Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 4
byggingave'rkstæði fyrir bíla, rafmagns- verkstæði, er annast raflagnir í hús meðal- annars, málningarverkstæði, er sér nm hvers konar málaravinnu, pípu- lagningaverkstæði, karlmannafatagerð og kvenfatagerð tekur til starfa von bráðar. Auk þess rekur félagið lopa- verksmiðju í Hveragerði. VERZLUNIN og ÚTIBÚIN Aðalverzlunin hjá Kaupfélagi Ár- nesinga er á Selfossi. Eru þar í hinu nýja og veglega liúsi félagsins margar deildir, nýlenduvörudeild, járnvöru- og búsáhaldadeild, pöntunardeild, bókaverzlun, vefnaðarvörudeild, kjöt- búð; ög Ajötvinnsla, mjólkurbúð og brauðgerðarhús. Utibú með opnum verzlunum eru svo í Hveragerði, á Stokkseyri og Eyr- arbakka. Fjórða útibúið verður opnað í Þorlákshöfn í janúar næstkomandi. Á sínum tíma keypti Kaupfélag Ár- nesinga Laugardælatorfuna. Var það gert með það fyrir augum, að tryggja starfseini kaupfélagsins nægilegt land- rými undir byggingar og starfsemi nærri hinum unga og vaxandi kaup- stað við Ölfusárbrú. En þannig var varanlega séð fyrir þörfum félagsins í því efni. í Laugardælum liefir félagið rekið búskap í nokkuð stórum stíl. Þaðan liefir nú verið leitt heitt vatn til að hita' upp húsin í þorpinu. Vatnið fékkst úr tveimur borholum í landi einnar jarðarinnar í Laugar- dælatorfunni, Þorleifskots. Þessum borunum er ekki enn lokið, en sá ár- angur, sem náðst hefir nú þegar, nægir til að hita upp öll hús á Selfossi með heitú vatni. Koma úr borholunum f5 sekúndulítrar af 80 stiga heitu vatni. Verkfræðingar, sem annazt hafa um- sjón með verkinu á vegum kaupfélags- ins, telja, að þarna sé um að ræða mikið niagn af heitu vatni, sem hægt sé að ná og nægt geti um ófyrirsjáan- lega framtjð. Á ANNAÐ HUNDRAÐ MANNS AÐ STÖRFUM Láta mun nærri, að nú séu talsvert á annað hundrað manns að störfum á vegum Kaupfélags Árnesinga. Eins ogisakir standa, vinna um 60 manns hjá iféláginu; að verzlunarstörfum, 115 að. iðiiaði ýmiss konar og um 40 bíl- stjórar. Félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga eru á fimmtánda hundraðinu. SA M VINN USAM TÖKIN BÚA FÓLKINU BJARTA FRAMTÍD Þegar hin ungu samvinnu- félög tóku sér bólfestu við Ölfusárbrú fyrir tuttugu ár- um, urðu merkileg þáttaskil í lífi fólksins á stærsta gróður- lendi Islands. Staðarvalið var táknrænt. Brúin yfir hið ólg- andi vatnsfall hafði áður markað tímamót, er birta tók á ævintýralegasta framfara- tímabili íslandssögunnar. En þó að Ölfusárbrúin sé nauðsynlegur þáttur í lífi fólksins fyrir austan, eru þó samvinnusamtökin ekki síður þýðingarmikil. Því að þau eru sú brú, sem kynslóð framfara- aldarinnar á íslandi hefur gengið yfir til nýs lífs og bættrar lífsafkomu, og vegna þeirrar brúar er komandi kyn- slóðinni bjartari framtíðin. ; GESTUR SKRIFAR: ; J; Norðlendingur, er nýlega «1 !; átti ferð um Suðurland i J; ; fyrsta si?in, ritar blaðinu m. i! 1; a. á þessa leið: — Það er œv- J; <! intýri að ferðast í fyrsta sinn 1; J; um hinar miklu gróðurvið- (! 1; áttur sunnan lands. Tvennt J; J; er mér minnisstreðast: Land- ■! J; námið nýja undir Ingólfs- ;> fjalli, þar sem verið er að <! breyta órœktarmýrum og <! holtum i rœktarland og und- !; J; irbúa byggð, og hið nýja • <! kauþtún Selfoss, sem er J; J> steerra og myndarlegra en l! J; mig hafði órað fyrir. Engum, J ! sem til Selfoss kemur, dylst J; ; hlutur Kauþfélags Árnesinga ;! ! i þessum framförum. Kauþ- J; ; félagið setur sviþ á staðinn, i I með hinum stórmyndarlegu > ; byggingum og margþœttu Z ; framkveemdum. Að ofan: Egill Thorarensen kauþ- félagsstjóri á skrifstofu sinni. Næsta mynd er frá saumastofu kauþfélags- ins. Þá er mynd frá einni af verzl- unarbúðunum. Neðst er mynd frá lagningu hitaveitu þeirrar, er kaxiþ- fclagið lét gera. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.