Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 22
Á förnum vegi STUNDUM HEYRIST sagt, að lítil gæfa hafi fylgt forfeðrum okkar, er þeir herj- uðu í vesturveg á leið sinni til íslands og rændu keltnesku fólki á írlandi og Suðureyjum, þótt nokkrum ljóma stafi frá kynbomum Keltum í sumum sögum okk- ar. Þessar efasemdir skjóta kollinum upp í huga nútíma íslendinga, sem hafa ein- hvers staðar lesið þá kenningu mannfræð- inga, að íslenzkt blóð sé írskt að einum þriðja, og hugleiða jafnframt, að löngum hefur verið óróasamt í stjórnmálum og félagsmálum íra og íslendinga. Finnst mönnum þetta ættareinkenni þá harla lítill vegs- og sæmdarauki, og segja sem svo, að við lærum aldrei að stjórna okkur sjálfir fremur en frændur okkar fyrir austan haf, og betur værum við staddir ef við ættum meira af hinu rólynda og yfirvegandi norræna skaplyndi en okkur virðist í blóð borið í dag. Vel má vera, að blóðhitinn í okkur sé meira í ætt við íra en við höfum flest haldið hingað til, en víst mundi þó margur maðurinn hugsa sig um tvisvar áður en hann skipti á honum og hálfvolgu sænsku eða dönsku blóði, ef hann ætti þess kost. Eigi að síður er það viðurkennt, að það nálgast þjóðar- böl, hversu illa okkur gengur að eiga skap við náungann og starfa með honum að lausn þjóðfélagslegra vandamála. Sundr- ungin í stjórnmálum landsmanna og skort- urinn á þjóðartilfinningunni er ein mesta hættan, sem ógnar tilVeru okkar í dag og hvílir vissulega þung ábyrgð á þeim fræknu víkingum, sem fengu þessu litla eyríki þennan arf. En þá er hins að gæta, hverja aðra eiginleika þessi blóðblöndun kann að hafa fært okkur. Er hér á ferð dálítið skemmtilegt íhugunarefni, enda þótt sjálfsagt verði bið á því að nokkur fullnaðar úrskurður verði kveðinn upp um þessi efni. En mér flaug þetta allt í hug hér á dögunum, er ég rakst á orða- skipti, sem nýlega áttu sér stað í amer- ísku bókmenntatímariti. írsk-brezki rit- höfundurinn Kate O’Brien lét þau orð falla í viðtali við amerískt blað í sumar, að bezta enska málið, sem talað væri í dag, væri írskan. Vitaskuld varð slíkri staðhæfingu ekki látið óandmælt, og síðan var þeim skoðunum mótmælt af þeim, sem bezt þóttust vita. í þessum viðræðum komu fram menn eins og Bemard Shaw og Sean O’Faolain, báðir írskir, og urðu náttúrulega ekki sammála. Annar landi þeirra, leikhúsmaðurinn Peter Kavanagh, skrifaði tímaritinu á þessa leið í sambandi við þessar umræður: „Þegar maður athugar það, sem kallað er enskar bókmenntir, kemst maður ekki hjá því að taka eftir, að nær því allir þeir, sem einhver áhrif höfðu voru írar — Goldsmith, Sheridan, Burke, Swift, Joyce og Shaw. Yfirleitt má segja, að þegar Eng- lendingur skrifar, sé hann ákaflega leiðin- legur. Það er því ekki alveg út í bláinn að halda því fram, að síðustu fimmtíu árin séu engar enskar bókmenntir til fyrir utan írskar bókmenntjr." Annar kunnur íri, Lennox Robinson, forstjóri Abbey leikhússins í Dublin, lét svo ummælt: „Á knæpunum í Dublin er algengt að heyra menn deila um skáldskap. Þarna er nokkuð, sem ekki er að finna á enskum knæpum." Fleiri vitni voru leidd í þessum orða- ræðum, þeirra á meðal hinn nýlátni enski prófessor Harold Laski, sem á að hafa sagt, að hann hafi aldrei heyrt fleiri gáfulegar setningar á einni klukkustund en í Dublin, en líka hvergi eins mikið „nonsense“. ESSAR staðhæfingar um bókmennta- legan áhuga íra og málsmekk þeirra, eru e. t. v. nokkur viðbót við sögu- og mannfræðiþekkingu okkar, ef þær reynast réttar, og líklegt er, að í þeim sé mikill sannleiksmergur. Því er haldið fram, og áreiðanlega ekki að ástæðulausu, að bók- menntaiðkanir íslendinga hafi haldið líf- inu í þjóðarsálinni á mestu þrengingar- tímum