Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 5
GLEYMSKA Smásaga eftir DÓRA JÓNSSON LFUR BOGASON var hinn mesti -Ai- elju- og starfsmaður. Það var þeim bezt kunnugt, sem þekktu hann gleggst. Þannig hafði hann verið allt frá barnæsku. Álfur var úr þeim hópi manna, sem brýst áfram úr mikilli fátækt og var nú vel bjargálna. Var sinnar eigin gæfusmiður eins og þar stendur. Margt hafði Álfur prófað um dag- ana. Vinnumaður í sveit um margra ára skeið, vegavinnumaður, sjómað- ur og daglaunamaður, en var nú for- stjóri, bókhaldari og gjaldkeri hjá félaginu „Þróttur“. Hann hafði notað tímann vel. Menntað sig af sjálfsdáðum. Var á- gætur félagsmaður, vel máli farinn, tillögugóður og hugkvæmur. Ekki var fyrir það að synja, að mörgum fannst hann framgjarn, en menn virtu dugnað hans og fram- takssemi, enda var hann í fararbroddi. En á þeim árum, sem sagan gerð- ist, voru menn vantrúaðir á alla ný- breytni. Menn héldu í hið gamla, það var bezt, sögðu menn. Þeir, sem voru að brydda upp á nýjungum, voru kallaðir skýjaglópar og ýmsum slík- um nöfnum. Það, sem þeir voru að reyna að koma í framkvæmd, kallað fimbulfamb. Álfur var einn þessara skýjaglópa í þorpinu þar sem hann starfaði. Allt- af var hann að prjóna upp á hinu og þessu. En þá kastaði nú fyrst tólf- unum, þegar það spurðist, að hann væri að stofna til útgerðarfélags á einhvers konar samvinnugrundvelli. Gamlir og ráðsettir menn hristu sína æruverðugu gráhærðu kolla. Þvílíkur barnaskapur! Hvað áttu fé- lausir menn að gera með slíkt? Þess háttar störf voru ekki á meðfæri annarra en þeirra, sem fjármagnið höfðu. Auk þess þurftu menn að bera eitthvað skynbragð á slíkt mál. Nei, þetta og annað eins var hreinasti barnaskapur. Þannig mæltu hinir gömlu og ráðsettu. En Álfur var vanur því að sækja á brattann, og því hærra sem var að klifa, því betra að hans dómi. Og fólkið lét segja sér tvisvar hin stóru tíðindi, þegar Álfur og félagar hans sigldu inn á víkina á mótorbát, sem þeir höfðu keypt fyrir sunnan. Reynd- ar var mestallt andvirðið í skuld, og veiðarfærin líka. En hvað; sem þvl leið, þá voru þeir orðnir útgerðar- menn. En menn þóttust sannfasrðir um, að þeir færu flatt á þgssu, slíku fádæma flani. En það fór betur en áhorfðist. Þeir komu úr fyrsta róðrinum með bát- inn fullan af ríga þorski, og að vor- vertíð lokinni, voru þeir aflahæstir Menn voru undrandi. j Tíminn leið. Á fimmta ári ,frá því þeir hófu útgerðina áttu þeir þrjá báta, og þá var starfið orðið það um- fangsmikið að einhver þeirra varð að gerast framkvæmdastjóri, og með því að Álfur hafði umfram félaga sína aflað sér nokkurrar fræðslu í meðferð reikninga, þá var hann tal- inn sjálfsagður í forstjórastarfið. SÍÐAN voru liðin þrjú ár. Fimbul- fambið og flanið var orðið að veru- leika. En þetta hafði haft víðtæk á- hrif. Menn voru farnir að efast um, að framtak einstaklingsins væri hið eina almáttka afl, sem þarf til þess að tryggja fólkinu lífsviðurværi. Og bein afleiðing af þessum sinnaskipt- um kom í ljós. Fólkið hafði stofnað pöntunarfélag, sparisjóð, og unga fólkið byggt sér allmyndarlegt sam- komuhús. Já, fólkið hafði vaknað, og sá sem vakti það, hafði stundum ver- ið kallaður Álfur úr hól. AÐ VAR seint í janúar. Veður höfðu verið válynd að tmdan- förnu, þótt fyrst keyrði um þverbak þetta kvöld. Ofsinn í veðrinu var tryllingslegur. En happ var það, að enginn var á sjó í þorpinu. Menn létu fara vel um sig og héldu sig innan dyra. Það datt engum í hug að vera að þreyta fangbrögð við storminn þetta kvöld. Nema Álfi Bogasyni. Honum var ekki fisjað saman. Hann kvaðst endi- lega þurfa að fara út þetta kvöld. Hann ætti eftir að ljúka við reikning- ana. Félagar sínir hefðu óskað eftir að taka þá til endurskoðunar. Hildur kona Álfs var svo sem ekkert undr- andi á þessu. Hún vissi ofboð vel, hvað maður hennar var ósérhlífinn, þó hefði hún samt kosið, að hann hefði verið heima og hvílt sig. En því var nú ekki að fagna. Og nú sat Álfur Bogason við skrif- borðið í litlu skrifstofunni. En þótt undarlegt megi virðast, þá var Álfur ekki að vinna. Hann sat þarna að- eins og glápti á bækurnr. Hvað olli slíku? O, það var ósköp einfalt. Álfur 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.