Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 26
FORELDRAR OG BÖRN A ég að segja þér sögu? ER listin að segja sögu týnd og tröllum gefin í nútíma þjóð- félagi? Hér er átt við þá list, að segja börnum ævintýri úr heimi álfa og trölla, kónga og drottn- inga, töfralanda hugarheimanna, rekja frægðarverk karlssonar í lönd- unum fyrir austan sól og sunnan mána? Óneitanlega virðist mörg- um, að börnin, sem nú alast upp, þekki minna til þessara ævintýra heirna en fullorðna fólkið, en því meira af nöfnum kvikmyndastjarna og frægðarverka súpermanna og tarzana neðanmálssagna dagblað- anna. En það væri samt misskiln ingur að halda, að sú náttúra barns- ins, að liafa gaman af hinum fornu ævintýrum, sé umbreytt orðin. Þessi þrá er áreiðanlega til enn í dag, og hún bíður þess aðeins, að við, foreldrar nútímabarnanna, gefum okkur tíma til þess að leysa hana úr læðingi með því að taka börnin á hné okkar og segja þeim góða sögu, og gera hana eins lit- ríka og skemmtilega og pabbi og mamrna gerðu á okkar ungu dög- um eða afi og amma. Umhverfið breytist örara en eðli mannsins. Véltækni og vísindi hafa ekki megnað að leggja Ásur, Signýjar og Helgur ævintýranna að velli. Þeg- ar gluggatjöldin hafa verið dregin fyrir og útsýnið til bifreiðanna, skarkalans og hávaðans er byrgt — og útvarpið yfirgnæfir ekki allt, eins og of oft vill verða —, er sarni jarðvegurinn til þess að segja sögu, sem lyftir hugum barnanna til æv- intýraheimanna, og var á fyrri ár- um, þótt þá væri víða fátæklegra umhorfs en nú er, aðeins ef við sjálf gefum okkur tíma og tóm og minnumst þess, hvernig það var í okkar tíð að vera barn. í þessu efni er okkur hollt að líta í eigin barm og íhuga, hvort muni lík- legra vegarnesd á lífsleiðinni, hin- ar litríku og íagurlega ofnu sögur, sem afi og amma kenndu okkar og höfðu lært af öfum sínum og ömm- um, eða tarzanar nútímans, og hvert muni vera raunverulegt gildi hins þjóðlega ævintýris. Er þess á fyrst að minnast, að ævintýri afa og ömrnu varð fyrst til þess að skerpa máltilfinningu okkar og hæfileika til þess að meta það, sem er vel og fagurlega sagt. Með því hófst ímyndunarafl okkar á flug, og ef til vill hefur það aldrei flogið liærra en einmitt þessar kvöldstundir. Margur maðurinn, sem nú stendur upp í axlir í brauðstriti liversdags- ins, minnist þeirrar tíðar með sökn- uði. Og svo voru afi og amma líka snillingar að segja frá, þau léku listilega látbragð risans eða skess- unnar í hellinum, viðkvæmni kóngsdótturinnar og æðruleysi og karlmennsku karlssonarins. Og var það ekki íhugunarefni í þá daga, að það skyldi oftar vera sonurinn úr koti karls og kerlingar, sem vann kóngsdótturina og kóngsríkið hálft, en glæsilegur kóngssonur eða ridd- arasonur? \TISSULEGA mun listin að segja sögu á afa og ömmu vísu lioll- ari þjóðfélaginu í dag, en hinn ný- tízkulegri ævintýrasaga um menn, sem heita X eða Elding eða Tarzan eða bara Alí Baba. Og tækifæri til þess að endurlífga þessa list er fyrir hendi enn í dag og svo lengi sem fullorðna fólkið sjálft kann þessar sögur. Það sýndi sig í sumar í ný- tízkulegasta umhverfi veraldar, inn- an um steinhallirnar miklu í New York, að fátt skemmtir börnunum betur en vel sögð ævintýrasaga í gömlum stíl. Fyrst þessu er þannig farið þar, er ekki ástæða dl-að ef ast um, að jarðvegunnn sé dl hér lijá okkur. Það var Almenriings- 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.