Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 8
^tá ekkju Smásaga eftir ÁRNA ÓLA, blaðamann Sjóhúsið hennar Gunnu í Hlaðvík stóð í klettakvos og þangað sást ekki frá bænum. Þar var einnig uppsátur. Vornótt eina renndi bátur þar að landi í blíðskaparveðri. Á honum voru tveir menn. Þeir brýndu ekki bátnum. Annar hélt við hann í fjöru- borðinu, en hinn gekk að sjóhúsinu og kom þaðan aftur með stóra kippu af rikling og nokkrar hákarlsbeitur. — Hana Gunnu munar ekki mik- ið um þetta, mælti hann lágt og fleygði fengnum út í bátinn. Svo reru þeir frá landi og voru brátt horfnir fyrir klettanefið. Morguninn eftir kom fjármaðurinn í Hlaðvík að opnu sjóhúsinu. Hurðin hafði verið sprengd frá dyrastaf. Hann vissi þegar, að þar hefðu ekki vinir um vélt og flýtti sér heim að segja Gunnu tíðindin. Þótt loftsteinn hefði fallið niður á bæinn, hefði Gunnu ekki brugðið meira. Hún rauk af stað eins og hún stóð og niður að sjóhúsinu. Hún sá fljótt, að þar höfðu orðið hvörf nokk- ur og vissi upp á hár, hve miklu hafði verið stolið. Henni sárnaði mest há- karlshvarfið. — Sex beitur af þessum indæla skyrhákarli, sagði hún við sjálfa sig hvað eftir annað. — Og þetta voru elztu og beztu beiturnar, sagði hún svo og starði tárvotum augum á opið skarðið, þar sem þær höfðu hangið. Hann hefur kunnað að velja hákarl. Það var átakanleg sjón að horfa á hana Gunnu þarna. Ufið og grátt hár- ið lafði í flyksum niður með vöng- unum, andlitið afmyndaðist af innri kvöl og tár féllu niður myglulegar, hrukkóttar kinnarnar. Hún var ímynd hins örvílnaða, sem hefur siglt lífs- fleyi sínu í strand og misst allt. Þann- ig getur eitt óvænt óhapp bugað hina hraustustu sál. Og þó var þarna margra mánaða forði af riklingi og hákarli í sjóhúsinu. Treginn Ieið hjá og þá blossaði reiðin upp í sál gömlu konunnar. — Ætlarðu að standa þarna eins og rola, æpti hún framan í fjármann- inn og stappaði niður fæti. Farðu und- ir eins og náðu í þjófinn. Vinnumaður tvísteig, en sagði ekk- ert; það var heppilegast, þegar hús- móðirin var í þessu skapi. Hún breytti um von bráðar: — Hvers vegna náðir þú ekki í hest undir eins og reiðst til hreppstjórans að tilkynna honum þetta? hvæsti hún. — Eg skal fara undir eins, sagði vinnumaður og tók til fótanna, feg- inn að sleppa. Hreppstjórinn kom og skoðaði sjó- húsið. Þar sáust engin verksummerki nema lömuð hurð og skörð í sjófang- ið á ránum. Gunna taldi upp, hvað þar hefði átt að vera. Nú var hún ekki æst lengur, heldur brennandi af réttlátri reiði. — Þú verður að finna þjófinn urid- ir eins, sagði hún. Þetta hlýtur að vera stórglæpamaður, að geta fengið sig til þess að stela frá einstæðings ekkju. — Það er nú ekki hlaupið að því að finna hann, sagði hreppstjórinn áhyggjusamlega, því að þetta var fyrsta þjófnaðarmálið í hans tíð. Maður veit ekkert, hvaðan hann hef- ur komið né hvert hann hefur farið. Hér er ekkert að sjá nema að hann hefur sprengt upp hurðina með þess- ari spýtu. — Geturðu þá ekki séð fingraför- in hans? — Nei, hvaða fingraför sérð þú á þessu? — Þú veizt þó, hverjum þykir góð- ur hákarl. Þjófurinn kann að meta há- karl, hann tók allar beztu beiturn- ar, skyrmorkinri gamlan hákarl. — Öllum þykir hákarl góður, sagði hreppstjórinn. — Þú getur þá látið leita á bæjun- um þangað til þú finnur hákarlinn. Það eru ekki svo margir, sem eiga há- karl núna. — Satt er það, en ég fer ekki að gera þjófaleit hjá kunningjum mínum. En mér dettur ráð í hug. Eg læt hann Jón spónasmið fara í söluferð um alla sveitina. Þetta gerði Mörður, þegar hann kom upp stuldinum í Kirkjubæ forðum. Menn láta helzt fram það, sem stolið er, sagði hann, og ef Jón fær einhvers staðar hákarl að borða, þá vitum við hvert við eigum að snúa okkur. Og hreppstjórinn kumraði í skegg- ið, hróðugur út af þessu snjallræði sínu. Gunna hnyklaði brýnnar og hugsaði fast. Að lokum sagði hún: — Jæja, hafðu það eins og þér sýn- ist, en þjófinn verðurðu að finna, og það vildi ég, að hákarlinn yrði hon- um til eilífrar armæðu. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.