Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 19
Krstján B. Eiriksson, formaður félagsins. ur endurgreiddar til félagsmanna. Varasjóður félagsins var orðinn 140 þúsund krónur í árslok 1949, en sam- eignarsjóðir eða skuldlaus eign félags- ins alls 182 þúsund krónur. Árið 1949 stofnaði félagið innláns- deild, og eru innstæður í henni nú um 200 þúsund krónur. Húsakynni sín hefur félagið reynt að auka, eftir því sem þörf hefur kraf- ið og ástæður hafa leyft á hverjum tíma. Árið 1941 var verzlunarhúsið stækkað; 1943 var keyptur gæruskúr og byggt reykhús; 1944 var byggt ofan á verzlunarhúsið; 1945 reist slátur- hús, 1946 byggð bifreiðageymsla; 1947 keypt kolahús; 1949 byggð vöru- geymsla og keypt húsið Þvertum með sjávarlóð. Árið 1949 var mesta fjárfestingar- árið, en þá voru íestar um 70 þúsund krónur. Félagið hefur áhuga á að reisa brauðgerðarhús svo fljótt sem aðstæð- ur leyfa og fjárfestingarleyfi fæst. Þá hefur félagið og keypt lóðarréttindi, sem gera því kleyft að hetja útgerð og reka framleiðslustöö við sjóinn á komandi tímum, enda þótt jrað sé skoðun stjórnar félagsins að ekki sé (Framhald á bls. 21). ------—----— -------—.—»—* IÐUNNARSKÓR Hvers vegna líður öllum bezt í IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allir IÐUNNAR-skór eru sérstak- lega lagaðir fyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir IÐUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá líður ykkur vel. SKINNAVERKSMIÐJAN IÐUNN — Skógerðin — Hann er ánægður, honum líður vel í GEFIUNAR-fötum, innst sem yzt. Þau eru smekkleg, skjólgóð og henta bezt íslenzku veðurfarL GEFJUN vinnur sífellt að því að bæta og fullkomna fram- leiðslu sína, með nýjum og fullkomnari vélum og með því að taka í þjónustu sína hvers konar nýjungar, sem fram koma á sviði ullariðnaðarins í iieiminum. Ullarverksmiðjan GEFJUN Akureyri. ■>* Hægfara þróun. Saga félagsins sýnir stöðuga en hæg- fara þróun allt frá upphafi. Félagið hefur búið um sig smátt og smátt, eftir því sem efni hafa staðið til, en forðast að færast meira í fang en því var viðráðanlegt. Höfuðáherzla hefur verið lögð á að tryggja fjárhag félagsins með því að efla tryggingarsjóði þess. Með því móti hefur félaginu tekizt að afla sér fjárhagslegs öryggis og trausts í viðskiptalífinu. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.