Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 11
sögu mannkynsins með því einu móti að þeir eru upprunnir í sauð-beiti- löndum Júdeu? Hvers vegna skyldi amerískur kapítalismi hafa önnur pólitísk stefnumið en þýzkur kapítal- ismi? Hvers vegna skyldi Tító hafa rif- ið sig lausan? Hvers vegna finnum við í hellum og afhýsum fornaldarinnar, merki þess, að maðurinn á þeirri tíð skreytti þessar frumstæðu vistarverur á aðdáunarlega fagran og mildilegan hátt? ORÐALEIKIR marxista verða aug- ljósir, en púðrið í okkar eigin andsvörum flytur heldur ekki langt. Við horfum glottandi á tilburði kommúnista á „friðar- og menningar- þingum" þeirra, svokölluðum, og brosum þegar þeir kalla okkur „kapí- talískar hýenur“ og „heimsvaldasinn- aða stríðsæsingamenn“. Tilsvör okkar hafa hitt í mark, segjum við glað- hlakkalega. Við leggjum frá okkur pennann með þá sigurtilfinningu í brjóstinu, að við höfum sigrað í þess- ari umferð stríðsins fyrir frelsinu og hinu vestræna lýðræði. En cr sigurinn svo augljós? Eitt af því, sem athyglisverðast er í sambandi við stefnu Sovétríkjanna og áróður þeirra eftir stríðið, er afskipta- og kæruleysið gagnvart efnahagsmálun- um. Þau atriði, sem leiðtogar komm- únista beita mest fyrir sig í áróðri, eiga lítið sem ekkert skylt við efnahagsleg- ar eiginhvatir mannsins, og aldrei hefur það komið fram, að stefna Sovét- ríkjanna gæti breytzt vegna fjárhags- legra staðreynda. Hér er ekki aðeins um að ræða friðarhreyfinguna, lieldur er hér um almenna staðreynd að ræða. í áróðri sínum reyna Rússar sífellt að skjóta inn í hvert deilumál þeirri sýn, að framundan sé ógurlegt stríð milli hins bjarta og fagra kommúnistíska heims, og hinnar dimmu og drunga- legu kapítalísku veraldar. Með skáld- legu hugarflugi lýsa þeir baráttu hins þjáða verkalýðs við heimsvaldasinnaða kúgara og halda því fram, að mann- kynið standi á þröskuldi þess að sjá frelsun milljónanna. I gegnum þenn- an myrkraheim, leggur aðeins eitt ljós — ljósið að austan, með Stalín í topp- inum — og geislarnir lýsa langt inn á braut framtíðarinnar. Á meðan skrið- drekasveitir Rauðahersins þeysa um eötur Moskvu 1. maí lætur Moskvu- O útvarpið skáldlegan orðaflaum hljóma á bylgjum háloftanna: „Vorið er komið. Það hefur haldið innreið sína hér, það er gengið í garð í Kína, það er á hinum nýju götum Varsjár, í Prag, og görðunum í Búkarest og í þorpunum í Búlgaríu. Fáni sig- ursins blaktir yfir okkur. Vor mannkynsins kemur fljúgandi til okkar. Það nálgast óðfluga verka- mannahverfin í París, það gengur hratt inn yfir stræti Rómaborgar. í Kalkútta, Karachi og Bombay syngur það um frelsið. Hinn mikli Stalín, sem leiðir vorið yfir mannkynið, leiðir okkur líka til sigurs." Nei, því verður ekki haldið fram, að Rússarnir séu hagfræðingar. Þeir eru miklu fremur haldnir skáldlegri anda- gift og rómantískum hillingum. Styrk- ur þeirra liggur í hinni stórkostlegu og vansköpuðu hugmynd þeirra um veröldina. Það er hrein tímaeyðsla að leggja sig í að hrekja hinn fjárhags- og efnahagslega skilning þeirra á mann- kynssögunni, því að þeir eiga engan slíkan skilning. Það erurn við, Vestur- landabúar, sem erum