Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 6
Þingið fór fram i Oddfellowhöllinni, og var salurinn fagurlega skreyttur. Samvinnuþingið í Kaupmannahöfn Hörð átök milli austurs og vesturs draga úr ár- angri af starfi alþjóðasambands samvinnumanna Það var með nokkurri eftirvænt- ingu, sem 550 samvinnumenn, full- trúar frá 21 þjóð, komu saman í fána- skreyttum sal Oddfellowhallarinnar í Kaupmannahöfn seint í september. Þar átti að halda átjánda þing al- þjóðasambands samvinnumanna og nú biðu menn þess að sjá, hvort sam- bandið lifði þetta þing af óklofið. Ástæðan til þess, að menn óttuðust klofning, var hin sama sem veldur mannkyninu svo margvíslegu böli nú á tímum: togstreita milli austurs og vesturs. ICA — alþjóða samvinnusam- bandið — eru einu samtök utan sam- einuðu þjóðanna, þar sem hin vest- rænu lýðræðisríki og alþýðulýðveldi Austur-Evrópu hittast. Þegar í lok heimsstyrjaldarinnar síðari urðu við- sjár með þessum aðilum innan sam- bandsins, og á köflum var erfitt að sjá, hvort þingið í Prag fyrir þrem ár- um var pólitískur umræðufundur eða samvinnuþing. I miðstjórn samtak- anna hafa þessi átök harðnað ár frá ári, og var fyrst og fremst um það deilt, hvort samvinnusambönd Aust- ur-Þýzkalands, Póllands, Albaníu og Ungverjalands skyldu fá inngöngu í ICA. Meirihluti miðstjórnarinnar hafði synjað þeirri málaleitan og lýst yfir þeirri skoðun, að þessi sambönd væru ekki óháð og frjáls, heldur ná- tengd ríkisstjórnum viðkomandi landa. Nú biðu menn þess í Höfn að sjá, hvernig fram yndi þessum málum. Hinn þrekvaxni og virðulegi forseti sambandsins, Bretinn Sir Harry Gill, setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna. Einn af ráðherrum dönsku

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.