Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 2
Siglingar eru nauðsyn NÝLEGA var að því vikið í einu dagbluði höfuðstaðarins, að fé það, sem sam- vinnufélögin hafa lagt í vöruflutningaskip, mundi betiu komið í túnrækt bænda og aðr- ar framkvæmdir í sveitum, enda væri féð frá bændum komið. Var svo að skilja á greininni, að forráðamenn samvinnufélag- anna hefðu einir ákveðið þessa fjárfestingu og hefðu þar lítt gætt hagsmuna meðlima samvinnufélaganna, og þannig muiulu raun- ar til komnar ýmsar aðrar framkvæmdir kaup- félaganna. Raunar er ekkert við því að segja, þó’t menn hafi misjafnar skoðanir á því, livernig fjárfestingu í þjóðfélaginu sé skynsamlegast og bezt hagað. Það er t. d. alveg vafalaust. að margir landsmenn eru þeirrar skoðunar. að mikið af því fé. sem varið hefur verið til stórhýsa bygginga í höfuðstaðnum á síðari árum, væri betur komið í ýmsum framkvæmd- um, sem miða að aukinni framleiðslu og at- vinnu, bæði þar og annars staðar á landinu. Margir bændur líta svo á, að hag landbún- aðarins væri betur borgið nú, ef meiru fé hcfði verið varið til kaupa á dráttarvélum og öðrum landbúnaðartækjum, en minni pen- ingar gengið til bifreiðakaupa fyrir kaup- staðarbúa. Hefði verið eðlilegt að geta þess- ara og fleiri þvllíkra sjónarmiða, cr fjárfest- ing samvinnufélaganna var gagnrýnd í blaða- grein þessari. En ekki var það gert, heldur skipakaupum samvinnumanna haldið á loft scm dæmi um óviturlega fjárfestingu, jafn- framt því sem forustumönnum samtakanna var legið á hálsi fyrir þessar framkvæmdir og ýmsar aðrar. Þegar þess er þannig gætt, að gagnrýni dag- blaðsins á fjárfestingu samvinnufélaganua er ekki þáttur í neinu allsherjarmati þess á fjár- festingunni í þjóðfélaginu í heild, heldur einangrað fyrirbrigði, er auðséð, hverrar ætt- ar hún er. Með skrifum þessurn er reynt að vekja óánægju og skapa tortryggni, jafnframt því sem reynt er að skjóta fleyg í inilli félags- rnanna kaupfélaganna og trúnaðarmanna þeirra, sem stjórna fyrirtækjum samvinnu- manna og fyrir framkvæmdum standa. SAGA skipakaupamálsins sýnir glögglega, hversu fráleitt það er að gefa í skyn, að forráðamenn samvinnusamtakanna hafi bor- ið félagsménnina ráðum með því að hefjast handa um skipakaup og siglingar á vegum samtakanna. Skipakaupamálið hefur oft bor- ið á góma á aðalfundum Sambandsins á liðn- um árum, og fulltrúarnir hafa jafnan haft mikinn áliuga fyrir því. Þegar fært þotti að heíja framkvæmdirnar, var leitað til sam- vinnumanna um land allt um fjárframlög. Skipakaupasjóðúr S.I.S. var stofiiaður, og samvinnumönnum um land allt boðið að ávaxta sparifé sitt í honum og gera Sam- bandinu jafnframt kleift að hrinda þessu mikla hagsmunamáli samvinnufélaganna og þjóðfélagsins í heild í framkvæmd. Ef laiuls- menn hefðu lítinn eða engan áhuga haft fyrir málinu, er víst, að þeir hefðu ekki lagt fram lé til málsins og þó enn síður, ef þeir liefðu liaft ótrú á því. En reynslan sýndi annað, og hún sýnir einkar ljóslega, hversu lráleitt er að halda því fram að einstakir forustu- menn samvinnumanna liafi borið fjöldann ráðum eða hagsmuni hans fyrir borð með þessum framkvæmdum. Samvinnumenn í hverju byggðalagi liigðu fram fé til skipa- kaupanna og safnaðist á skömmum tíma nægilegt fjármagn til þess að gera Samband- inu kleift að stíga fyrsta sporið og festa kaup á ágætu og hentugu víiruflutningaskipi. Og þegar reynslan hafði sannað hversu þýð- ingarmikið það var fyrir félögin og félags- mennina um land allt, að samtökin höfðu ráð á flutningaskipi, var öðru skipi bætt við. Síðustu aðalfundir Sambandsins hafa óg glögglega sýnt, að ánægja er ríkjandi yfir þtssum framkvæmdura og áliugi fyrir því að efla skipadeild Sambandsins og bæta við skipakost