Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 9
liraða, þangað til eitthvert stöðvandi afl kemur til skjalanna, sem nú verður ekki séð fyrir. Benda má á þann möguleika, að með tímanum þurfi svo mikla þekk- ingu til þess að gera vísindalega upp- 'gövtun, að til þess að öðlast hana þurfi vísindamaðurinn að eyða beztu árum ævi sinnar, og þegar hann loks- ins hefði öðlast nægilega þekkingu, væri snilligáfa hans útbrunnin. Mér þykir ekki ósennilegt, að að þessu reki einhvern tíman, en sá dagur er langt undan. I fyrsta lagi vegna þess, að kennsluaðferðum fer sífellt fram. Platón hélt að nemendurnir í aka- demíi hans þyrftu að eyða 10 æviárum til þess að læra það, sem þá var vitað um stærðfræði. Nú á dögum lærir sæmilega gefinn skóladrengur meira í stærðfræði á einu ári. t ÖÐRU LAGI er það, að með auk- 2 inni sérhæfni má nálgast þessi landamerki þekkingarinnar eftir þröngu einstigi, sem krefst minna erf- iðis en gangan um liinn breiða þjóð- veg. í þriðja lagi ber að atliuga, að landamerkin eru ekki hringur, heldur óregluleg lína og takmarkið er ekki ævinlega langt frá miðju. Hin stór- merka uppgötvun Mendels (A sviði erfðafræðinnar) þarfnaðist ekki mik- illar þekkingar eða kunnáttu. Það sem til þurfti þar, var áhyggjulaust líf og nægar tómstundir, sem flestum var eytt í fallegum garði. Radíumgeislun fannst vegna þess að steintegund geisl- aði á ljósmyndaplötu í myrkri. Eg er því ekki þeirrar skoðunar að hrein þekkingaratriði muni seinka vísinda- legum framförum um langa hríð. Á ER ÖNN L K 'oæða, sem styður þá skoðun, að visindaleg framþró- un muni lialda úfram og hún er að vísindastarf dregur til sín æ ticiri gáfu- og hæfileikamenn. L.eonardo da Vinci var jafnvígur á listir og vísindi, en það er listin, sem hefur skipað honum hinn veglega sess í mannkynssögunni. Maður, sem væri búinn hæfileikum hans í dag, mundi vissulega vera settur í stöðu, sem útheimti alla krafta hans til vísindaiðkana. Ef stjórnmálaskoð- anir hans væru ekki óvenjulegar, mundi hann líklega vera í hópi þeirra, sem fást við að framleiða vatnsefnis- sprengjuna með því að samtíminn virðist skoða hann meira virði en myndlist. Listamaðurinn er ekki lengur eins mikils metinn og áður var. Prinsar endurreisnartímans kepptu um að ráða Michelangelo til sín. Rík- isstjórnir nútímans keppa um kjarn- orkusérfræðinga. Þá eru atriði, allt annarrar ættar, sem gætu leitt til stöðvunar vísinda- þróunarinnar. Það er mögulegt að vís- indin sjálf framleiði sprengimettað afl, sem fyrr eða síðar geri ógerlegt að viðhalda þjóðfélagsbyggingu, sem leyf- ir vísindunum að þróast. Um þetta verður vitaskuld ekkert sagt rneð vissu, en samt er hér mjög eftirtektarvert atriði, sem er þess virði að það sé íhugað nánar og verður hér á eftir at- hugað lítillega, hvað í þessari kenn- ingu felst. Iðnaðurinn, sem er að verulegu leyti afsprengi vísindanna, hefur kom- ið á sérstakri lífsaðstöðu og lífsskoðun. I Bretlandi og Bandaríkjunum, sem eru elstu iðnaðarlöndin, hefur þessi lífsaðstaðá og lífsskoðun þróast hæg- fara og fólkið hefur haft tíma til þess að samhæfast þeim án þess að fortíðin slitnaði nokkru sinni úr samhengi við nútíðina. Þessar þjóðir hafa því