Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 17
Skíðin eru tekin fram og at- huguð, nesti tekið til og ann- ar útbúnaður. Síðan skríða leiðangursmenn í svefnpoka sína og eiga kalda nótt þótt veður sé stillt. A jöklinum Enn er myrkt að nóttu þeg- ar jökulfararnir eru komnir á kreik. Nú er uggvænlegra að líta til jökulsins en áður. Hrollköld ísþoka liggur eins og mara yfir öllu og þótt birti, sést ekki nerna fáa faðma. Klukkan er ekki fimm um morguninn, þegar 13 menn hverfa í þokuna og taka að feta upp krikann. Níu menn ætla á jökulinn, en 4 fylgja þeim upp á Kistufellið og létta þeim ferðina með því að bera skíðin. Síðan hefst löng bið fyrir þá, sem eftir eru í tjöld- unum. Eftir þrjár stundir koma hjálparmennirnir fjór- ir ofan af jöklinum, heitir og sveittir af göngunni. Þeir líafa gleðitíðindi að færa. Enda þótt þokan liangi enn yfir tjöldun- um, er bjart uppi á jöklinum. Jökulfararnir höfðu lagt á bunguna í sólskini. Langt í suðri höfðu leiðangursmenn séð flngvélar hnita hringi y'fir flakinu. Fregnin um birtuna Ahöfti Geysis á jöklinum. Að ofan: Ingigerður Karlsdóttir, flugþerna, Guðmundur Sívertsen, loftsiglinga- frecðingur. Að neðan: Bolli Gunn- arsson, loftskeytamaður, og Dag- finnur Stefánsson, 2. flugmaður. |ppg||É|g| t . \ N y. ■ . : ■ .. :

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.