Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Page 6

Samvinnan - 01.11.1951, Page 6
ÞingiS fór fram i Oddfellowhöllinni, og var salurinn fagurlega skreyttur. Samvinnnþingið í Kaupmannahöfn Hörð átök milli austurs og vesturs draga úr ár- angri af starfi alþjóðasambands samvinnumanna Það var með nokkurri eftirvænt- ingu, sem SSO samvinnumenn, full- trúar frá 21 þjóð, komu saman í fána- skreyttum sal Oddfellowhallarinnar í Kaupmannahöfn seint í september. Þar átti að halda átjánda þing al- þjóðasambands samvinnumanna og nú biðu menn þess að sjá, hvort sam- bandið lifði þetta þing af óklofið. Astæðan til þess, að menn óttuðust klofning, var hin sama sem veldur mannkyninu svo margvíslegu böli nú á tímum: togstreita milli austurs og vesturs. ICA — alþjóða samvinnusam- bandið — eru einu samtök utan sam- einuðu þjóðanna, þar sem hin vest- rænu lýðræðisríki og alþýðulýðveldi Austur-Evrópu hittast. Þegar í lok heimsstyrjaldarinnar síðari urðu við- sjár með þessum aðilum innan sam- bandsins, og á köflum var erfitt að sjá, hvort þingið í Prag fyrir þrem ár- um var pólitískur umræðufundur eða samvinnuþing. I miðstjórn samtak- anna hafa þessi átök harðnað ár frá ári, og var fyrst og fremst um það deilt, hvort samvinnusambönd Aust- ur-Þýzkalands, Póllands, Albaníu og Ungverjalands skyldu fá inngöngu í ICA. Meirihluti miðstjórnarinnar hafði synjað þeirri málaleitan og lýst yfir þeirri skoðun, að þessi sambönd væru ekki óháð og frjáls, heldur ná- tengd ríkisstjórnum viðkomandi landa. Nú biðu menn þess í Höfn að sjá, hvernig fram yndi þessum málum. Hinn þrekvaxni og virðulegi forseti sambandsins, Bretinn Sir Harry Gili, setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna. Einn af ráðherrum dönsku 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.