Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 18
Flugþernan cí sleíSaniím. — Akureyringarnir drógu sleðann mestan hluta leiöarinnar. Annar maður frcí vinstri er Magnús Guðmundsson, flugstjóri, þct Tiyggvi Þorsteinsson, fararstjóri jökulfara. á tindunum kemur blóði á lneyfingu í æðum þeirra, sem sitja í hrollköldum tjöldunum og sjá lítið nema ísgráa þokuna. Tveir menn taka í snatri sam- an pjönkur sínar, leggja skíðin á bakið og halda upp í þokuna í gilinu. Vistin þar uppi í hlýtur að vera skemmtilegri en sú raun að hýrast í tjöldum og bíða. Raunar hafa margir tjaldbúar ærinn starfa, að undirbúa komu fólks- ins af jöklinum, taka á móti útvarps- tilkynningum og flugmiðum úr flug- vélum, og jafnvel merkja flugbraut í sandinn. En nægir starfskraftar eru til þess, þótt þessir tveir menn hverfi um stund inn á jökulinn. Slóðin í gilinu er greinileg en brattinn er mikill. Þetta er nærri því eins og að ganga upp stiga. Þegar gilið þrýtur, taka við hjall- ar, hver af öðrum, með bröttum brúnum. Enn hangir ísaþokan yfir öllu og byrgir alla útsýn. En þegar þrír fjórðu lilutar leiðarinnar eru að baki, fer að rofa til. Himin- bláma bregður fyrir. Eftir hálfrar annarar stundar ferð upp brattann, er komið að merkistönginni, sem jökulfararnir höfðu skilið eftir í brúninni. Þaðan liggur slóð þeirra inn á jökulinn, út í þok- una, sem hefur hækkað sig síðán þeir voru þarna á ferð. Við rennum okkur í fyrstu brekkurnar í lægðinni milli fjallsins og jökulsins. Ef ekki birtir upp, verður okkar ferð ekki lengri að sinni. En á skammri stund skipast veður í lolti. Sólargeislarnir ryðja sér braut gegnum þokuþykknið og sópa því á burt. Innan stundar sjáum við langt inn á jökulinn. Slóð félaga okk- ar er greinileg eins langt og augað eygir í suðvestur, og þarna hnitar flugvél hringi langt inni á jökli. Þar er áfangastaðurinn. Við rennum okk- ur niður síðustu brekkurnar og tök- um síðan að ganga á bunguna. Skíðafærið er dásamlegt. Þarna er hinn eftirsótti perlu- snjór. Skíðin renna í hverju spori. Þetta er furðulegur lieimur: blár himinn og hvít snjóbreiða eins langt og augað eygir, en að baki svartir klettar Kistu- fellsins, sem gnæfa upp fyrir fannbreiðuna, en langt í norð- austri sést djarfa fyrir þver- hnýptum hömrum Kverk- fjalla. Við þræðum slóðina inn á jökulinn. Það er sálardrep- andi að ganga á jökulbungu. Hver hæð leynir annari. Spor- in eru mörg, en takmarkið færist iítið nær. Eftir þr stundir er komið brún, og hallar Jrar niður að austur- hlíð bárðarbungn og má nú sjá betur en fyrr, livar flakið liggur. Leiðin er miklu lengri en við höfðum gert ráð fyrir. Komið er fram um miðjan dag. Ef haldið væri álram mundi líklegast að við hittum jökulfarana á heimleið- inni og yrðum að snúa við með Jreim og ganga til baka hvíldarláust. Fyrir þá, senr ekki eru því vanari fjalllerð- unr og skíðagöngunr, mundi slíkt of- raun og gæti orðið til trafala. Úr því sem orðið er, er ekki um annað að ræða en snúa við. Við snúunr skíðunum í norður og höldum sönru leið til baka. Þoku- bakki veltir sér yfir okkur úr austri í bungu- Flakið á Vatnajökli. — Geysir eftir jökullendinguna. Bohcr- inn er brotinn frcí stjórnklef- anum. Við flakið sjcíst flug- þernan og Þorsteinn Svanlaugs- son, einn leiðangursmanna.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.