Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 12
meira handa á milli. Hugsjónin sigr- aði hin ímynduðu lögmál. Hagfræði- legar takmarkanir urðu að víkja fyrir stjórnmálalegum ákvörðunum. Hug- sjónin vann sigur á nauðsyninni. SÍÐAN 1945, allt frá sigurdeginum, hafa hagfræðingurinn og hugsjóna- maðurinn barizt til yfirráða í brjóstum vestrænna manna. Tilhneigingin að liverfa aftur að lítt hagganlegum hag- fræðilegum hugmyndum, er sterk í okkur öllum. í augum hagfræðingsins, er aldar reynslá og hefð komin á þá hugmynd, sém hann gerir sér um ver- öldina og þar vinna hín náttúrlegu jafnvægislögmál óhindruð af mannin- um. Þessi hugsun hefur líka hið mikla aðdráttarafl, sem jafnan er*í fylgd með einföldum hlutum. Það er auðveldara að láta hlutina gerast, en reyna að stýra þeim. Afskiptaleysi er þægilegra en sköpun. Skáldið er hér orðið áber- andi utangátta. Það er rétt, að öll sú tilraun, sem kennd er við Marshall, hefur sýnt að við erum ekki öll hag- fræðilega sinnuð, og meðal vestrænna þjóða eru margir, sem geta litið upp úr talnadálkum og greiðslujafnaðarút- reikningum. Og á þessum árum höf- unr við þó haft forustuna umfram hina prómeþevsku áróðurspostula austan járntjaldsins. En nú, er Kóreuævintýri einvaldans í austri, er enn ungt í huga okkar, er- um við komin að vegamótum. Allt fram til þess, að árás kommúnista var gerð, hinn 25. júní sl., mátti hvarvetna sjá þess merki, að við værum smátt og smátt að hverfa aftur til hinnar gömlu aðdáunar og tilbeiðslu á blindum hag- vísindaguðum. Aftur og aftur heyrð- ist sagt, að verzlunarjafnvægi mundi nást, er komið væri á þennan eða hinn áfangann, og það væri mikill skaði, að það mundi ekki leyfa Evrópuþjóðun- um sama lífsstandard og fyrir stríð. Við heyrðum sjálfa okkur rökræða hversu hið alþjóðlega fjármagn mundi dreifast og livert það mundi leita, en við gerðum aldrei ráð fyrir að það mundi leyfa neina verulega, efnalega endurreisn í Suður-Asíu. Við gerðum ráð fyrir, að eftirspurn heimsmarkað- arins eftir hráefnum mundi verða þetta og þetta, og sögðum í leiðinni, að það væri skaði, að þessi ákveðna -eftirspurn hlyti að leiða til varanlegr- ar kreppu í austurálfunni. Við ráð- gerðum að jafna greiðsluhallann á við- skiptunum við Bandaríkin með því að skera innflutning þaðan enn meira niður, enda þótt sá niðurskurður, sem þegar er framkvæmdur, hafi hrakið 500.000 menn úr útflutningsiðnaði Bandaríkjanna. Bretar veltu vöngum yfir því, hvort þeir gætu tekið á sig fjárhagslega áhættu Schuman-áætlun- arinnar. Belgíumenn þorðu ekki að hætta gildum franka sínum í aukna fjárfestingu innanlands. Þjóðverjar og Japanir kröfðust aukins svigrúms á heimsmarkaðinum, en aðrar þjóðir gátu ekki séð að markaðurinn gæti bætt þeirn á sig. AÐ LEIT ÞVÍ þannig út, að þrátt fyrir alla reynslu stríðsáranna, þrátt fyrir lexíu Marshall-áætlunar- innar, og þrátt fyrir hina miklu sigur- vinninga vestrænnar hugsunar, til- raunar og tækni, síðan 1939, væru „hin drungalegu vísindi“, hinar óumbreyt- anlegu venjur hagfræðikenninganna, að læðast að okkur á ný, úr öllum átt- um. A meðan Rússar börðust, búnir hugsjónum um engla og djöfla, vorum við að íklæðast fötum horfinna hag- fræðinga á