Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Síða 5

Samvinnan - 01.11.1951, Síða 5
löggjafarsamkoma þjóðarinnar, hefur sett, og dæmt eftir þeim. I þjóðarétti er slíku ekki til að dreifa. Samfélag þjóðanna hefur verið, og er, svo sund- urlaust, að þar hefur aldrei verið til nein stofnun, er færi með slíkt lög- gjafarvald og gæti sett lög fyrir allar þjóðir. Þess vegna byggist þjóðarétt- ur á samningum milli einstakra ríkja, og venjum eða hefð, sem skapazt hafa. A síðustu 30 árurn hefur verið rejmt að skapa heilsteyptara samfé- lag þjóðanna og heilsteyptan laga- bálk, er þær allar lúti, en það hefur enn ekki tekizt. Alþjóða dómstóllinn í Haag var settur á laggirnar snemma á öldinni, og endurreistur eftir báðar heims- styrjaldir. Hann hefur ekki vald yfir öðrum þjóðum en þeim, sem af fús- um vilja gangast undir að hlýða úr- skurði hans, en oft finna þjóðir ein- hverja leið til að neita að hlíta úr- skurðum, ef þeir eru þeim óhagstæðir. Þannig véfengja Persar nú rétt dóm- stólsins til að skipta sér af olíumál- inu. En hinar þroskuðu þjóðir Norð- vestur-Evrópu hafa hlýtt úrskurðum dómsins, og það munu báðir aðilar landhelgisdeilunnar tvímælalaust gera. LANDHELGIN. Það eru því engin ein lög til um landhelgi þjóða, og er ekki í önnur hús að venda en að athuga samninga þjóða á milli um það efni og þá hefð eða venju, sem skapazt hefur á ýms- um stöðum, og dæma eftir því hverju sinni. í fornöld var hafið allt frjálst og hugtakið landhelgi lítt þekkt. Þegar leið frarn á miðaldir fóru menn að hugsa um yfirráð yfir sjónum, og lýstu þá þjóðir eignarétti sínum yfir heilum höfum. Eignuðu Danir sér þannig allt Eystrasalt, svo að dæmi sé nefnt. Gegn þessu reis hvað fyrst hollenzki heimspekingurinn og lög- fræðingurinn Hugo Grotius, (1583— 1645), sem kallaður er faðir þjóða- réttarins, og lýsti hann frelsi hafs- ins. Öld síðar hélt annar frægur þjóðréttarfræðingur, van Bynker- slioek, yfir því, að veldi yfir hafinu næði svo langt, sem mátt vopnanna ekki þryti. Varð það að venju að skoða landhelgi jafnlangt frá strönd og fallbyssa dró, sem var rúmlega þrjár mílur á 17. og 18. öld. Þó breytt- ist þetta og tóku ýmsar þjóðir upp fjögurra mílna landhelgi og aðrar enn meiri, en nokkuð fóru venjur um þetta eftir aðstæðum. Er nú svo kom- ið, að þriggja mílna landhelgi mun vera algengust, en þær þjóðir, sem vald hafa til að framfylgja slíku og hagsmuni af því, hafa lýst yfir miklu stærri landhelgi, svo sem Rússar 12 mílum. Virðist því kenning van Byn- kershoeks ekki vera fjarri lagi enn þann dag í dag, er sum stórveldi hafa eins víða landhelgi og þeim sýnist, en ýms smáríki fá ekki þá landhelgi, sem þeim er lífsnauðsynleg, fyrir and- stöðu stórveldanna. ÍSLENZKA LANDHELGIN. Mikill fjöldi tilskipana um land- helgi við Island var gefinn út á sautj- ándu, átjándu og fram á miðja nítj- ándu öld. Ber þeim neer öllum sam- an um það, að landhelgi sé jjórar sjó- mílur, en firðir og flóar séu bannað- ir erlendum fiskiskipum. Á árunum 1859—72 var deila um þetta mál milli Breta og Dana, en 1872 var gefin út tilskipun, þar sem ekki var tiltekin fjögurra mílna landhelgi, heldur sagt, að landhelgi skuli vera eins og ákvæði eru í hinum almenna þjóðarétti eða kann að verða sett fyrir ísland með sérstökum samningum. Slíkir „sérstakir samningar“ voru gerðir 1901, og samkvæmt þeim á- kveðið, að landhelgi við ísland skuli vera þrjár mílur og fylgja strand- lengjunni inn í firði og flóa. Þennan furðulega samning gerðu Danir við Breta að Islendingum algerlega forn- spurðum og án samþykkis alþingis. Var samningurinn meira að segja ekki birtur um tveggja ára skeið. Það er þessi samningur, sem rann út 3. októ- ber í haust, en ríkisstjórnin ákvað að uppsögnin tæki ekki gildi fyrr en kunnar eru niðurstöður málsins í Haag. Jafnframt hafði verið gefin út 22. apríl 1950 reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, og er hún í gildi gagnvart Bretum eins og öðr- urn þjóðum, þegar er samningurinn fellur úr gildi. Samkvæmt reglugerð þessari er fiskveiðalandhelgi innan línu, sem dregin er fjórar mílur utan við yztu annes. Er reglugerð þessi að því leyti svipuð og tilskipun Norð- manna frá 1935, og getur því úr- skurður dómstólsins í Haag haft áhrif á þ;.ð, hvort hún fær staðizt. MIKILSVERT MÁL. Það er hverjum Islendingi ljóst, hversu mikla þýðingu landhelgin hef- ur fyrir afkomu þjóðarinnar. Fiski- miðin umhverfis landið virðast vera að ganga til þurrðar og endast þau varla lengi enn, ef ekki er spyrnt fæti við hinni gengdarlausu veiði og hinni miklu ásókn erlendra togara. Hitt ætti og að verða ljóst af því, sem hér hefur verið sagt, að það er miklum erfiðleikum bundið að fá mál þetta fram, því að fleiri telja sig eiga íhlutunarrétt um það en Is- (Framh. á bls. 15.) Úr dómsatnum i Haag. Maðurinn með hárkolluna er þáverandi dómsmálaráðherra Breta og að- al málflytjandi þeirra. Hann er að tala við Bourquin þrófessor, sem Norðmenn réðu til ráða við málflutning sinn. 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.