sjálfan þig í tálar, Sölvi! — Eg meina Jretta allt — bvert einasta orð, sem ég hef sagt! — svo sannarlega sem ég hef unnað þér — og ann Jrér enn!“ „Vertu sæl, Elísabet, — Eg kem aftur á Jniðjudaginn kemur,“ sagði hann þrálega — eins og hann héldi fast við ákvörðun sína og vildi forðast að heyra meira af slíku óvitahjali! Þegar liann var farinn, hneig Elísabet niður á bekk- inn fremur en að liún settist á hann. Hún var skelfd yfir því, sem hún hafði dirfzt að segja. Hjarta henar var fullt af ósegjanlegum kvíða. Hún þekkti eiginmann sinn og vissi, að hún hafði lagt allt í hættu — brotið allar brýr að baki sér. Hún gat alveg eins búizt við Jrví, að skapofsi lians kynni að hrekja liann frá henni fyrir fullt og allt — flæma hann einan út á vergang villtra og sjúkra tilfinninga — ráðalausa leit að óminni og gleymsku fjarri heimili og ástvinum. Og þó sá lnín engan veginn eftir Jrví, sem hún hafði sagt og gert. Hún varð að gera þessa tilraun — leggja allt undir í þessu ofsalega áhættuspili. — Og með guðs hjálp skyldi hún sigra, — ást hennar og fórnarlund skyldi vissulega megna að lyfta honum upp úr undirdjúpum sjúklegs efa og tortryggni. XX\'IIÍ. Þegar hafnsögumaðurinn stóð \ ið stýrið á skútu sinni og sigldi heimleiðis, hafði hann enn naumast gert sér fulla grein fyrir því, sem gerzt hafði. En reiðin sauð honum Jró í skapi, augun brunnu, og hörkusvipur var á sæbörðu andlitinu. Honum fannst hann hafa orðið fyrir hróplegri rang- sleitni og öndvert risið stolti sínu og húsbóndavaldi. Eigin- kona hans sjálfs hafði skyndilega gengið gegn honum — ráðist beinlínis á hann á hlutlausu svæði — húsi frænku sinnar. Hún hafði blátt áfram opinskátt sagt Jrað upp í opið geðið á honum, að hún hefði verið ógæfusöm í hjóna- bandinu, lundizt hún beitt harðstjórn og órétti öll Jressi ár, sem Jmu voru búin að vera saman. Hann brosti bitur- lega með sjálfum sér. Víst sannaðist Jrað nú, sem hann Jróttist alltaf hafa haft á meðvitundinni: að hún hefði aldrei verið honum fullkomlega einlæg, heldur ávallt dul- izt fyrir honum. Víst var það og rétt, að ekki hafði hjóna- band Jreirra verið sem skyldi. En hverjum var unt að kenna? Hvers vegna hafði hún frá upphafi látið hann lifa í slíkri óvissu um það, sem skipti hann þó mestu máli? Og liafði lnín ekki brugðizt honum, þegar liann var ungur og enginn skuggi efasemda eða tortryggni hafði enn fallið á sálu lians? — og síðan? — Vissulega hafði honum skil- izt það fullkomlega, að oft hafði hún átt í harðri baráttu að sætta sig við hið fátæklega og erfiða hlutskipti, sem hann hafði getað boðið henni. Hann fann gjörla, að vald Jrað, sem haiin hafði haft yfir henni árum saman, var brost- ið, og barátta viljastyrks Jreirra og geðsmuna var hafin á nýjum vettvangi. Honum fannst sem hún hefði borið púðurtunnu inn í stolu þeirra, og nú kynni allt lnísið að springa í loft upp í einu vetfangi. En hann var öðru vanari en að láta undan eða lúta í lægra haldi í einu eða neinu! Þegar heim kom, lagði hann skútunni þögull og Jmng- búinn í varið og leit naumast á Gjert, sem kom um borð til Jress að hjálpa honum. Síðan gekk hann Jmgull og Jmngbúinn inn í hús sitt, stóð Joar unr stuncl úti við glugg- ann og skrifaði hugsandi og annars hugar með figurgóm- inum í döggina á rúðunni. Rökkrið var óðum að skella á, og brátt var orðið aldimmt í stofunni. Gjert kteikti á lampanum. Hann fann Jrað á sér, að eitthvað babb var í bátnum viðvíkjandi móður hans, en þorði ekki að spyrja eftir henni, eins og honum var Jró ríkast í huga. Sölvi sat alla kvöldvökuna hljóður og lotinn á öðrum endanum á lausarúminu, sem sonur hans svaf venjulega í. Þegar liðið var framyfir venjulegan kvöldverðartíma, 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.