Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 10
Menntaðir Japanir hurfu frá eins mörgum fornum lífsvenjum og nauð- syn var til þess að tryggja iðnaðarlega og hernaðarlega fullkomnun. Þessi snögga breyting hafði truflandi áhrif á þjóðina og skapaði óraunhæfar sjón- hverfingar uni - möguleika Japana til þess að ve'rða stórveldi, jafnframt því sem fornum siðvenjum í samskiptum þjóðarinnar við aðrar þjóðir var varp- að fyrir borð. Þessar mismunandi tegundir brjál- æðis — nazismi, kommúnismi og jap- anskur iinperíalismi, — eru afleiðing- ar af þeim áhrifum, sem þjóðir, sem áttu sterka menningu fyrir, urðu fyr- ir frá vísindunum. Ahrifin í Asíu eru enn á byrjunarstigi og í Afríku eru þau naumast byrjuð enn. Það er þess vegna allsendis ólíklegt, að veröldin endurheimti skynsemi sína og rétt mat á hlutunum í náinni framtíð. Framtíð vísindanna, eða öllu held- ur framtíð mannkynsins, verður und- ir því komin, að hægt verði að hafa hemif á þessum truflandji áhrifum þangað til þjóðir þær, er hlut eiga að máli, hafa fengið tíma til þess að samhæfast breytingunni og liinni nýju vísindaöld. Ef slík samhæfing reyn- ist ógerleg, mun menningarþjóðfélag- ið hverfa og vísindin verða þá að- eins óljós minning eða sögusögn. I forneskju voru vísindi ekki greind frá kukli og svo kann að fara að upp renni nýtt „forneskju“-tímabil, sem lítur svipað á málin. HÆTTAN ER alls ekki fjarlæg. Hún vofir yfir á næstu árum. En ég er hér ekki að ræða um svo nærtæk atriði, ég er hér að íhuga þetta vandamál á breiðara grundvelli, eða með öðrum orðum: Getur þjóðfélag, sem er grundvallað, eins og okkar þjóðfélag er, á vísindalegri tækni, öðl- ast þá staðfestu og lífsmöguleika, sem mörg þjóðfélög höfðu fyrr á öldum, eða hlýtur það að þróa með sér sprengimettaða krafta, sem splundra því og eyðileggja það? Þessi spurn- ing leiðir okkur út fyrir svið vísind- anna, að réttlætistilfinningum og sið- fræðilegum kenningum og að ímynd- unarríkum skilningi á fjöldasálfræð- inni (mass psychology). Þetta síðast nefnda atriði hafa pólitískir kenni- meistarar óverðskuldað sniðgengið. Látum okkur fyrst líta á mat okkar á réttu og röngu. Eg vil skýra það með- einföldu dæmi. Til eru þeir, sem telja nær því syndsamlegt að reykja tóbak, en flestir þeirra eru ekki í snertingu við vísindin. Þeir, sem nær þeim standa, líta venjulega þannig á, að tóbaksreyk- ingar séu livorki dyggð né löstur. En þegar ég heimsótti Nobels-verksmiðju, þar sem heil fljót af glyceríni renna eins og væri vatn, varð ég að skilja allar eldspýtur eftir áður en ég fékk inngöngu í verksmiðjuna, og það var augljóst, að reykingar þar inni voru í sannleika meira en syndsamlegar, þær voru stórskaðleg heimska. ETTA ATRIÐI skýrir tvennt: í fyrsta lagi, að vísindin hafa til- hneigingu til að gera mat okkar á réttu og röngu yfirborðlegt og jafn- vel lieimskulegt, og í öðru lagi, með því að skapa nýtt umhverfi, skapa vísindin líka nýjar skyldur, sem vel geta verið samhljóða þeim, sem varpað hefur verið fyrir borð. Heimur, sem á mikið af vatnsefnissprengjum er ó- líkur heimi, sem á strauma af nytro glýceríni, verknaður, sem skaðlaus mundi vera á einum