Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 27
Ræningjasaga ...............................1 Þessi bréfkafli, sem frægur er í J frönskum bókmenntum, er ritaður I 1807 af rithöfundininn PAUL- < LOUIS COURIER til frænku hans, ? frú Pigalle, en Courier tók þátt í \ herferðum til ítalíu. > DAG NOKKURN var eg á ferð um Kala- bríu. Það hérað er fullt af vondu fólki, sem eg hygg, að engum unni, og einkum situr það þó um, að klekkja á Fransmönn- um. Það yrði allt of langt mál, að rekja ástæður þess hér. Það nægir að taka fram, að þeir hata okkur eins og pestina, og að þeim, sem fellur í hendur Kalabríumö'nn- um, verður ævin ekkert sældarbrauð. — Ferðafélagi minn var ungur maður, svo nauðalíkur ásýndum.... Þetta er dag- satt... . manninum, sem við sáum í Raincy. Þú manst eftir honum? Eg segi þetta ekki til þess að æsa áhuga þinn, heldur einungis vegna þess að það er sannleikur. í fjalllendi þessu eru vegirnir illir og snarbrattir. Hestarnir fetuðu sig áfram með mestu erfiðismunum. Félagi minn fór fyrir. Götuslóði, sem honum virt- ist bæði skemmri og greiðfærari, leiddi okkui- á glapstiguna. Sökin var mín. Var nokkurt vit í því, að treysta tvítugum kolli? Meðan dagur var á lofti, vorum við að leitast við að komast leiðar okkar gegn- um þessa skóga; en því meira sem við leituðum fyrir okkur, reyndumst við á rammari villigötum. Komin var kolsvört nótt, þegar við náðum heim að biksvörtu skógarbýli. Við gengum inn; engan veginn ugglausir. En hvað áttum við til bragðs að taka? Inni rákumst við á fjölskyldu kola- gerðarmanns, er safnast hafði að snæð- ingi. Strax í fyrsta orði var okkur boðið að setjast að borðinu. Vinur minn ungi bað ekki svo mikið sem einnar bænar, heldur átum við þarna og drukkum, að minnsta kosti hann; því að eg beindi at- hygli minni fremur að umhverfinu og svip gestgjafanna. Yfirbragð þeirra var greini- legt yfirbragð kolagerðarmannsins, en húsið hefðirðu hæglega mátt halda, að væri vopnabúr. Hvergi varð þverfótað fyrir kúlubyssum, skammbyssum, skálm- um, sveðjum og langhnífum. Eg hafði illan bifur á öllu þarna, og það fór ekki fram hjá mér, að öllum leizt illa á mig. Um félaga minn var þessu þveröfugt farið. Hann varð samstundis eins og einn úr fjölskyldunni. Hann hló með þeim, og á honum kjaftaði hver tuska. í algerri óvarkárni, sem eg þó hefði mátt sjá fyrir, (að hugsa sér! ef ör- lög okkar hefðu verið ráðin. . . .) sagði hann frá því formálalaust, hvaðan við kæmum, hvert við ætluðum og hverjir við værum. Hugsaðu þér bara! Frakkar vor- um við og á vegum svörnustu fjandmanna vorra, aleinir og villtir vega, svo fjarri öllu mannlegu fulltingi. Svo að einskis skyldi látið ófreistað, er gæti leitt okkur í glötun, þóttist félagi minn hafa fullar hendur fjár, sagði fólkinu, að það skyldi fá greitt, hvað sem það setti upp, fyrir greiðann og fylgd daginn eftir. Loks beit hann höfuðið af skömminni með því að fara að halda hrókaræður um tösku sína, sárbað fólkið að gæta hennar alveg sérstaklega, og að hún yrði sett við höfðalag hans um kvöld- ið; hann kysi, sagði hann, enga aðra herða- dýnu. O, æska! æska! hversu megum vér ekki harma dægur þín! Þarna hélt fólkið, að við flyttum gimsteina krúnunnar með okkur. Þetta, sem unglingurinn varðveitti í töskunni og olli allri þessari umhyggju og áhyggjum, voru ástarbréfin frá unn- ustu hans. Þegar kvöldverði var lokið, vorum við skildir einir eftir. Gestgjafar okkar sváfu niðri, en létu okkur eftir loftherbergið, þar sem við höfðum matazt. Beður sá, er beið okkar, var í lokrekkju á loftskör í risinu, en þangað þurfti að klífa stiga, um sjö eða átta fet frá gólfi. Þarna undir risinu mátti hreiðra um sig, hjá sperrunum, sem hlaðn- ar voru ársforða af alls kyns matföngum. Það var einungis félagi minn, er kleif þarna upp, og hann hafði víst varla fyrr lagt kollinn á sína dýrmætu tösku en hann var steinsofnaður. Sjálfur hafði eg ákveðið að vaka. Eg gerði mér góðan eld í stónni og settist hjá honum. Stundirnar liðu svo hljóðar og kyrrlátar, að mér var mjög orð- ið hughægra. En þá var það, er svo skammt lifði næturinnar, að aftureldingin hlaut að vera á næstu grösum, að eg heyrði gestgjafa okkar og húsfreyju hans mælast við í stofunni undir mér. Þegar eg lagði eyrað fast að reykháfnum, sem tengdur var stónni niðri, greindi eg glögglega þessi orð húsbóndans: „Ja, jæja! Látum okkur nú sjá til. Heldurðu, að við þurfum að drepa þá báða tvo?