hagfræðingarnir. Við erum með hugann bundinn við kennisetningarnir. í hundrað ár höfum við virtzt starf- rækja veröldina á grundvelli gróða- og tapreikninga. Hin alþjóðlegu sam- skipti okkar hafa verið einn kónguló- arvefur af verzlunarsamningum, geng- isskráningu, gullverðgildi, vöruskipta- samningum og greiðslujafnaðarkerf- um innbyrðis. Á heimavígstöðvunum liefur mesti viðburður hven'ar löggjaf- arsamkomu verið óralangar umræður um fjárlög næsta árs. N ÞAÐ ER ekki aðeins á sviði stjórnmála, sem Vesturlandabúar eru þannig rangeygir, er þeir líta til hagfræðinnar. í mörg ár hafa starfsað- ferðir þeirra og tækni líka verið bundnar hagfræðinni. Hverjir, nema gagnsýrðir hagfræðingar, gætu hafa búið til kenningar um alþjóðlega verzlun, þar sem blint starf hagvís- indalegra krafta er látið um það að færa verzlunina, auðinn og atvinnuna sífellt og eilíflega til jafnvægis? Hverj- ir, nema hinir strangtrúuðustu hag- fræðingar gætu hafa játazt þeim kenn- ingum um alþjóðlega framþróun, sem ætla að náttúrlegu jafnvægi sé eilíflega kornið á í milli framboðs og eftir- spurnar, ef aðeins mannshöndin kem- ur ekki nærri þeirri dularfullu mask- ínu, sem þessu á að stjórna? Hagfræðin varð meira en stefnu- undirstaða. Hún var hækkuð fyrir sjónum manna og hnýtt við forlögin, varð gyðja markaðarins, svo liátt upp hafin, að hvorki stjórnmál, von eða hugsjón gátu nálgast hana þar. Um- hverfis hnöttinn, kringum livert ríki og hvert líf lítils þjóðfélagsborgara, var þessi girðing efnahagslegra mögu- leika og ómöguleika. í þeirra nafni minnkaði alþjóðleg verzlun um tvo þriðju árið 1929. í þeirra nafni gátu 2 milljónir manna hvergi fengið atvinnu í Bretlandí á árununt 1930—1938. í þeirra nafni hrapaði stálframleiðsla Bandaríkjanna úr 60 milljón tonnum í 11 milljón tonn á mesta kreppuár- inu, 1932. En þar sem það var gyðja, sem mennirnir réðu ekki við, sem vann þessi verk, varð ekki gegn þeim staðið. Er unnt að neita því, að allt þetta er í rauninni sönnun fyrir nær því algerlega hagfræðilegu mati á mannskepnunni? ÐEINS ÞEGAR mikinn vanda bar að höndum, reyndust Vestur- landabúar fúsir til þess að leita sér annars átrúnaðar. Eftir nokkra tilraun til þess að heyja styrjöldina síðustu al- veg eins og allar hagfræðilegar kenni- setningar væru enn í fullu gildi, haust- ið 1939, sneru Bretar sér að því 1940 að endurtaka átakið ntikla frá 1917 og 1918 og fara nú langt fram úr því. Því næst lét hagkerfi Bandaríkjmanna til sín taka, og árið 1944 hafði það fram- kvæntt það furðulega afrek, að tvöfalda sjálft sig. Hagkerfi, sem var eins stórt og það, sem var til 1939, ltafði verið bætt ofan á. Benda má á fjölmargar raunhæfar ástæður fyrir því að þetta tókst, en veigamesta ástæðan var, að ltinn vest- ræni maður liætti að vera hagfræðing- ur og varð í þess stað vera, sem stefnir að framkvæmd hugsjónar — og hug- sjónin í þessu tilfelli var sigur í styrj- öld. Hin óbreytanlegu, hagfræðilegu lögmál stóðust ekki snúning fram- kvæmd þessarar hugsjónar. Þjóðfélag það, sem hagfræðingar höfðu sagt „mettað" með 90 milljarða dollara þjóðartetkjum, hafði brátt helmingi 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.