borð við Ricardo og John Stuart Mill. Á meðan þeir börðust við „óargadýr heimsveldisstefnunnar“, lögðu við saman dálka okkar og til- kynntum með áhyggjusvip, að þetta væri ekki hægt, við hefðum ekki efni á því. Hin skjótu viðbrögð Bandaríkja- manna í Kóreustyrjöldinni hafa nú stöðvað þessa ógnarlegu þróun. Það var ekki sem reikningsmaður, eða verjancli þröngra, efnahagslegra hags- muna, sem Truman forseti ákvað að skipa öllum mætti Bandaríkjanna að baki Sameinuðu þjóðanna. Hann hófst handa — og fólkið hefur hafizt handa með honum — með styrkleika hugsjónar að baki, þeirrar hugsjónar, að gera ofbeldið útlægt úr mannheimi með sameiginlegu átaki, með því að stöðva það við eigin þröskuld. Áhrif þessarar stefnu hafa verið stórkostleg. Vestrænu þjóðirnar hafa vaknað og eru samhentari en nokkru sinni fyrr. Bandaríkjaþing, sem ekki vildi sam- þykkja nokkurra milljóna dollara fjár- veitingu til viðreisnar í frumstæðum löndum, lét greiðlega af hendi 10 milljarða til hernaðarlegs viðbúnaðar. Andi endurskoðunarskrifstofunnar er á undanhaldi. í stað hans hefur komið ákveðin stefna og hugrekki, og hvort tveggja er í þjónustu hugsjónar. En hvað tekur svo við? Viðureignin í Kóreu er aðeins einn lítill þáttur í liinum stórfenglegu átökum um sál mannkynsins, og enda þótt það sé meiri hvatning í því að sporna við of- beldi en sitja kyrr og lialda að sér höndum og segja, að við höfum ekki efni á því, er hér enn að sumu leyti neikvæð og varnarkennd afstaða. Við höfum skýrt öllum heimi frá því, að við séum andstæðingar kommúnism- ans og getum verið skeleggir andstæð- ingar í raun. En mannkynið veit ekki, hvað lýðræðisþjóðirnar eru reiðubún- ar til þess að styrkja og styðja í verki. HÉR ER KJARNI málsins. Hug- sjón Rússa, í allri andstyggð sinni, bregður upp mynd af veröld- inni. En við, þrátt fyrir allan okkar góða ásetning, höfum enga mynd að sýna. Það er ekki nóg að segja við það fólk, sem kommúnisininn ógnar rnest — og er í mestri hættu frá áróðri hans — að við ætlum okkur að varna því, að þessi sóttkveikja nái að breiðast út. í þessum hópi eru bændurnir í Asíu, verkamennirnir í Evrópu og þjóðir Afríku. Því að hér er reynsluprófið. Eru lýðræðisþjóðirnar hagfræðingar eða eru þær hugsjónamenn, erum við sérfræðingar í að gera upp tap og gróða, eða eigum við einhvern neista í sál okkar í ætt við fegurstu hugsjónir mannsins? Kórea er bvrjunin. Hún sýnir okkur, að það hugarástand, sem þróaðist á tímum orrustunnar um Bretland og bardaganna á Kyrrahafi, er enn lifandi. En þjóðir heimsins biðja um meira. Þær biðja fyrst um varnir, en þær liorfa lengra fram á veginn, þær þrá skynsamlega von og bjartsýni. Ef einhver stjórnmálamað- ur, skáld eða spámaður á meðal okkar í dag, gæti gefið okkur þessa von, um frjálsan heim og gæti gefið okkur þá tilfinningu sameiginlegs takmarks, sem lagði að velli hin þreyttu hag- fræðilögmál eftir 1940, mundi sjást, að það, sem til þess þarf að skapa slík- an heim, er ekki einn tíundi hluti þess, senr eyðileggjandi stríð gleypir. fimmtíu ára friðsamt þróunartímabil mundi ekki kosta nema brot af fimm ára tortímingarstyrjöld. (Framhald á bls. 21). 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.