myrkraaldanna, sem þjóðin lifði undir erlendri stjóm. Skálda- og fræða- iðkanataugin hefur verið sterk í okkur í gegnum aldimar og ekki verður því and- mælt, að íslendingar eiga ríka máltilfinn- ingu, enda hefur þeim tekist að varðveita tungu sína betur en öðrum þjóðum, jafn- vel betur en írum, sem nú heyja erfiða baráttu við erlent tungumál til þess að endurvekja mátt gaelískunnar með þjóð- inni. EGAR ÞESSUM eiginleikum er teflt fram gegn sundrungargiminni og óein- ingunni, verður útkomin í því tafli naum- ast á þann veg, að við getum legið for- feðrum okkar á hálsi, þótt þeir gerðust djarftækir til kvenna í fornum menning- arborgum vestrænna manna á írlandi og nálægum eyjum, ef sú er þá reyndin, að hið írska blóð hafi kynnt undir, er okkur hefur komið sérlega illa saman við ná- ungann á liðnum árum, eða ef okkur hefur komið snjöll staka í hug. Um þetta verður vitaskuld ekkert fullyrt, en það kemur þá í hug þeirra, sem gist hafa hina írsku höf- uðborg, að undarlega voru baksvipirnir þar líkir því, sem oft sést á íslandi, og við íslenzka svipinn á írsku lögregluþjónun- um í New York kannast margir íslending- ar, síðan vesturferðir komust í tízku aftur. Vörugæði — vöruvöndun Samvinnufélögin á Norðurlöndum leggja mjög mikla áherzlu á að kenna neytendum að meta gildi góðrar og vandaðrar vöru. Hafa samvinnufélög- in haft forgöngu um smíði hentugra og vandaðra liúsgagna, eldhúsáhalda, borðbúnaðar og ýmiss konar annars 22 varnings, sem lrvert heimili þarf jafn- an að kaupa. Eitt nýjasta dæmið um það áherzlu, sem á þessi mál er lögð, er að finna í sænska samvinnutímaritinu VI, frá 14. október s. 1. Þetta hefti — sem er 48 bls. að stærð — er helgað þessu mál- efni, að fræða fólk um gildi góðrar vöru og bénda á, hver þáttur vönduð framleiðsla er í því að hækka lífsstig þjóðarinnar. í þessu Vl-hefti er rætt um ýmsar tegundir eldhúsáhalda og borðbúnaðar, um rúm og rúmbúnað, um margs konar húsgögn og áklæði, um borðlampa og standlampa og gildi góðrar birtu, um borð og stóla, gler- vörur, fatnað, sérstaklega barnafatn- að, um leikföng barna óg þýðingu þeirra og gildi þess, að þau séu vönd- uð en ekki óhrjáleg og ónýt, o. m. fl. Fjölmargar myndir eru til skýringar efninu. Vi er eitt hið allra læsilegasta og menningarlegasta tímarit, sem út kemur á Norðurlöndum og ættu þeir samvinnumenn, sem eiga þess kost að halda erlent blað, að hugsa sig tvisvar um áður en þeir velja eitthvert annað blað. Blaðið er og ódýrt. Danska vöruhúsið ANVA Danska samvinnusambandið hefur nýlega opnað stórt vöruhús ('Magasin) í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið ANVA (Andels Varehus). Hefur þetta framtak dönsku samvinnuhreyfingar- innar vakið athygli innan lands og utan. Þetta er fyrsta stóra vöruhúsið, sem danskir samvinnumenn koma á fót. í Svíþjóð rekur samvinnuhreyfingin eitt stærsta og glæsilegasta vöruhús landsins, þar sem er PUB, sem hefur verið skýrt ýtarlega frá starfsemi þeirr- ar merku stofnunar i Samvinnunni. Samvinnuverzlunin í París Kaupfélagið í París (Union des Cooperateurs — UDC) hefur nú náð sér aftur eftir erfiðleika og eyðilegg- ingar styrjaldarinnar og standa miklar byggingaframkvæmdir yfir á vegum félagsins. Þegar þeirn er lokið, mun félagið starfrækja 500 verzlunarbúðir í París og næsta nágrenni hennar. Það vekur sérstaka athygli erlendra samvinnumanna, sem lesa um starf- semi kaupfélagsins í París, að 45% af umsetningu félagsins er í vínsöludeild- inni. Frakkar framleiða mikið af ó- dýrum góðvínum og eru þau mjög ó- dýr og talin til helztu nauðsynja þar í landi. Hér er að sjálfsögðu um að ræða ávaxtavín og önnur létt vín, en ekki brennda drykki.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.