ekki orðið að ganga í gegnum hættuleg, sálfræðileg reynslutímabil. Þeir, sem heldur vildu lifa lífinu upp á gamla móðinn, voru kyrrir við sveitastörfin, en þeir, sem höfðu ævintýraþrá í blóð- inu, gátu flutt til hinna nýju iðnaðar- miðstöðva. Þar kynntust þeir frum- herjum iðnaðarins, samlöndum sín- um, sem í flestum greinum litu eins á lífið og nýliðarnir. Einustu andmælin og uppreistartilraunin kom frá mönn- um eins og Carlyle og Ruskin, sem voru lofaðir, en höfðu samt ekki þau áhrif á þróunina, sem þeir ætluðu. ALLT ANNAÐ er uppi á teningn- um þegar iðnaðurinn og vísind- in, sem fullkomin kerfi, koma í einu vetfangi yfir lönd, sem fram að þeim tíma þekktu hvorugt að neinu ráði. Áhrifin voru og tilfinnanlegri fyrir það, að þau voru útlend, þau kröfðust þess að tekið væri að semja sig að hátt- um fornra fjandmanna og gamlar, rót- fastar venjur urðu að hverfa. Með mismunandi þunga hefur þessi bylgja hitt Þjóðverja, Rússa, Japani og Ind- verja og frumbyggja Afríku. Hvar- vetna hefur hún komið af stað losi í einu eða öðru formi og enginn getur séð fyrir, hverjar afleiðingarnar muni verða. Hin fyrstu mikilvægu áhrif iðnþró- unarinnar á Þjóðverja var Kommún- istaávarpið. Nú í dag lítum við á plagg þetta, sem biblíu annarrar þeirrar ríkjasamsteypu, er skiptir heiminum í tvo andstæða hluta, en það er hyggi- legra að líta til baka til upphafs þess, til ársins 1848. Þá sést, að ávarpið er tjáning aðdáunar á ógnarástandi, frá tveimur ungum háskólastúdentum, er upprunnir vor uí friðsamlegri dóm- kirkjuborg. Þeir kynntust hinni óskipulegu Manchester-samkeppnis- stefnu án þess að vera undir það búnir á nokkurn hátt. Þýzkaland var, áður en Bismarck „menntaði" þjóð- ina, byggt strangtrúuðu fólki, sem hafði alveg óvenjulega tilfinningu fyr- ir skyldum sinum við ríkið. Sam- keppnin, sem Bretar töldu lykilinn að afkastamöguleikunum, og sem Darwin hóf upp til skýjanna, þótti Þjóðverj- um furðulegt og hneykslanlegt fyrir- bæri með því að þjónustan við ríkið var í þeirra augum hið eina rétta og siðferðislega takmark mannsins. Það var þess vegna eðlilegt, að þeir sköp- uðu ramma þjóðernisstefnu og sósíal- isma utan um iðnbyltinguna. Nazist- ar ófu hvort tveggja þessa þætti saman. Hið ósamstæða eðli þýzka iðnaðarins og þeirra stefna, sem af framþróun hans leiddu, á rætur sínar í því, að hann er af erlendum uppruna og hann brauzt til áhrifa með mjög skjótum hætti. Kenningar Karls Marx hentuðu vel í landi, sem var að byrja iðnþróunina. Þýzku jafnaðarmennirnir sneru baki við kenningum hans þegar iðnaður landsins náði fullum þroska. En þá var Rússland komið í spor þau, sem Þýzkaland stóð í árið 1848, og það var því eðlilegt að marxisminn eignaðist þar nýtt heimkynni. Stalin hefur, með hugkvæmni, blandað saman hinum nýju byltingakenningum og hinni fornu trú á „hið heilaga Rússland" og „hinn litla föður“. Þetta er enn í dag athyglisverðasta dæmið um komu vís- indanna til umhverfis, sem ekki var tilbúið að taka á móti þeim. Kína er líklegt til að feta í þessa slóð. JAPAN ÓF SAMAN í eina heild ný- tízkulega tækni og tilbeiðslu ríkis- valdsins, alveg eins og Þýzkaland. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.