stað, getur á öðrum verið stórhættulegur. í hinum nýja heimi vísindanna er því þörf nýs rnats á því, hvað er rétt og hvað rangt, sem er annars eðlis en það, sem komið hefur til okkar frá fortíðinni. En það er ekki auðvelt, að gefa hinu nýja mati þann kraft, að það haldi og forði því, að verkmaður, sem áður var tal- inn skaðlaus, en er nú hættulegur, verði framkvæmdur, og slíku tak- marki verður vissulega ekki náð á skömmum tíma. Lítum þá á siðfræðisetningarnar. Þar er mikilvægast að gera sér greiri fyrir hinum nýju hættum og gera sér ljóst, hvaða siðfræðikenningar eru líklegastar til þess að draga úr þeim. Fyrst blasir það við augum, og er mikilverðast, að heimurinn er nú fremur ein heild en hann hefur nokkru sinni verið áður, og þjóðfé- lög, sem heyja styrjöld, hafa betri að- stöðu til þess að framkvæma eyðilegg- ingu hjá nágrannanum — og sjálfum sér — en nokkru sinni fyrr. Valdaað- staðan hefur öðlast nýja þýðingu. Vís- indin hafa stóraukið vald mannsins, þótt á því séu takmarkanir. Aukið vald ber með sér aukna ábyrgð. En það ber líka í skauti sér hættuna á uppskafningslegu sjálfstrausti, sem aðeins er hægt að lialda í skefjum með því að minna á það sífellt, að maður- inn er ekki óskeikull. ARKVERÐUSTU vísindagrein- ar síðari tíma hafa verið eðlis- fræði og efnafræði. Náttúrufræðin er fyrst nú að byrja að keppa við þær. En áður en langt um líður verður sálfræðin — sérstaklega fjöldasálfræð- in — talin hin mikilverðasta vísinda- grein frá sjónarmiði mannlegrar vel- ferðar. Það er augljóst, að þjóðir eign- ast mismunandi hugarástand, sem mest ber á hverju sinni, eftir kring- umstæðum þeim, er þær lifa við. Sér- hvert hugarástand skapar sitt siðfra'ði lega mat. Nelson flotaforingi kenndi mönnum sínum þessa siðfiæði: Segið satt, skjótið beint, og hatið alla Frakka eins og þeir væru djöfullinn sjáifur. — Síðast talda atriðið var tekið með af því að Englendingar voru Frökk- um reiðir fyrir að hafa veitt Banda- ríkjamönnum lið í frelsisstríði þeirra. Shakespear lætur Hinrik V. segja: Ef pað er synd að girnast heiður, er ég syndugastur allra manna. Þetta er sú siðfræði, sem er í fylgd með útþenslukenndri heimsvalda- stefnu. „Heiðurinn“ fer hér eftir því, hversu mörgu saklausu fólki er hægt að slátra. Margar syndir hafa hlotið fyrirgefningu á altari „föðurlandsást- arinnar“. A hinn bóginn verður al- gert valdaleysi til þess að menn meta auðmýkt og undirgefni sem hina mestu mannkosti. Upp úr þeim jarð- vegi spratt stóismi Rómverja og meþódistatrúin meðal fátækra Eng- lendinga snemma á nítjándu öld. F.n þegar tækifæri er til byltingar, þyk- ir harðneskjulegt hefndarréttlæti hin rétta siðfræði. Á liðnum öldurn hefur ekki önnur aðferð til þess að innræta mönnum góða siði verið viðurkennd en prédik- un og kennsla. En þessi aðferð hefur mjög rniklar takmarkanir. Það er alkunnugt, að synir presta standa sjaldan ofar öðru fólki að þessu leyti. Þegar vísindin hafa náð tökum á þessu máli, verða nýjar aðferðir tekn- ar upp. Þá verður vitað, hvaða kring- umstæður skapa hvert liugarástand, og hvaða hugarástand hvetur menn 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.