“ En konan svaraði: „Já.“ Meira heyrði eg ekki. Hvernig get eg lýst þessu fyrir þér? Eg stóð þarna grafkyrr og hélt niðri í mér andanum. Líkami minn var allur marm- arakaldur. Hefðir þú séð mig, hefði þér reynzt ógerlegt að segja til um, hvort eg væri dauður eða lifandi. Guð minn góð- ur! Eg þarf ekki annað en að hugsa til þess.... Við vorum aðeins tveir, og næst- um vopnlausir, gegn þeim öllum, sem lík- lega voru tólf eða fimmtán. Og félagi minn var auk þess úrvinda af svefni og þreytu. Eg þorði ekki að kalla til hans, né gera hinn minnsta hávaða. Að eg forðaði mér einum kom ekki til mála. Svo var glugginn í lægsta lagi, og úti fyrir biðu tveir efldir bolabítir, grimmir sem úlfar. ímyndaðu þér, ef þú getur það, í hverjum nauðum eg var staddur. Að stundarfjórðungi liðnum, sem er sá lengsti, er eg hef lifað, heyrði eg einhvern læðast upp stigann. Gegnum rifurnar á hurðinni sá eg heimilisföðurinn, með lampa í annarri hendinni, en einn þessara löngu veiðihnífa í hinni. Hann kom upp stigann, konan á eftir honum. Eg stóð á bak við hurðina. Maðurinn opnaði en áður en hann stigi inn, setti hann frá sér lampann, er konan tók í sína vörzlu. Maðurinn steig berum fótum inn í stof- una. Konan, sem beið fyrir utan, hélt á lampanum og skýldi fyrir ljósið með hendinni. hvíslaði til hans: „Hægt, farðu hægt!“ Maðurinn var kominn að stiganum upp í risið. Hann fetaði sig upp þrepin með hnífinn á millum tannanna. Þegar hann var kominn á skörina við rúmið, þar sem vesalings unglingurinn hvíldi endilangur, svo að skein í beran hálsinn, þá tók mað- urinn hnífinn í aðra hönd sína, en með hinni.... ó, frænka mín!.... greip hann í svínslæri, er hékk neðan í loftinu, og skar úr því vænan bita. Svo fór hann niður sömu leið og hann hafði komið. Hurðin féll að stöfum, skin lampans hvarf á brott. Eg stóð einn eftir í þungum þönkum. Þegar dagur var runninn kom öll fjöl- skyldan og vakti okkur með harki og há- reysti, eins og við höfðum mælzt til. Matur var borinn á borð. Við settumst að morg- unverði, sem eg get fullvissað þig uin, að var bæði mikill og góður. Meðal réttanna voi’u tveir geldhanar. Sagði húsfrevja okkur, að annan ættum við að borða nú þegar, en hafa hinn í nesti. Þegar eg sá þá skildi eg merkingu hinna skelfilegu orða: „Heldurðu, að við þurfum að drepa þá báða tvo?“ Frænka mín, gerðu mér einn greiða. Segðu ekki nokkrum lifandi manni þessa sögu. í fyrsta lagi, eins og þú sérð sjálf, er hlutur minn í henni ekkert sérstakt til þess að státa af. í öðru lagi myndir þú spilla henni fyrir mér. Minnstu þess (eg er alls ekki að slá þér gullhamra) að andlit eins og þitt eyðileggur áhrifin af svona sögu. Án þess að eg ætli að fara að hæla mér, þá get eg sagt þér, að það er eg, sem hef þannig lagað smetti, sem nauðsynlegt er, til þess að áheyrandanum renni kalt vatn milli skinns og hörunds við svona sögur. Langi þig til þess að segja frá, veldu þá eitthvað, sem hæfir andliti þínu. T. d. ævintýri Psyche, ástmeyjar Erosar. Á. J. þýddi. Endurreisn kaupfélaganna á hernámssvœði Vesturveldanna í Þýzkalandi er nú lokið. Fulltrúi hernámsveldanna, sem hafði yfirumsjón með því starfi, var einn af framkvœmdastjór- um brezku samvinnufrœðslusam- bandsins, og er hann nú fyrir nokkru kominn heim frá Þýzka- landi að starfi loknu. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.