Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 6
Bogason stóð frammi fyrir þeirri ó- véíengjanlegu staðreynd, sem heitir sjóðþurrð á venjulegu máli. Svona var þá komið fyrir honum, flysjungnum þeim arna, myndu and- stæðingar hans hafa sagt, ef þeir hefðu verið búnir að heyra sannleik- ann. En Álfi hafði tekizt að halda öllu leyndu til þessa, en nú fór sá tími óðum þverrandi, nú var að líða að skuldadögunum. Álfur gat bara ekki skilið í því, hvernig á þessari sjóðþurrð stóð. Hann hafði hreina samvizku. Hann hafði ekki dregið sér svo mikið sem fimmeyring. Og ekki þurfti að segja um hann, að þetta væri svo sem allt skiljanlegt, annar eins óreglugemsi og hann væri. Nei, slíkt var ekki hægt að segja um Álf Bogason. Hann var í orðsins fyllstu merkingu reglu- maður. Hann hafði aldrei neytt tó- baks né áfengis. Af heimili hans fór hið bezta orð. Þau hjónin bæði spar- söm og nýtin. Og ekki bárust þau á. Heimili þeirra algerlega laust við prjál og íburð. Allt á einfaldan og tilgerðarlausan hátt. Nei, hann þurfti ekki að sitja hér þess vegna, hann hafði engu stolið. En Álfur var ekki einn þeirra, sem slær öllu upp í kæruleysi. Til þess var hann of heiðarlegur og vamm- laus. Honum hefði svo sem ekki þurft að verða nein skotaskuld úr því að fela þetta. Slíkt og annað eins gerðu menn, þegar þeir gátu ekki bjargað sér á annan veg. Það var bara að falsa bókhaldið, annað þurfti nú ekki. En það var nú svo komið fyrir bardagámanninum Álfi Bogasyni, að hann fann nú til vanmáttar. Þetta var erfiðsti brattinn, sem hann hafði nokkru sinni þurft að klífa. Hann fann að hann var að hrapa. Hann eygði ekki annað en Ginnungagap. Hann hafði engin ráð, til þess að afla þessa fjár í tæka tíð. Hann var því á hraðri leið niður á við. Og þótt Álfi hefði tekizt að dylja hug sinn að undanförnu, þá hafði það samt ekki farið fram hjá konu hans. Hana grunaði að eitthvað amaði að honum, þótt hún á hinn bóginn hefði lítt haft það á orði við hann. Það var líka í fyrsta sinn á þessum tíu hamingjusömu hjúskaparárum þeirra, sem hann hafði ekki opnað hug sinn fyrir henni. Það hafði alltaf verið venjan, þegar eitthvað gekk örðuglega að segja henni málavexti. Síðan ræddu þau um viðfangsefnið, og eftir því þurfti hann aldrei að sjá, því að Hildur kona hans var ráðsnjöll og hyggin kona. En til þessa hafði hann ekki getið skýrt henni frá þessu. Hann ætlaði íyrst að þrautreyna allt, þegar hann hefði svo kippt öllu í lag, ætlaði hann að segja henni allt af létta. En nú var hann búinn að gera allt, sem honum hafði hugkvæmzt, og hann fann enga leið út úr ógöngun- um. Álfur hafði margsinnis farið yfir allar færslurnar, þrautprófað allt, sem kom bókhaldinu við, en allt var árangurslaust. Hann hafði í fyrstu gert sér þær vonir, að honum heíði skotizt yiir að færa eitthvert fylgi- skjalið. En ekki var því að heilsa. Kvöld eftir kvöld hafði hann setið þarna í skrifstofunni og reynt að rifja upp í hugaríylgsnum sínum, hvað orðið hefði af þessum pening- um. Margt kom honum í hug, en ekk- ert af því var líklegt. Hann gat ekki komið þessari sök á neinn félaga sinn. Enginn annar en hann hafði aðgang að bdkum eða sjóðum félagsins. Hafði hann greitt einhverjum fjár- hæðir án þess að fá kvittun? Slíkt gat alltaf komið fyrir, en varla þegar um svona upphæð var að ræða.Reynd- ar fann hann