Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 12
Nýlizkulegar framleiðsluvélar i Smjörlikisverksmiðju K.E.A. d Akureyri. Engin mannshönd snertir á efninu frá þvi að hráefnið er látið i braðsluofnana og þar til smjörliliisstykkið er látið i umbúðakassana til sendingar til viðskiþtamanna urn land allt. NÝLEGA LÉT erlendur blaðamað- u r, sem liér var á ferð, svo um mælt í blaði sínu við heimkomuna, að íslenzkt smjörlíki væri bragðverri vara en smjörlíki annarra þjóða. Skýringu á þessu fyrirbrigði var ekki að finna í grein hans. Líklega hafa lesendur haldið, aA smjörlíkisverksmiðjur Is- lendinga væru lakari en slíkar verk- smiðjur gerast hjá nágrannaþjóðunum eða kunnátta landsmanna í þessari framleiðslugrein væri minni. íslenzk- ir neytendur hafa ekki tækifæri til þess að gera samanburð á því smjörlíki, sem hér er á boðstólum og erlendum teg- undum, en með því að þessara unt- mæla liins erlenda blaðamanns hefur verið getið í íslenzkum blöðuin, er lík- legt, að menn undrist þetta ástánd og rifji það þá líka upp með sjálfum sér, að smjörlíkið hér á landi er áreiðan- lega lakari vara en fyrir stríð. Hvernig stendur á þessu? SAMVINNAN heimsótti nýlega smjörlíkisverksmiðju KEA á Ak- ureyri, einu samvinnusmjörlíkisverk- smiðjuna á landinu, og leitaði þar svars við þessari spurningu. Þessi verk- smiðja hóf starf 1930 í nýjum húsa- kynnum, með nýtízkulegum vélum, og veitti erlendur sérfræðingur henni for- stöðu til að byrja með, en ílentisf síð- an hér og starfaði við verksmiðjuna fram ásíðustu ár. Smjörlíkisverksmiðj- an vakti þegar í byrjun athygli neyt- enda um land allt. Vörur hennar — Flóra og Gula bandið — þóttu góðar og vandaðar og starfræksla þessa sam- vinnufyrirtækis varð þegar á fyrstu árum til þess að lækka verðlag á smjör- líki í landinu. — Á árunum 1930—1940 var oft erfitt fjárhags- og gjaldeyris- ástand í landinu, en samt tókst að halda uppi nægilegri smjörlíkisfram- leiðslu og til framleiðslunnar voru m. a. keyptar ágætar kókosolíur, sem eru eitt hið bezta smjörlíkishráefni, sem völ er á. Upp úr styrjaldarlokum áttu íslendingar mikla gjaldeyrissjóði um skeið og allt fram á síðustu tíma hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar verið miklu meiri en þær voru á J^essum ár- um. Sarnt hefur brugðið svo við, að kókosolíur fást ekki lengur til smjör- líkisframleiðslunnar, lieldur eru nú eingöngu eða nær eingöngu keyptar sojaolíur, sent eru eitthvað ódýrari, en Esnu sinni var lalað um á lila smjörlíkiS bláll Skoðanir manna á gildi smjörlíkis hafa tekið miklum breytingum 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.