hennar, enda er nú að Jiví unnið. Skipaútgerð samvinnumanna er því til kom- in fyrir áhuga og stuðning þúsunda lands- mann í öllum landsfjórðungum og með lienni hefur verið hrundið í framkvæmd stefnu- máii, sem lengi hefur verið á dagskrá sam- vinnusamtakanna í landinu. Reynslan hefur og sýnt, að þessar framkvæmdir hafa mikla þýðingu fyrir kaupféíögin um land allt. Frá sjónarmiði jjjóðarheildarinnar hefur jjessi fjárfesting og verið hin giftusamlegasta. Er- lendu leiguskipunum, sem Sambandið og fleiri aðilar höfðu jafnan í förum, helur fækkað. Islenzk skip anna miklu af flutninga- þörfinni, en ekki allri. Mikið skortir á að samvinnufélögin geti annaS allri sinni flutn- ingáþörf á eigin skipum, og vitaskuld verður skfþástóllinn aukinn á næstu árum eftir því sen' aðstæður þjóðarinnar leyfa. Ef sú liefði nú orðið raunin á, að skip samvinnumanna hefðu reynst lakari eða dýr- ari en önnur flutningaskip þjóðarinnar, hefði gagnrýni á þessum framkvæmdum ver- ið eðlileg á þeim grundvelli. En hver er reynslan? I stuttu máli sú, að flutningaskip Sambaridsins hafa bæði reynst ágætlega, enda er jjað á almanna vitorði að jjessi skip eru sérlega vönduð og prýðilega fær til þess að gegna hlutverki sinu. Rekstur Jieirra hefur gengið vel og verið sérlega hagkvæmur. Á jjessum grundvelli verða skipakaupin því ekki gagnrýnd með neinum rökum. EKKI ber að lasta áhuga fyrir aukinni tún- rækt bænda. Hitt er hverjum manni augljóst, að skipaútgerð Sambandsins hefur ekki staðið í vegi fyrir þeim framkvæmdum, þótt hvatvísir blaðamenn telji málstað sín- um stundarávinuing að lialda því fram. Bændur hafa ekki síður en aðrar stéttir þjóð- íélagsins notið þess að samvinnufélögin hafa liafið siglingar á eigin skipum. Vöruflutning- ar Sambandsskipanna frá útlöndum beint á ýmsar hafnir hringinn í kringum land, eru nú hin síðari ár eina beina sambandið, sem þessar hafnir hafa við markaðslönd okkar. Þc-ssir flutningar liafa og miðað að því að er.durheimta nokkuð af innflutningsverzl- Uninni og vöruflutriingunum til meginhafn- anna á Austur- og Norðurlandi og snúa við á þeirri braut, sem farin hafði verið óslitið frá stríðsbyrjun og allt til þess að Sambandið bóf siglingar sínar, en hún var að gera liöfuð- staðinn að einu innflutningshöfn landsins. Landsmenn skilja yfirleitt liverja þýðingu jjctta hefur fyrir þá og hverja möguleika auk- in útgerð Sambandsins hefur til að létta lífs- baráttuna og stuðla að því að atvinnulegar framkvæmdir, túnrækt ekki síður en annað, geti þróazt á eðlilegan hátt í öllum lands- fjórðungum. Fyrir {jví má fullvíst telja, að sú stefna, sem mörkuð var með skipakaupum S.Í.S. og útgerð, njóti nú aukins trausts og skilnings með þjóðinni og að Sambandið niuni liljóta styrk þúsunda samvinnumanna um land allt til jiess að efla þessa starfsemi og auka, undir eins og kringumstæður leyfa. Þannig mun reynslan svara þessari tilraun til þess að skapa tortryggni í kringum merkan og vaxandi þátt efnahagsbaráttu samvinnu- manna. Siglingar eru nauðsyn. An hagkvæmra siglinga verður sókninni til efnalegrar vel- megunar og öryggis ekki haldið álram. í STUTTU MÁLI Aldarafmæli. Samvinnuhreyfingin í Austurríki minntist 100 ára afmælis síns á sl. sumri. Var fyrsta kaupfélagið stofnað í Klagenfurt sumarið 1850, sex árum eftir að Rochdale-vefararnir stofnuðu kaupfélag sitt og grundvölluðu kaupfélagshreyfinguna. Samvinnuhreyfingin í Austurríki, sem lögð var undir ríkið á valdaárum nazista, er nú aftur frjáls og er í öruggum vexti. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnsíonar Kemur út einu sinni í mánuði 4rgangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 10. hefti Október 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.