ekki hjá sér neina sök, ef sök skyldi kalla. Hann safnaði oft reikningum, án þess að færa þá. En honum var nokkur vorkunn, sérstak- lega þegar mikið var að gera. Hann var einn við þessi verk. Það var oft í mörgu að snúast. Hann mundi til dæmis eftir því í haust, þegar afla hrotan kom. Þá var varla hægt að segja, að hann settist niður fyrr en á kvöldin, og þá var hann oft þreytt- ur. Hann minntist þess líka, að Hild- ur var að finna í vösum hans ýmis skjöl, já, og þau sum mjög þýðingar- mikil. Vissulega gat legið þannig í því, að hann hefði týnt kvittunum, sem litlar líkur voru til að kæmu í leitirnar. LFUR hafði allt fram að þessu kvöldi verið hinn vonbezti. En nú var þessi vonarneisti að smákulna út. Það var eins og stormurinn væri að feykja þessum litla neista alger- lega á burt. Hvinur stormsins var líkastur dimmri, ógnandi rödd, sem þrumaði í eyru mannsins hin ægileg- ustu dómsorð. Viðnámsþróttur Álfs smá þvarr. Hið innra hjá honum var barizt um völdin, sál hans var orðin orustuvöllur, þar sem hið góða og illa börðust um yfirráðin. Og storm- urinn lék undir á sína trylltu strengi. Hann var þessa stundina líkastur skipi, sem hrekst stjórnlaust áfram í myrkri og stormi. Smánin beið við dyrnar hjá honum. Allt var að hrynja. Gott málefni hafði orðið fyr- ir hnekki, það var ekki hægt að leyna neinu. Álfur sá fyrir sér meinfýsna glott- ið á andlitum þeirra, sem ekki að- hylltust skoðanir hans. Þetta var góð- ur reki á slíkar fjörur. Var ekkert hægt að gera? Voru öll sund lokuð? Hann hafði því miður engin ráð. Stundum hafði honum komið til hugar að segja félögum sín- um frá öllu. Fara þess á leit, að hann fengi að greiða skuldina á tveimur árum. En hann gafst alltaf upp við það. Hann vissi ekki, hvernig þeir myndu taka þeirri málaleitan. Og svo kom annað til, hann óttaðist, að traust þeirra til hans myndi minnka. Ekk- ert þýddi að leita fyrir sér um bráða- birgðalán. Nei, hann var búinn að leita í hug sínum að einhverju ráði, en hann eygði enga leið til bjargar. Jú, það var til ráð: Fölsun á reikn- ingshaldinu. Það var nokkur tími liðinn síðan þessari hugmynd skaut upp. Fyrst hafði hann hryllt við tilhugsuninni og alls ekki látið sér til hugar koma að framkvæma hana. En nú hafði þessi rödd gerzt enn áfjáðari, nú lét hún hann ekki í friði. Álfur stóð upp frá borðinu. Hann var stór maður vexti og hinn karlmannlegasti. Svipur hans var hreinn og einarðlegur, og engum snjöllum mannþekkjara hefði dulizt, að Álfur var alveg laus við undir- ferli eða sviksaman verknað. Allt um það var nú svipur hans dimmur og tvíræður. Hann tók að ganga um gólf. Hann gekk hratt. Það var eins og hann vildi reyna á þann hátt að yfirvinna þessa freistingu, sem sífellt gerðist áleitnari. En hann gafst fljótt upp á þessu, settist á ný og fór að fletta fylgiskjöl- unum. Það sáust fingraför á sumum reikningunum, svo oft var hann bú- inn að handfjatla þá. Hann lét und- an þeirri hugmynd, sem gerði vart við sig, að athuga hvaða skjöl bezt mundi að falsa. Þarna var til dæmis kvittun, sem litla breytingu þurfti á að gera. Og þarna var önnur, og enn kom þarna ein. Þetta virtist svo ó- sköp einfalt. Það voru ekki miklar líkur til þess að endurskoðendur litu svo vandlega á skjölin. En samvizka hans? Mundi hún láta 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.