Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 16
Myndin að ojan: Tjaldborgin við rœlur jökulsins. Snjór var yfir ullu og jrost i jörðu. Myndin sýnir nokliurn hluta brekkunnar, er leiðangursmenn urðu að klifa áður en komið var á sjálfan jökulinn. Myndin að neðan. T. v.: Magnús Guðmundsson, flugstjóri, um það bil er lagt var af stað. T. h.: Einar liunólfsson, vélamaður, undirbýr ferðina af jöklinum. Flakið í baksýn á báðum myndunum. Veður er fagurt, blár himinn og sólbirta, en jörð er alhvít og frost nokkurt. Á leiðinni vestur með jöklinum hefur gefizt gott tóm til þess að at- huga jökulröndina. Þar sem sandurinn og jökullinn mæt- ast, rís jökulröndin snarbrött upp frá sandinum. Er stund- um líkast því sem standberg séu, há og ógeng, en annars staðar ávalar skriður með djúpum gilj.um. Skólplitir lækir renna hér og þar í milli ruðninganna fram á sandinn. Þessi jökull er ekki bláhvítur og fagur þarna í brúninni. Til þess að sjá liann í þeim ham, þarf að komast upp fyrir ruðningana og inn á sjálfa jökulbunguna. Jökulröndin er hnúkótt og sandorpin. Stórir sandhólar og skaflar ná langt inn á jökulinn. Allt landslagið er einna líkast því, sem maður gæti ímyndað sér að það væri á tunglinu. Þarna er hvarvetna mjög ógreiðfært upp á jökulbunguna. Alllangt suðvestur af Urðarhálsi rís Kistufellið, mikið fjall og ber nafn með rentu. Þar sem austurhluti fjallsins nemur við jökulruðningana, er gil, mikið og bratt, og svo hjallar, liver af öðrum, unz komið er í dalskoru, sem gengur milli aðaljökulsins og suðurhlíðar fjallsins. Þarna er gott að ganga á jökulinn. Engar jök- ulsprungur til trafala og úr dalskorunni aðeins lítill halli á aðalbunguna. Þetta verður nú sú leið, sem leiðangursmenn velja sér á jökulinn. Þegar nóttin leggst yfir, er búið að kanna uppgöngumögu- leikana báðum megin Kistufells og ákveða að halda á jökulinn með birtingu daginn eftir. Lagt á jökulinn. Leiðangurs- menn á Vatnajökli miðviku- daginn 20. sept. Kistufell i baksýn. Fram undan er sjö klukkustunda ströng ganga á skiðum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.