Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 29
við aldur, náðu sér aldrei eftir þetta áfall. Þau voru í strangtrúarflokki, ákaflega guðhrædd og vönd að virðingu sinni. Þau önduðust bæði, sagði kennarinn mér, með stuttu millibili, áður en tvö ár voru liðin frá fæðingu Lydíu, og Tliomasína varð ein að standa fyrir búskapnum á kotinu og annast uppeldi barnsins. Eg spurði kennarann, hvort hann hefði nokkra liug- mynd um það, hvers vegna liún hefði skírt barnið sitt þessu nafni. Hann sýndi mér nafnaskrá barnanna í þorp- inu. Nálægt því helmingur þeirra bar óskop hversdagsleg og óbrotin nöfn. Fáeinar stúlknanna voru skírðar nöfn- um, er dregin voru með afleiðsluendingum af karlmanna- heitum, og mynduðu þannig fremur stirðlegar og lang- dregnar samlokur: Williamína og Davíðína og — eins og móðurnafn Lydíu hljóðaði — Thomasína. En afgangurinn bar ákaflega sundurleit og framandi nöfn. Mæður barn- anna höfðu fengið dálæti á nöfnum, sem þær höfðu séð á kvikmyndum eða í skáldsögum og skemmtiritum, sagði liann. „Þau fara ekki vel við eftirnöfnin okkar eyjaskeggja, en eg býst við, að þau hafi sömu áhrif á konurnar, sem kjósa þau börnum sínum til handa, eins og partur af nýju og skrautlegu veggfóðri á gömlu þili, eða ný gluggatjöld: — þeim finnast þau skemmtileg og skrautleg tilbreyting." Andartaki síðar sagði kennarinn: „Hvenær ætlar þú að finna Norquoys fólkið? Það veit, hver þú ert, og það á von á þér. En það vill ekki biðja þig að koma, lieldur bíður það átekta." „Það er ekki auðvelt hlutverk fyrir mig,“ sagði eg. „Eg hygg, að það reynist ekki jafn erfitt eins og þú lieldur. Það mun ekki æðrast á nokkurn hátt. Þú þarft alls ekki að óttast neitt slíkt.“ „Eg er að liugsa um sjálfan mig,“ svaraði eg. Eg beið enn í tíu daga, og þá — á föstudagsmorgni — fór eg til bæjarins, en þar búa fjögur þúsund íbúar, og lítil, rauð dómkirkja setur svip sinn á bæinn. — Mér tókst að ná þar í vískíflösku og hélt að því búnu heim til Norquoy- fólksins og kom þangað um sexleytið um kvöldið. Eg hafði engin boð gert á undan mér, en þó virtist fjölskyldan hafa átt von á mér. Fréttir eru fljótar að berast manna á meðal í fásinninu, og jafnvel fyrirætlanir manns spyrjast víða, strax og maður hefur tekið þær, og stundum fyrr. Brátt var eg setztur að geysimiklu teborði í eldhúsinu að göml- um sveitasið, og enginn nefndi Jim einu orði. Heima- menn spurðu mig, hvernig mér félli dvölin á eyjunum, og hvaðan eg væri upprunninn, hvort foreldrar mínir væru enn á lífi, og þau lilógu öll, þegar eg tók unga mágkonu Johns Norquoy í misgripum fyrir eina dætra hans. Tíu eða tólf manns sátu þarna að borðum, og mér hafði ver- ið sagt það mjög nákvæmlega, hvað hver einstakur væri, og þau hentu að því mikið gaman, þegar mér skjátlaðist manngreiningin. En engin þeirra nefndi Jim á nafn. Að tedrykkjunni lokinni tók John mig með sér út í gripahús og bithaga til þess að sýna mér skepnurnar og búskapinn. Búsmali hans voru úrvalsgripir, sem gaman var að skoða. Við reikuðum um hagana í tvær klukkustundir, og enn bar Jim alls ekki á góma. En þegar við komum lieim í bæjarhúsin aftur, leiddi hann mig til stofu, þar sem eldur brann á arni. Eg