Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 21
EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í BRUSSEL (Framhald af blaðsífíu 7.) greitt, en Zatopek fylgdi honum eftir og hring eftir lning börðust þessir garpar um forustuna og lengi mátti ekki á milli sjá, livor hlutskarpari yrði. Áhorfendur, sem voru flestir Belgir, kölluðu í sífellu „áfram Gaston, áfram Gaston.“ Þegar um 600 m. voru eftir af hlaupinu, tók Reiff forustuna og þá leit út fyrir, að Zatopek væri orðinn dasaður. Þegar bjallan hringdi og einn hringur var eftir, þá var eins og hann vaknaði til lífsins fyrir alvöiu, þaut fram úr Reiff, hljóp síðasta hringinn sem óþreyttur væri og lauk hlaupinu á tímanum 14.03.0 mín., sem er annar bezti heimstíminn á þeirri vegalengd og aðeins 4.8 sek. frá heimsmeti Hággs. Við þessi ósköp féll Reiff allur ket- ill í eld og frernur gekk en hljóp síð- ustu metrana og varð einnig að sleppa Frakkanum Mimoun fram úr sér á marklínunni og var borinn út af vell- inum úrvinda af þreytu. En Zatopek trítlaði þarna um á eftir sem ekkert hefði skeð, hinn glaðasti og reifasti. Þrefaldur meistari: Hin ókrýnda drottning kvenþjóð- arinnar í heiini frjálsíþróttanna, Fanny Blankers-Kohen, Hollandi, sigraði í þeim þremur greinum, sem hún tók þátt í, 100 og 200 m. hlaupum og 80 m. grindahlaupi og var hún eini þre- faldi sigurvegari mótsins. Annars báru rússnesku stúlkurnar af í köstunum og stökkunum, að há- stökki undanskildu, en alls var keppt í 10 kvennagreinum og 24 karlagrein- um á Brússelmótinu. Ekki er þó hægt að lýsa hinum einstöku greinum meira en orðið er sökum þess hve mikið rúm færi í það. En ég vil geta þess, að síð- asta dag mótsins varð Ásmundur Bjarnason í 5. í 200 m. hlaupinu með Shenton, Bretlandi, sem sigurvegara. íslenzka boðhlaupasveitin í 4X100 m. var einnig í fimmta sæti, en Rússarnir sigruðu á 41.5 sek. íslenzka sveitin fékk 41.9 sek., en það er sami tími og Svíþjóð og Bretland, sem urðu þriðju og fjórðu. Skiptingarnar tókust ekki eins vel hjá íslenzku sveitinni og æski- legt hefði verið. Frakkland sigraði: Frakkland hlaut flest stig fyrir karla- greinarnar eðá 82, en Island varð 8. í röðinni nreð 28 stig og Noregur í 9. sæti með 23 stig. Einnig má geta þess, að Svíar, sem taldir hafa verið með mestu fr j á 1 s í þ ró t ta þ j óðu m heimsins hlutu einn Evrópumeistara meðan við hlutum tvo. Danir fengu engan og ekkert stig í karlagreinum. Heimferðin: Strax að loknu boðltlaupinu flýttum við okkur heim á hótel, tókum saman farangur okkai. þutum niður á járn- brautarstöð og héldum áleiðis til Dan- merkur, yfir allt Vestur-Þýzkaland og alla leið til Oslóar með viðkomu í Kaupmannahöfn. J Osló kepptum við áður en við héldum heim og gekk þar vel. Sunnudaginn 3. sept. komum við svo fljúgandi aftur með Gullfaxa og fengum frábærar móttökur á flugvell- inum eins og kunnugt er. I hugum okkar lifa endurminningarnar um hina glæsilegu íþróttahátíð, og sá á- rangur, sem þar náðist, ætti að verða íslenzkum íþróttamönnum örvun til nýrra afreka og nýrra dáða. MAÐURINN, SEM LAGÐI NAFN GUÐS VIÐ HÉGÓMA (Framhald af blaðsiðu 5.) aðan undir stórum stálbita, er fallið hafði á hann. Stórar svitaperlur glóðu á öskugráu andlitinu. I5essi ónáttúrlegi bjarmi stafaði frá logskurðartækjum björgunarsveitarmanna, sem reyndu að logskera digran og rammgeran bit- ann. Eitthvað óraunhæft grúfði yfir þess- um mönnum, sem báru grímur með stórmn rúðum. Maðurinn, sem lá fastur úndir stál- bitanum, æpti. En þegar liann kom auga á Jca helga þögnuðu kvein hans. Hann stundi: „Faðir! Faðir! Veittu mér lausn synda minna, faðir!“ Hann rétti út hönd sína. Jói greip í hana. „Jæja son minn,‘ ‘sagði hann. Honum lá við köfnun. Hann reyndi að hafa stjórn á rödd sinni, er skalf af hræðslu. „Hvað er það, son minn?“ Maðurinn tók að úthella syndum sinum í óstöðvandi orðaflóði. Tvisvár hafði hann borðað kjöt á föstudegi, einu sinni sleppt messu. Margoft hafði hann lagt nafn Guðs við hégóma, margoft, faðir, kannske ljörutíu sinn- um. Hann. . . . Slökkviliðsmaður kom hlaupandi til þeirra og kallaði eitthvað. Mennirnir úr björgunarsveitinni köstuðu log- skurðartækjunum og hlupu af stað. I^ögregluþjónninn kallaði: „Komdu nú, faðir, við verðum að komast út samstundis. Komdu.“ Jói helgi reyndi að snúast til út- göngunnar, en maðtu inn, sem helstríð- ið háði, þreif í hönd hans og æpti: „Sakramentið, faðir, syndalausn!“ Jói helgi reif sig lausan. Hann gat ekki kornið auga á mennina, sem hlupu á undan honum, en heyrði fóta- tök þeirra gegnum gnýinn af brest- andi viðurn og brennandi eldum. Hann hljóp í átt fótatakanna, blind- aður í þessum reykþrungna gráma. Skyndilega hljóp hann á harðan vegg og datt. Veikum burðum komst hann aftur á fætur. Honum var illt og lá við köfnun. Aftur hljóp hann af stað. Aft- ur rakst hann á vegg, er laust hann til jarðar. í fjarska heyrði hann slökkvi- liðsmanninn kveinka um syndalausn. Hann hafði rneiðst við seinni byltuna. Nú gat hann einungis skriðið. Hann skreiddist áfram, unz eitthvað logandi féll niður á bak lians. Lemstraður rak hann upp skerandi neyðaróp. Nístandi kvein hans runnu saman við öskrin í manninum, sem var limlestur undir stálbitanum. Stundarlengi veinaði hann með sviðalyktina af eigin holdi í nösunum. Loks vissi hann ekki leng- ur í kvölum sínum, hvers rödd það var, sem hrópaði á fyrirgefningu þess, að liafa lagt nafn Guðs við hégóma. í morgunblöðunum stóð m. a.: Hugf)rúður kennimaður, sönn hetja, sem enn hefur ekki tekizt afí hafa upp n, hver var, fórst i nótt í brunanum i Tutt- ugasta og áttundu götu. Æðrulaus liafði hann gengið inn i logana til þess að veita deyjandi slökkviliðsmanni siðustu þjónustu. Hann neitaði að hverfa á brott fyrr en miskunnarverlti hans vœri lokið. Lögreglan hyggur, að innbrotsþjófur muni valdur að eldsupptökunum, ef til vill óviljandi, þar eð heil samstæða af innbrotstólum hefur fundizt i rústun- um. ... 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.