Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080, Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 30.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Bls. Tveir skólar samvinnu- manna 3 Landhelgismálið og dómur- inn í Haag 4 Samvinnuþingið í Kaup- mannahöfn 6 Stolið frá ekkju, smásaga eftir Árna Óla 8 Kveðskapur Páls Árdal 10 Grannar vorir Grænlend- ingar, myndir Örlygs Sig- urðssonar 13 Harry Ferguson og uppfinn- ingar hans á landbúnað- arvélum 14 Hausttízkan í skóm 16 Tveir nemendur Samvinnu- skólans fara utan til framhaldsnáms 18 Herforinginn og leikkonan 19 Alþjóða stúdentaheimili 20 XLV. árg. ll.hefti NÓVEMBER 1951 2 -■ * LANDHELGISMÁLIN hafa verið mjög til umræðu á þessu hausti, og verða það vafalaust á nýjan leik síð- ar á árinu, er dómstóllinn í Haag kveður upp úrskurð sinn i deilu Norð- manna og Breta. Er þetta mikið og alvarlegt hagsmunamál íslendinga, og því full ástæða til þess að almenn- ingur geri sér gleggri grein fyrir því og fólki sé veitt sú fræðsla, sem menn þurfa að hafa til að geta fylgzt með slíku máli. Er lauslega drepið á nokk- ur helztu atriði deilunnar í grein í þessu hefti, en þó aðeins stiklað á því stærsta og drepið örfáum orðum á at- riði, sem heilar bækur hafa verið skrifaðar um, svo sem eðli þjóðarétt- ar, sögu landhelgismála og nánar til- tekið sögu landhelgismálsins við ís- land. Er ætlun greinarinnar að vekja menn til frekari umhugsunar og hvetja þá til að kynnast málinu bet- ur. ÞAÐ ER VISSULEGA vá fyrir dyr- um, ef ekki tekst að gera einhverjar ráðstafanir til þess að vernda fiski- stofnana umhverfis ísland. Hvað verður þá um efnahagslíf þjóðarinn- ar, ef miðin þorna? Þeirri spurningu er erfitt að svara, enda vísast að svar- ið verði uggvænlegt fyrir þjóðina. Það er ekki fátt, sem íslendingar þurfa að flytja inn í landið, ef þeir eiga að við- halda ámóta lífskjörum og þjóðin nú býr við. Og yfir 90% þess gjaldeyris, sem þjóðin sjálf aflar til kaupa á þessum innflutningi, er fenginn fyrir sjávarafurðir. FJÖLBREYTNI í atvinnuháttum hefur verið alltof lítil hér á landi. Landbúnaðurinn er, þegar allt kem- ur til alls, öruggasti atvinnuvegurinn, og hann stefnir að því að byggja upp landið, en eyðileggur ekki, eins og stórfelldar fiskveiðar oft gera. En þrátt fyrir stökkbreytingar í búnað- arháttum verður ekki komizt hjá öðr- um atvinnuvegum og þeim tekju- drjúgum. Kemur þá, að fráskildum fiskveiðunum, iðnaður fyrst til hugar. Þar eru miklir möguleikar hér á landi, orka í fallvötnum og hverum og vafa- laust margvíslegri hráefni en menn almennt gera sér grein fyrir. HVERSU GÓÐIR, sem möguleikar kunna að vera á öðrum sviðum, verða íslendingar að gera allar þær ráð- stafanir, sem þeir geta, til að vernda fiskimið sín. Þjóðin hefur eytt hundr- uðum milljóna til kaupa á fiskveiði- tækjum og miðar líf sitt og starf að verulegu leyti við þær. ÖRLYGUR SIGURÐSSON listmál- ari er einn þeirra ungu listamanna, sem haldið hafa sýningar á verkum sínum á þessu hausti. Meðal þeirra verka, sem hvað mesta athygli vöktu á sýningu hans, voru málverk og teikningar hans frá Grænlandi. Dvaldist hann þar um hríð 1949 og safnaði efni. Örlygur er með afbrigð- um góður teiknari og var flokkur grænlenzkra andlitsmynda, sem hann kallaði „Granna vora Grænlendinga", eitt hið skemmtilegasta á sýningunni. Nokkrar þeirra mynda eru birtar í þessu hefti. SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN hefur nú sent frá sér „hausttízku“ sína, og segir frá henni í kvennadálkinum í þessu hefti. Er þar fjöldi nýrra gerða af skóm, og er ánægjulegt að sjá, að verksmiðjur samvinnumanna fylgjast stöðugt með tímanum, bæta fram- leiðslu sína og auka fjölbreytni henn- ar. Samvinnan telur það hlutverk sitt að kynna þessa framleiðslu lesendum sínum og vonandi athuga þeir þessa vöru hver í sinni verzlun, og bera hana saman við annað, innlent eða erlent, sem er á markaðinum. Sam- vinnuverksmiðjurnar munu standast slíkan samanburð prýðilega. ÞETTA HEFTI af Samvinnunni er aðeins 24 síður, en það verður vænt- anlega bætt lesendum upp með ein- hverri tilbreytingu á jólaheftinu, sem koma á út snemma í desember.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.