Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 9
þessu rækti Sambandið mikils vert menningarhlutverk, og með þessari starísemi er lögð áherzla á þau sann- indi hér á landi, eins og annars stað- ar, að samvinnufélagsskapurinn er ekki aðeins samtök fóiksins um verzl- un og framleiðslu, heldur einnig á sviði menningarmála. Með eigendaskiptunum færðist starf- semi Norðra mjög í aukana. Útgáfa þjóðlegra fræði- og skemmtibóka var hafin nokkru áður. Má t. d. nefna Sögu landpóstanna árið 1942, og eftir eigendaskiptin rak liver merkisbókin aðra. Má í þeim hópi nefna liina ágætu bók dr. Brodda Jóhannessonar um íslenzka hestinn — Faxa —, Horfna góðhesta Ásgeirs frá Gottorp, Göngur og réttir, Hrakninga og heiðavegi Jóns Eyþórssonar og Pálma Hannes- sonar og fjölmargar bækur um þjóð- leg íslenzk fræðí, íslenzka sögu og náttúru. Nú er væntanleg á markað- inn bók í tilefni af 25 ára atmæli forlagsins. Er það ritverk Beneclikts Gislasonar frá Hofteigi um íslenzka bœndur, og er val þessarar bókar sem afmælisbókar forlagsins táknrænt um viðhorf Norðra og áhuga fyrir efl- ingu menningar í sveitum landsins og þá áherzlu, sem jafnan hefur verið lögð á það, að sveitalífið og menning bændanna hlyti verðskuldaða viður- kenningu í þjóðfélaginu. Á þessum árurn hefur Norðri haldið áfram að gefa út vinsælar sveitasögur, ýmist frumsamdar íslenzkar, eða þýddar, aðallega úr Norðurlandamálum. Eru bækur þessar kærkomið lesefni á heim- ilum víðs vegar um landið. Þá hefur Norðri gefið út fjölskrúðugt unglinga- og barnabókasafn, eftir innlenda og erlenda höfunda. Má þar í flokki nefna ágætan dýrasagnaflokk, sem er í senn menntandi og bætandi lestur fyrir unglinga. Loks má geta þess, að Norðri hefur á myndarlegan hátt unn- ið að því að kynna íslenzk tónverk með útgáfu á þeim. Hefur forlagið gefið út ýmis tónverk Björgvins Guð- mundssonar, tónskálds, og þar unnið þarft menningarverk. Útgáfa tónbók- mennta er ekki arðvænleg hér á landi, en eigi að síður nauðsynlegur liður í allri menningarstarfsemi þjóðarinnar og í eflingu tónlistarlífs hér. Samvinnubókmenntimar. Norðri hefur heldur ekki gleymt öðru aðalhlutverki sínu, að gefa út fræðandi bækur um samvinnumál. Hefur bókaflokkurinn Samvinnurit þegar að geyma margar ágætar bækur um ýmsa þætti samvinnustefnunnar í liugsjón og framkvæmd. Er nú hægara um vik fyrir þá, sem vilja kynna sér samvinnustefnuna en áður var, er mestu af því, sem um sam- vinnumál var ritað hér á landi, var dreift í blöðum og tímaritum. Með bókaflokki þessum vinnur Norðri að því að skapa fjölbreyttar og aðgengi- legar samvinnubókmenntir í landinu. Bókaútgáían á þessu ári. Á þessu ári gefur Norðri út rnargt góðra bóka, senr fyrr segir, og vill Samvinnan hér á eftir kynna nokkrar þær helztu með örfáum orðum. Eru þær ýmist komnar á markaðxnn, eða væntanlegar næstu daga. Þjóðlegar islenzkar bókmenntir: Norðri heldur áfram að gefa úr Rit- safn Torfhildar Þ. Holm. Hófst út- gáfan í fyrra með sögunni um Brynj- ólf biskup Sveinsson. Nú í haust kom út hin nrikla skáldsaga Jón biskup Arason, í tveimur bindum. Fer vel á því, að þessi saga sé gefin út í veglegri útgáfu á fjögur lrundruðustu ártið Jóns biskups og sona hans. Hrakningar og heiðaveigir, II. bd., framlrald ferða- og sagnaþátta þeirra Jóns Eyþórssonar og Pálma Hannes- sonar. Fyrra bindið vakti mikla at- lrygli og varð vinsælt. Hlynir og hreggviðir, franrlrald liinna skemmtilegu og prýðilega rit- uðu sagnaþátta úr Húnaþingi, sem kom út í fyrra undir nafninu Svipir og sagnir. Endurminningar frá íslandi og Danmörk. í þessari bók segir Valdi- mar Erlendsson, læknir í Friðrikshöfn í Danmörk, frá langri og viðburða- ríkri ævi og frá mönnum og málefn- um lreima og erlendis. Göngur og réttir, III. bindi. I þessu bindi er greint frá fjallleitum og rétt- unr í Þingeyjarsýslum og Múlasýslum. Fallegar myndir úr þessum fagra landshluta prýða bókina. Bragi Sig- urjónsson sér um útgáfuna. Austurland, ýmiss konar fróðleikur unr Austurland. Útgáfan gerð á veg- um Sögufélags Austfirðinga. Sóknarlýsingar. Þetta eru sóknarlýs- ingar þær, sem Bókmenntafélagrð safnaði fyrir lrundrað árum og áttu að verða aðallreimildin í íslandslýs- ingu Jónasar Hallgrímssonar. Verða þær gefnar út í nokkrunr bindum. Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson sjá um litgáfuna. Bóndinn á heiðinni, saga lreiða- bónda í Hnappadalssýslu, fróðleg lýs- ing á aldarhætti og lífskjörunr og ýmsum atburðum á Vesturlandi. Ættland og erfðir, ritgerðasafn eftir hinn kunna bókmenntafræðing, dr. Richard Beck í Grand Forks. Skammdegisgestir. Sagnir, skráðar af Magnúsi Jónssyni á Torfastöðum. Jónas Jónsson, skólastjóri, ritar fróð- legan og skenrnrtilegan formála íyrir bókinni. Horfnir úr héraði, sagnaþættir og fróðleikur úr Þingeyjarsýslu, eftir Konráð Villrjálmsson. Skáldsögur: Af íslenzkunr skáldsögum eru þess- ar helztar: Dagur fagur prýðir veröld alla, eft- ir Jón Björnsson. Er þetta atlryglis- verð nútínra-skáldsaga og gerist á ís- landi eins og allar sögur þessa lröf- undar. Jón Björnsson er nú íluttur heim til Islands eftir 15 ára dvöl er- lendis. Varð lrann kunnur ritlröfund- ur í Danmörk á þeim tíma. Maður og mold, skáldsaga eftir hús- freyju í einni afskekktustu sveit lands- ins. Af þýddum sögum má nefna El Hakim, eftir svissneska höfundinn John Knittel, ævisaga egypzks skurð- læknis, viðburðarík og vel skrifuð saga. Ýmisleg efni: í faðmi sveitanna, endurminningar Sigurjóns Gíslasonar frá Kringlu í Grímsnesi, skráð lrefur Elinborg Lár- usdóttir skáldkona. Gyðingar koma lreim, saga Gyð- ingaþjóðarinnar á 20. öldinni og stofnun hins nýja Ísraelsríkis. Eftir (Framhald á bls. 22.) 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.