greip tækifærið, þegar við gengum um göngin, þar sem eg hafði hengt upp regn- kápuna mína og náði í flöskuna mína úr brjóstvasanum og stakk henni á mig, svo að lítið bar á. John tók ekkert eftir þessu, né heldur því, að eg kom henni fyrir á af- viknum stað í þeim svifum, að hann sneri baki við mér, lieldur gekk liann að litlu borði úti við gluggann, þar sem önnur flaska með sams konar víni og mín stóð á bakka ásamt staupum og vatnskönnu. Hann blandaði sterkan skammt í tvö glös og sagði: „Það vár vel gert af þér, að skrifa okkur um Jim á þann hátt, sem þú gerðir. Við erum þér mjög þakklát og fegin komu þinni hingað. Ef þú hefur hugsað þér að dveljast um skeið hér í sveitinni, þá bíður gestarúmið okkar eftir þér, hvenær sem þér þóknast.“ Eg drakk úr staupinu mínu áður en eg svaraði, og hægt með hvíldum og þögnum á milli, sagði eg honum frá Jim og frá stríðinu, og hvað það þýðir að heyja fimm eða sex orrustur, ávallt með sama vin og félaga við hlið sér, og missa hann svo í síðustu orrustunni. Eg uppgötv- aði næstu stundirnar, að eg var sjálfur að leika hlutverk bróðurins, sem svift hafði verið á brott, en eg gat ekki varizt því, eða látið staðar numið í frásögninni. Frú Norquoy kom inn og elzti drengurinn þeirra og systir liennar, sem eg hafði haldið vera dóttur Norquoys, og loks komu tveir eða þrír nágrannar þeirra. Eg hélt áfa-am að segja frá í sífellu, og þau hlustuðu öll. Mér tókst á þennan hátt að losna við mestan liluta þeirrar byrði, sem þrúgað hafði sál mína, og ef þau hafa ekki verið búin að átta sig á því að sögulokum, að Jim hafði verið góður hermaður, þá — já, þá hefur það ekki verið mín sök. Og hvert orð, sem eg sagði, var aðeins einfaldur og ýkjalaus sannleikur. En þegar eg stóð upp og bjóst til brottfarar, sagði frú Noruoy: „Við erum friðsamt fólk, herra Tyndall, og Jim var einn af okkur. Eg skil ekki, hvernig hann gat þraukað í gegnum allar þessar orrustur." Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, að eg minntist þessara orða liennar og tók að átta mig á því, hversu illa þeim hlýtur að hafa fallið það, sem eg hafði verið að segja þeim svo nákvæmlega. Þau voru friðsamt fólk, og stríðið var framandi og fjarlægt hugsun þeirra og hugðarefnum. En þessa stundina var eg ekki í því ástandi, að eg væri fær um að skilja liálfkveðna vísu. Báðar flöskurnar voru tómar orðnar; eg hafði fengið stórum meira en minn skerf úr þeim. John Norquoy drakk hófsamlega og á honurn sáust engin merki drykkjunnar. Hann hafði hlust- að með athygli, og á honum sáust engin svipbrigði, en spurningar þær, sem hann skaut inn í frásögn mína öðru hvoru, sýndu, að hann fylgdist vel með henni og setti á sig allt, sem eg sagði. En að öðru leyti lagði hann ekkert til málanna, né lét á sér heyra, hvort lionum líkaði betur eða verr. • . Einum nágrannanna féll viskíið bersýnilega vel í geð, en liann fór með það eins og dýran og sjaldgæfan fjársjóð, sem ekki mætti spilla né eyða gálauslega. Eg var sá eini, sem notað hafði drykkinn ósþ'árt og var veru- lega undir áhrifum hans, og John Norquoy vildi endi- lega fylgja mér niður að þjóðvéginum, þegar'eg fór. Eg 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.