Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 6
BRUSSELF ARARNIR: Fremsta röð frá vinstri: Ásmundur Bjarnason, Finnbjörn Þorvalds- son, Haukur Clausen, Örn Clausen, Jóel Sigurðsson. — Önnur röð frá vinstri: Magnús Jóns- son, Guðniundur Lárusson, Pétur Einarsson, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson. — Þriðja röð frá vinstri: Ingólfur Steinsson, Garðar S. Gíslason, Benedikt Jakobsson. (Erlend Ó. Pétursson vantar á myndina.) EvrópumeistaramótiS í Brussel Eftir PÉTUR EINARSSON SEN'N ER Á ENDA jrað sumar, sem héfur reynzt okkur xþróttamönn- unum einna eftirminnilegast. Mjög snemma byrjuðu æfingar og var æft af kappi og festu, enda ákveðin takmörk að vinna að, sem sé landskeppni í frjálsum íjtróttum við Dani, og síðan Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum í Briissel. Landskeppnina sigruðuin við eins og öllum er í fersku minni, með 108 stigum gegn 90, og á Evrópumeistaramótinu náði íslenzka sveitin góðum árangri. Þétta rabb á aðallega að vera um Briisselmótið, og skal ég stikla á stóru og rekja ferðalagið og lýsa ferðinni í stórum dráttum, en fyrst ætla ég að kynna þátttakendurna. Þeir voru: Garðar S. Gíslason, fargrstjóri, Ingólf- ur Steinsson, fulltrúi F. R. í. á frjáls- íþróttajringinu í Briissel, Erlendur Ó. Pétursson, formaður Briisselnefndar- innar, Gunnar Huseby, Torfi Bryn- geirsson, Ásmundur Bjarnason, Magn- ús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Haukur Clausen, Örn Clausen, Finn- björn Þorvaldsson, Jóel Sigurðsson, Pétur Einarsson og Benedikt Jakobs- son, landsjrjálfari. Af stað burl.... Lagt var héðan upp aðfaranótt hins 22. ágúst sl. með ,,Gullfaxa“, milli- landaflugvél Flugfélags Islands, og svifið um háloftin í um það bil 8 tíma, þar til við lentum í sól og rigningu á flugvellinum rétt fyrir utan Briissel. Eftir að vegabréfaskoðun og öðrum venjulegum athöfnum var lokið, var ekið sem leið liggur niður í miðja borg, til hótels þess, er við skyldum dvelja á, meðan á mótinu stæði. Þegar við höfðum komið okkur fyr- ir í herbergjunum og borðað, var lagzt til hvílu, því að lítið höfðum við get- að sofið á leiðinni. Um 4 leytið um daginn var lialdið út að skoða hinn margumtalaða Heysel leikvang, þar mótið fór fram. Var þá enn verið að vinna að undirbúningi mótsins af fullum krafti, enda Jiótt jDetta væri ein- ungis einum degi fyrir mótið, og hefði Jjað áreiðanlega þótt vera á seinni skipunum hér heima, hvað jiá annars 'staðar. Mótið hefst. Miðvikudaginn 23. ágúst kl. 16.15 hófst mótið með þvi að keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn undir þjóðfánum sínum. Var genginn tæpur hringur á leikvanginum og fyrir fram- an konungsstúkuna heilsuðu allir keppendurnir með Jrví að líta til hægri, þangað upp. Þegar setningu mótsins var í þann veginn að ljúka kom þrumuveður, hvassviðri og úr- hellisrigning, svo að aðra eins rign- ingu hef ég ekki áður séð. Maður varð bókstaflega rennvotur á örfáum mín- útum. En sem betur fór stóð þetta óveður stútta stund. (Til gamans skal ég geta þess, að meðan flestir áhorf- endurnir, Jreir, er voru undir berum himni, hypjuðu sig á brott eitthvað í skjól, þá gerði einn sér hægt um hönd og tíndi af sér allar spjarirnar, unz hann stóð á sundskýlu einni klæða og fékk sér hressilegt bað í rigningunni, og höfðu áhorfendurnir hina beztu skemmtun af þessu.) Eftir um J^að bil klukkutíma lögðu maraþonhlaupararnir af stað í rign- ingu og nær ökladjúpu vatni. Sem bet- ur fór stytti þó l’ljótlega upp, svo að þeir fengu sæmilegt veður og færi mestan hluta leiðarinnar. Ekki var unnt að fylgjast með hlaupinu nema að litlu leyti eftir þeim tilkynningum, sem bárust af og til, en maraþonhlaup- ið er án efa einna skemmtilegasta og um leið erfiðasta keppnisgreinin í frjálsum íþróttum, enda var hinum 43 ára gamla Breta, Jack Holden, óspart klappað lof í lófa, er hann kom lyrstur inn á leikvanginn léttur á fæti og „skokkaði“ í mark við mikla hrifn- ingu áhorfenda. Fyrsta verk hans, er hann liafði lokið hlaupinu, var að signa sig. Án efa liafa það verið mikil vonbrigði fyrir Belgíumenn, að Jreiira átrúnaðargoð í maraþonhlaupinu, Gailly, skyldi ekki bera sigur úr být- um. Hinn ókrýndi konungur hlaupar- anna, ef svo mætti að orði komast, Emil Zatopek, sigraði glæsilega í 10.000 m. hlaupinu og var það hrein unun á að horfa, hvernig hann jók 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.