Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 4
Landhelgisjmáliðpg'dóniurinn í Haag i&ffiSSájS&SSKÍji! Nýja imrbskiþið Pór rtitvi styrkja mjiig latidhelgisgaztu Isleutlitiga Það var ys og þys í Friðarhöllinni í Haag þriðjudaginn 25. september í haust. Fulltrúar, aðstoðarmenn og túlkar þutu fram og aftur, málafærslu- menn gengu út og inn, blaðamenn skoðuðu kort og spurðu sérfróða spjörunum úr. Inni í hinum virðulega réttarsal hafði verið komið fyrir stór- um kortum af ströndum Norður-Nor- egs og til frekari skýringar var upp- hleypt kort af landinu. Munnlegar yf- irheyrslur voru að hefjast í deilumáli Breta og Norðmanna út af landhelgi við Noregsstrendur. Dómarar gengu inn í salinn og sett- ust við skeifulagað borð, andspænis kortunum. Þeir voru komnir víða að. Dómsforseti var Frakkinn Jules Bas- devant, en dómararnir voru frá El Salvador, Chile, Bandaríkjunum, Noregi, Bretlandi, Egyptalandi, Kan- ada, Belgíu, Póllandi, Júgóslavíu og Kína, en tveir þeirra, frá Mexíkó og Rússlandi, voru fjarstaddir vegna veikinda. Fulltrúar Breta gengu inn í salinn, klæddir að hætti brezkra málafærslu- manna með gráar hárkollur og í svört- um skikkjum. Fyrir þeim var þáv. dómsmálaráðherra landsins, Sir Frank Soskice, en annar aðalflytjandi máls þeirra var Sir Eric Beckett. Til ráða voru prófessor frá Oxford, siglinga- fræðingur brezka flotans, sérfræðing- ur í fiskveiðum og nokkrir fleiri. Þá gengu Norðmenn inn, hárkollu- lausir, en klæddir svörtum skikkjum. Fyrir þeim var norski hæstaréttarlög- maðurinn Sven Arntzen, en með hon- um lögfræðingurinn Jens Evensen og prófessor Maurice Bourquin, frægur þjóðréttarfræðingur frá háskólanum í Genf. Hafa Norðmenn talið sér þörf á því að ráða erlendan sérfræðing til aðstoðar við málflutninginn, enda mikið í húfi. Fleiri voru þeir, þar á meðal C. J. Hambro þingforseti (en sonur hans er aðalritari dómstólsins). Meðal áheyrenda í dómsalnum voru tveir menn norðan af Islandi, þeir Gizur Bergsteinsson hæstaréttar- dómari og Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðuneytis- ins. UM HVAÐ ER DEILT? Mál það, sem hér var flutt fyrir æðsta dómstól veraldar, á sér 15 ára sögu. Árið 1935 gáfu Norðmenn út Friðarhöllin i Haag, þar sem alþjóða dómstótl- inn hefur aðsetur. konunglega tilskipun um landhelgis- mál, þar sem ákveðin var fjögurra mílna landhelgi og tilgreint, að hún skyldi reiknuð frá yztu nesjum og oddum. Bretar hafa ekki viðurkennt þessa tilskipun, og vilja mæla Iand- helgina eftir strandlengjunni, inn á firði og flóa. Norðmenn hafa hins vegar tekið brezka togara í land- helgi og refsað þeim samkvæmt sinni reglugerð. Rejmd var samningaleið um deiluna, en árangurslaust, og var henni þá skotið til alþjóða dóm- stólsins. Bretar segjast nú fúsir til að fallast á útvíkkun norsku landhelginnar úr þrem í fjórar mílur, en krefjast þess, að mælt sé frá strandlengjunni (eins og hún er á fjöru) og þannig farið inn flóa og firði. Norðmenn telja, að á hinni vog- skornu strönd lands þeirra sé ógern- ingur annað en að reikna frá yztu nesjum og oddum. Þeir telja tilskip- unina frá 1935 fyllilega í samræmi við þjóðarétt. Þetta er í mjög stuttu máli kjarni deilunnar, sem dómstóllinn í friðar- höllinni í Haag þarf að kveða upp úrskurð í. Bretar voru viku að flytja mál sitt fyrir réttinum, og nokkrum dögum síðar tóku Norðmenn við og lýstu sínum sjónarmiðum. Ekki er búizt við úrskurði dómstólsins fyrr en um áramót. ÞJÓÐARÉTTUR. Þegar íslenzkur dómari kveður upp úrskurð í máli, getur hann venju- lega flett upp í lögum, sem alþingi,

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.