Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 27
 KONURNAR OG SAMVINNAN bókasafnið í New York, sem beitti sér fyrir þessari endurvakningu hins þjóðlega ævintýris þar vestra. Á vegum þess voru haldnar meira en 500 samkomur með börnum í borginni, og á þessum samkomum var ekkert annað um að vera en það, að sögð voru ævintýri, sem þar, eins og hér og sjálfsagt víðast hvar í menningarlöndum, virtist vera að hverfa. Þessar samkomur voru haldnar úti undir berum himni, helzt í skemmtigörðum borgarinnar. Og börnin sóttu þær, og sóttu þær því betur, sem á leið. Frá því er s! ýrt í sambandi við þetta, að eftir að sagan hófst, hafi börnin fylgzt með af hinni mestu athygli og ekki hirt um, þótt sæti væru óhæg. Þeir, sem hugmyndina áttu að þessu, sögðu á eftir, að það væri auðséð, að grammófónninn, útvarpið, sjónvarpið og myndasög- ur dagblaðanna, hefðu enn ekki megnað að uppræta úr barnssálun- um þrána eftir ævintýrinu eða hæfileikann að kunna að meta vel sagða sögu. Þessi tæki mannsins eru ný, en að segja sögu er æva- gömul list, líklega jafn gömul manninum sjálfum. Forráðamenn bókasafnsins, sem að þessu máli unnu, leituðu álits foreldra um hina gömlu íþrótt. Hvers vegna reyndu foreldrar ekki að endur- vekja hana heima hjá sér? Svörin voru margvísleg. Algengast var, að menn sögðust ekki hafa tíma til þess. En margar fleiri ástæður voru og taldar, og útkoman var sú, að rnikill meirihluti fólks leit á ævin- týrið eins og dautt efni, sem liefði lifað síðust æviárin fyrir mörgum áratugum og tilheyrði ekki heimi atómsprengjanna og fjöldaáróðurs- ins. En annars liöfðu menn heldur ekki gefið sér neinn tíma til þess að hugsa um þessa hluti. NÚ hin síðustu ár hefur sá hluti bókmennta erlendra þjóða, sem í minnstu áliti er hjá þeim, haldið innreið sína á íslandi með þeim hætti, að fullkomið áhyggju- efni er. Þetta er sú tegundin, sem engilsaxar og fleiri kalla „gulu pressuna“, en til liennar heyra ýms- ar ómerkilegar myndasögur, margt reifararuslið og þau rit, sem eink um flytja lélegar glæpa- og ásta- sögur, írásagnir af ástalífi kvik- myndaleikara og annað þess háttar. Víða erlendis er „gula pressan“ eitt mesta áhyggjuefni þeirra afla, sem vilja stuðla að aukinni menningu á öllum sviðum. Innrás þessa les- efnis hér á íslandi hetui orðið með skjótum hætti. Á síðustu áruni hefur útgáfa reifaranna farið mjög í vöxt, og tölu skemmtiritanna man nú enginn lengur, hé heldur livað þau öll lieita. Það er stað- reynd, að börn sækjast í svona les- efni, sé það fyrir þeim liaft. Þarf ekki að ræða, liversu heppileg lesning slíkt er ungum og við- kvæmum sálum, eða hver áhrif hún getur haft á málsmekk þeirra og fegurðartilfinningu. Það er óhugnanlegt sjúkdómseinkenni eft- irstríðsáranna, hversu greiðan að- gang þessar bókmenntir virðast eiga að heimilum landsmanna. Þegar svona er komið, virðist æski- legt, að foreldrar, sem lengra liugsa en fram á næsta dag, íhugi, hvort börn þeirra fara ekki nokkurs á mis, að þekkja ekki persónur hins þjóðlega ævintýris og þá hugar- heima, sem því eru tengdir. Með þVí móti er líka e. t. v. auðvelt að rækta þá íegurðar og máltilfinn- ingu í brjóstum barnanna þegar á unga aldri, að þau verði ónæm fyrir þeirri bakteríu, sem „gula pressan'* er í hverju menningar- þjóðfélagi. Og höfum við ekki þar að auki gerzt um of áfjáð í að þýða og gefa út erlendar barnasögtir, á meðan mörg gömlu ævintýrin og þulurnar liggja óbætt hjá garði? Það er alveg vafalaust, að þörf er á samstarfi góðra myndlistar- manna og útgefenda til þess að gera aðgengilegar og fallegar út- gáfur inargra þjóðlegra ævintýra og skipa þeint á ný efsta sess í bók- menntum barnanna. (Framhald af bls. 25.) Samvinnubrúðuna, sem gefin voru snið af á sérstöku fylgiblaði. Brúða er alltaf kærkomin gjöf lianda litlu stúlkunum og að sjálfsögðu er hægt að gera Samvinnubrúðuna aftur og aftur með einhverjum smábreytingum, t. d. í fatnaði liennar eða á lit brúðunnar sjálfr-. ar. Það eru forsjálar húsfreyjur, sem farnar eru að hugsa fyrir jóla- glaðningi handa börnunum. Eigi að gera gjafirnar heirna, sem er bæði skemmtilegt og venjulega margfalt ódýrara, þarf að byrja á því fyrr en seinna, því að síðustu dagana fyrir jólin er venjulega um svo margt að hugsa og í svo mörgu að snúast, að lítill tími vill verða aflögu til þess að sitja með handa- vinnu. Lesið nóvember-blaðið! A. SMJÖRLÍKISFRAMLEIÐSLAN (Framhald af bls. 15.) smiðjur nauðsyn í hverju menningar- þjóðfélagi, og mikið kapp hefnr verið lagt á að bæta vöruna á ýmsan liátt með fullkomnari framleiðsluaðferÓ- ferðum. Er og sums staðar s\ro langt komið, að smjörlíki nálgast smjörið rnjög um bragð og gæði. Hér á íslandi eru. möguleikar til þess að feta þessa slóð. Hin nýja smjörlíkisverksmiðja Kaupfélags Eyfirðinga er t. d. búin ínllkomnustu vélum til framleiðslunn- ar og héfur á að skipa ágætlega hæf- um fagmönnum. En hana skortir hæfi- legt hráefni til þess að gera framleiðsl- una eins góða og unnt er. Það er þarna, sem skórinn kreppir. Virðist korninn tími til að stjórnarvöldin líti ekki að- eins á verðlag hrávörunnar, sem keypt er, heldur líka á gæði hennar, og á þá kröfu neytenda um land allt, að þessi nauðsynjavara sé a. m. k. lyllilega sam- bærileg við sams konar framleiðslu annarra þjóða. Vélarnar eru til, fag- mennina höfum við, en skilninginn á þessu atriði, sem engan veginn er lítilsvert, virðist skorta. Þar er að finna skýringuna á ummælum erlenda blaðamannsins, sem um var getið í upphafi þessa rnáls. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.