Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 3
Fjöllin eru berari nú en fyrir nokkrum áratugum Spjall um bók, sem er skrifuð fyrir þá, sem hugsa fyrir morgundeginum MERKUR íslendingur, sem bú- settur hefur verið vestan hafs í áratugi, kom hingað heim í sumar og heimsótti fornar slóðir. Áður en hann hvarf af landi burt, ræddi hann um stund við blaðamenn í Reykjavík og lét þá m. a. svo um mælt, að fögur hefði sér sýnst gamla sveitin nú eins og áður, en þó hefði sér virzt fjöllin berari en meðan hann var að alast upp. Var hér gamla sagan um rósrauð- ar endurminningar bernskunnar, sem ekki þola augu fullorðna mannsins, eða voru fjöllin í raun og sannleika berari nú en fyrir 40—50 árum? Sterk- ar líkur eru fyrir því, að Vestur-íslend- ingurinn hafi haft rétt að mæla, og að gróðurinn í fjöllunum í bernsku- sveitinni hans hafi verið minni og strjálli, en er hann var að alast upp. En eyðing gróðursins er svo hægfara, að við, sem höfum sama fjallið fyrir augum ár og síð og alla tíð, verðum þessarar þróunar naumast vör, en maðurinn, sem liverfur burt og kem- ur aftur eftir áratuga fjarvistir, sér breytinguna, og hann saknar þess, sem áður var. Þessi orð vestur-íslenzka gestsins bregða upp í einni svipan mynd af því, sem hér er að gerazt á ári hverju, ekki aðeins í sveitinni lians, heldur í öllum sveitum lands- ins, í byggðum og óbyggðum, milli hafs og heiða. Gróðurinn er á undan- haldi fyrir sókn vatns og vinda og sanda, öræfin leita á byggðina og gróðurlendið með vaxandi þunga. Miðbik hálendisins er að mestu gróð- urlaus eyðimörk, eyðilegir jökulsand- ar, hraun og grjótöldur, og þessi ör- æfavíðátta teygir hrammana æ lengra í áttina til strandar. Nærtækt dæmi er ásókn sandsins á Hólsfjöllum, ofar- lega í Axarfirði, á Mývatnsöræfum og svo víða sunnanlands, þar sem nokk urt viðnám er hafið, en þó hvergi nærri nóg. En þróunin er ekki öll þar með sögð. Gróðurinn á ekki að- eins í vök að verjast á landamerkjum byggðar og óbyggðar, heldur stendur þetta stríð í hverju fjalli og hverjum dal. Menn lesa fregnir dagblaðanna um skriðuföll í haustrigningum og veita því þá oftast mesta athygli, að skriðurnar hafa tortímt mannslífum, eyðilagt hús og önnur mannvirki og teppt samgöngur. Víst eru slík tíðindi hörmuleg, og fregnir af þeim eru óhugnanlega tíðar. En ofan á mann- tjón og eignamissi kemur svo það, frá sjónarmiði þjóðarinnar í heild, að skriðan skilur eftir beran aurruðning, þar sem áður voru grasgeirar í hlíð- unum. Fjallið hefur allt í einu fengið annan svip. Hann stingur í augun fyrstu dagana, en svo venjast menn lionum og gleyma því smátt og smátt, að þarna í fjallshlíðinni hafi einu sinni verið grös og blóm og ef til vill birki- og víðirunnar. Landið er orðið berara en það var áður. Þannig hefur mörg sveitin breytt um svip á liðn- um árum, og líklega eru þessar svip- breytingar orðnar margar í liverju byggðarlagi, þótt við minnumst þeirra ekki allra nú. En ef forfeður okkar mættu líta upp úr gröfum sínum og líta til fjallanna og undirlendisins, eða þegar týndir synir koma heim eft- ir áratuga fjarvistir, þá blasir hið nýja svipmót við. Það gleður ekki, lieldur hryggir, skapar ugg og kvíða um framtíðina. Og óhjákvæmilega vaknar þessi hugsun: Fyrst þessi breyt- ing er samt svo ör, að örfáir áratugir nægja til þess að menn sjái miklar breytingar, hvernig mundi landið þá liafa litið út fyrir árhundruðum síð- an? Hvernig hefur þjóðin búið að landi sínu í þúsund ár, og hvernig verður Itér umhorfs á næstu öldum, ef þróunin verður hin sama? SJÁLFSAGT liafa þessar hugsanir leitað á flesta, sem ferðast um landið og veita því athygli, sem gerist í náttúrunni. Einmanalegur gras- toddi á Hólsfjöllum vekur þessa hugs- un, og líka birkihríslan, sem enn hangir utan í melbarðinu, þótt vind- urinn hafi löngu byrjað að gnauða við rætur hennar. Einn septemberdag er skógi vaxin fjallshlíð aurruðning- ar einir, en rótartægjur og sprotar standa hér og þar upp úr og minna á, að eitt sinn var hér fagur birkiskógur, blágresi og lyng. Á hverju vori lita allar ár íslands firði og hafnir. Stór svæði hafsins taka á sig súkkulaði- brúnan lit. Þetta eru merki vors og 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.